Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Side 24
36 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1993 Fréttir Egilsstaðir: Athaf nakonur á Austurlandi Sigrún Bjögvinsdóttir, DV, Egflsstödum; „Þaö kom okkur á óvart hve konur hér á Austurlandi eru komnar langt. Margar hér á námskeiðinu reka nú þegar eigin fyrirtæki og aörar eru að byrja. Þær vinna hér mikla fag- lega vinnu þannig aö hugmyndir sem hér hafa komið fram eru raunhæf- ar,“ sagði Hansína B. Einarsdóttir, /^VtuMótokíín GÓÐUMHÖNDLM BJÖRN VIÐISSON NUDDFRÆÐINGUR SUNDLAUG KÓPAVOGS S. 642560 Líkamsnudd*SvæðameÖferð*íþróttanudd POIAR RAFGEYMAR 618401 _ ! ■ ■ — verkefnisstjóri Iðntæknistofnunar, Austurlandi. en þær Lilja Mósesdóttir héldu ný- Þær hafa verið meö námskeið víða lega námskeið fyrir athafnakonur á um land og þetta hið níunda í röðinni Annar leiðbeinandinn á námskeiðinu, Hansína B. Einarsdóttir. DV-mynd Sigrún Dekk og bílútvarp Björn Anton og Thelma búa saman. í nokkur ár voru þau laus og liðug. Þau gátu nánast gert það sem þau langaði til og skorti aldrei neitt. Nú hafa þau keypt sér íbúð og eru orðin foreldrar. Þau þurfa að standa í skilum með fjárskuldbindingar og sjá fjölskyldunni farborða. ✓ Þegar kreppir að er gott að geta selt það sem maður þarfekki að nota. Björn Anton átti dekk, sem hann þurfti ekki að nota, og svo tók hann nýja útvarpið með geislaspilaranum úr bílnum og setti gamla tœkið aftur í. Það er gott að geta gert pening úr því sem annars fyllir bara geymslurnar. Því ekki að auglýsa ísmáauglýsingum DVþað sem þú þarft ekki á að halda? Efþig vantar pening! SMÁA UGL ÝSINGAR SMÁAUGLÝSINGADEILD DV. Sfml 91-632700. Bréfasfml 91-632727. Granl símlnn 99-6272. OPIÐ: Vlrka daga frá kl. 9-22, laugardaga frá kl. 9-16 og sunnudaga frá kl. 18-22. og langfjölmennast. 36 konur af Hér- aði og neðan af fjörðum sóttu nám- skeiðið sem var haldið á Egilsstöðum. „Þetta kemur til með að nýtast mér mjög vel. Námskeiðið var vel skipu- lagt og leiðbeinendur voru góðir. í heild tel ég að þetta hafi verið bæði lærdómsríkt og hvetjandi," sagði Oddný Guðmundsdóttir í Neskaup- stað en hún var ein þeirra sem sóttu námskeiðið og hefur nýlega hafið eigin rekstur. Greiðsluáskorun lög- manna 4 ár í pósti? - og bréfið dagsett 3. maí 1959 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Ég var mjög hissa á að fá þessa greiðsluáskorun senda til mín þar sem ég hélt að öll mín mál í sam- bandi við þennan bíl væru úr sög- unni. Ég seldi bílinn í lok ársins 1989 og var búin að borga allar mínar sektargreiðslur til lög- mannsstofunnar í Skipholti," sagði Elín Jóhanna Svavarsdóttir, hús- móðir í Keflavík, í samtali við DV. Hún fékk senda á dögunum greiðsluáskorun frá lögmannsstofu fyrir að hafa lagt bíl sínum ólöglega 23. október 1989. Þá er það furðu- legt að bréfið frá lögmannsstofunni er dagsett 3. maí 1959. „Ég veit ekki hverju ég get átt von á næst þegar máún taka svona langan tíma. Þetta er aðeins stöðu- mælasekt og það tekur tæp fjögur ár að fá greiðsluáskorunina senda til sín. Þetta er ekkert annað en roluskapur. Það er líka skrýtið að mér eru gefnir 20 dagar til að útkljá málið þegar það hefur tekið lög- mannsstofuna tæp fjögur ár að senda mér bréfið. Sektin, sem Elín er rukkuð um, er 750 krónur. Svo bættist við kostnaður, 600 krónur. Samtals 1350 krónur. Sjóðagjöld kartöflubænda: Gjöldin of áætluð hjá bændum í vanskilum Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur um nokkurra ára skeið ofáæfl- að sjóðagjöld kartöfluframleiðenda sem ekki hafa staðið skil á sölu- skýrslum og sjóðagjöldum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Fram- leiðsluráði nema skuldir kartöflu- framleiðenda viö sjóðina tugum milljóna. Að sögn Helgu Guðrúnar Jónas- dóttur, forstöðumanns Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins, ber kart- öflubændum einungis að greiða Bún- aðarmálasjóðsgjald, neytenda- og jöfnunargjald ásamt matsgjaldi af þeirri framleiðslu sem þeir selja á innanlandsmarkaði. Gera megi ráð fyrir að þessi gjöld séu í mesta lagi á annan tug milljóna á ári. Því sé það ekki rétt sem haldið var fram í frétt DV í síðustu viku að milliliðakerfið hirði á fimmta tug mjlljóna úr kart- öflubeðum landsins. Rétt er að taka fram í þessu sam- bandi að útreikningar DV á sjóða- gjöldunum tóku mið af upplýsingum frá kartöfluframleiðendum og Fram- leiðsluráði landbúnaðarins. Álögð gjöld hjá bændum, sem ekki skila söluskýrslum, taka mið af haustupp- skeru, en ekki sölu, og söluverð hvers kílós uppskerunnar er áætlað 60 krónur. í ljósi þeirra upplýsinga frá Fram- leiösluráði að kartöflubændur skuldi upp til hópa sjóðagjöld er ekki frá- leitt að ætla að þeir séu krafðir um ríflega 40 milljónir í gjöld. Þetta segir Helga Guðrún hins veg- ar ekki rétt enda fráleitt að allir bændur séu í vanskilum með sín Búnaðarmálasjóðsgjöld. Með því að ofáætla gjöldin sé Framleiðsluráð í raun að hvetja bændur til að gera skil á sölunni hjá sér. Gjöldin séu lækkuðviðskil. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.