Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1993. 9 DV Hafrannsóknar- skip vísargrind- hvölum útásjó Færey ska hafrannsóknarskipiö Magnús Heinason vísaöi þremur grindhvölum, sem höíðu svamlaö fram og til baka í Skálaftröi í ell- efu daga, aftur út á rúmsjó á föstudag. Áhöfnin notaði astiktæki rann- sóknarskipsins viö björgunarað- geröirnar. Þar sem ekki er ieyfilegt aö veiða grindhvali í Skálafírði höföu yfirvöld fyrirskipað aö dýr- in fengju aö vera í friði í firöinum. Smokkanauðg- arinníTexas fékk 40 ár Joel Rene Valdez, 28 ára gamall maður í Texas, var dæmdur í fjörutíu ára fangelsisvist á föstudag fyrir að nauöga 26 ára gamalli konu, Elisabeth Xan Wilson. Málið hefur verið kallað „smokkanauðgunarmáliö“ þar sem fómarlambið bað nauögar- ann um aö nota smokk. Hann taldi þá að það jafngilti samþykki hennar viö samræði. „Smokkur getur bjargað lífi manns á tímum eyðninnar," sagði Wilson eftir dómsupp- kvaðninguna. „Sjálfsvöm er ekki sama og samþykki." Valdez og Wiison bjuggu í sama húsi þegar nauðgunin átti sér staö í september í fyrra. Danirberalitla virðingufyrir hámarkshraða Nærri átta þúsund ökumenn í Danmörku fengu sektir fyrir of hraðan akstur í næstsíðustu viku. Lögreglan fylgdist grannt með ökuhraða, einkum í bæjum og borgum, og kom mikill fjöldi hraðakstursmanna henni á óvart. „Víð verðum að slá þvi fóstu að ökumenn aka enn allt of hratt i bæjunum," sagði næstæðsti maö- ur umferðardeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn, Asger L. Kristensen. Með auknu eftirliti sínu vill lög- reglan fá menn til að draga úr ökuhraða svo að slysum fækki. Clinton vill lík- legatilraunir meðkjarnavopn Búist er viö aö Bill Clinton Bandaríkjafor- seti leggi bless- un sína yfir áætlun sem mundi leyfa að hefja kjam- orkutilraunir neð- anjaröar að nýjueftir aö tilrauna- banniö, sem þingið samþykkti, rennur út 1. júlí. Þetta kom fram i blaðinu New York Times um helgina. Þá er búist við að Clinton banni til- raunir með öllu árið 1996. Rithöfundurfær hjartaáfall Brasilíski rithöfundurinn Jorge Amado fékk hjartaáfall fyrir helg- ina en aö sögn ættingja var hann á batavegi á laugardag. Amado er þekktasti höfundur Brasiliu og hefur m.a. skrifað bókina Dona Flor og eiginmenn hennar tveir. RitzauogReuter Útlönd Niamh Kavanagh kyssir verðlaunin sem hún (ékk fyrir að syngja sigurlagið In Your Eyes í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöða. Símamynd Reuter Irar unnu Eurovision Frændur okkur írar hömpuðu sigri í annað sinn í röð á laugardags- kvöldið er þeir báru sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Forseti landsins, Mary Robinson, óskaði sigurvegurunum til hamingju en aðrir voru ekki eins ánægðir með sigurinn og fannst það heldur mikið að þurfa að halda keppnina aftur að ári liönu. Það var söngkonan Niamh Kava- nagh sem sigraði með laginu In Your Eyes. Var þetta í fimmta skipti sem írar sigra í keppninni. Niamh er 25 ára gömul og vinnur í banka. Þetta var í 38. sinn sem keppnin var haldin. í þetta sinnið voru þátt- tökuþjóðir 25 þar sem þrjár þjóðir frá Balkanskaga bættust í hópinn, þ.e. Slóvenía, Króatía og Bosnía-Hersegó- VÍna. Reuter OPNUÐUM í DAG! Ný efnalaug í alfaraleiö. jyú aukum viö þjónustuna enn Skeifan 11 Sími: 812220 meira meö fullkominni efnalaug. Bjóöum heildarlausn fyrir heimilin. ÞVOTTUR - HREINSUN SÆKJUM - SENDUM Örugg festing með ábyrgð. i Skútuvogi16, Reykjavik Helluhrauni 16, Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.