Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Qupperneq 10
INNVW 90 INNON MÁNUDAGUR 17. MAÍ1993 [10- i FYRRA V«R ÞAD RADIUS Útlönd Nýtt hneyksli innan bresku konungsfl ölskyldunnar: NÚ ER ÞAÐ SEM SLÆR í GEGN DAVIÐ ÞÓR JÓNSSON OGJAKOB BJARNAR GRETARSSON ALLA VIRKA DAGA FRÁ 9-1 2 AÐALSTÖÐIN Filippus elskar ekki Elísabetu Elísabet II., drottning Breta, og eiginmaður hennar, Filippus hertogi af Edin- borg, sjást hér saman á hinni konunglegu Windsor hestasýningu. Á milli þeirra stendur lífvörður. Breska pressan heldur því nú fram að engin ást hafi ríkt í hjónbandi þeirra síðustu 45 árin. Símamynd Reuter Einkalífi Elísabetar II. Breta- drottningar var slegið upp á forsíð- um bresku slúðurblaðanna í gær þegar Sunday Mirror hélt því fram að drottningin væri búin að búa í algjörlega ástlausu hjónabandi með Filippusi drottningarmanni í 45 ár. Með frétt sinni gekk Sunday Mirr- or skrefi lengra en hingað til hefur verið leyfilegt. Birti blaðið kafla úr nýrri bók um drottninguna en þar er því haldið fram að skyldan en ekki ástin hafi haldið hjónabandi þeirra saman í öll þessi ár. Filippusi er lýst sem manni með reikandi augu en drottningin er sögð hafa tilbeðið eiginmann sinn frá 13 ára aldri. Einnig kemur fram í bókinni að hún sé rpjög einmana og eigi í mesta basli með að standast álagið af hinum kon- unglegu skyldum. Samkvæmt heimildum Sunday Mirror hefur hjónaband Ehsabetar og Filippusar aðeins enst þetta lengi vegna þess að þaö var aldrei um það að ræða að þau gætu skilið. Ekki er langt síðan að því var hald- ið fram í bresku pressunni að breska leyniþjónustan hefði hlerað samtöl Díönu prinsessu og Karls ríkisarfa. Stjómvöld í Bretlandi hafa vísað shkum ásökunum á bug og telja þær hlægilegar. Aðalkeppinautur Sunday Mirror, News of the World, heldur því fram að upplýsingarnar um hjónaband drottningar séu lygi ein og að höf- undur bókarinnar, lafði Colin Camp- beh, hafi aldrei þekkt neinn innan konungsfj ölskyldunnar. Frétt Sunday Mirror var sú fyrsta sem birtist um drottninguna sjálfa en áður hefur blaðið velt sér upp úr hjónabandserflðleikum barna henn- ar. Reuter Danir varaðir við einangrun Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, varaði landa sína við einangmn ef þeir höfnuðu Maastricht-samningnum um póli- tíska einingu Evrópu í þjóðarat- kvæðagreiðslu á morgun. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess aö stuðningsmönnum samningsins fari fjölgandi. Andstæðingar Maastricht sögðu í stundum stormasömum sjónvarps- umræðum í gærkvöldi að ef menn greiddu atkvæði gegn samningnum yrði hann jarðaður og nauðsynlegt yrði að taka upp viðræður um sveigj- anlegri samning. Nyrup Rasmussen sagði að danska efnahagslíf mundi bíða skaða af ef adstæðingar Maastricht færu með sigur af hólmi eins og í atkvæða- greiðslunniíjúníífyrra. Reuter Hann var mjög greindur en f ullkomlega brjálaður - segir franski innanríkisráöherrann um gíslatökumanninn Eric Schmitt, maðurinn sem tók börnin í leikskól'anum í úthverfi Par- ísar í gíshngu fyrir helgi, var at- vinnulaus, fráskilinn og einrænn og að sögn sérfræðinga bar hann öll merki hættulegs manns meö of- sóknaræði. Lögreglan skaut Scmitt til bana með þremur kúlum í höfuðið á laug- ardagsmorgun en þá hafði hann haldið sex börnum og fóstru þeirra, Laurence Dreyfus, í gíslingu í 46 klukkustundir. Scmitt hafði fest sextán dínamít- túpur við líkama sinn og kallaði sjálf- an sig „mennsku sprengjuna". Þá haíði hann komið sprengjum fyrir inni í skólastofunni. „Hann var mjög greindur en full- komlega bijálaður,“ sagði Charles Fóstran Laurence Dreyfus er þjóð- hetja í Frakklandi. Símamynd Reuter Pasqua, innanríkisráðherra Frakk- lands, sem hafði yfirumsjón með að- gerðum lögreglunnar. Yfirvöld sögðu að svo virtist sem hinn 42 ára gamli Schmitt hefði verið einn aö verki. Ekki er vitað hvað manninum gekk til. Franska útvarpið skýrði frá því að Scmitt hefði ekki gerst brotlegur við lög nema hvað hann hefði verið sekt- aður fyrir of hraðan akstur og fyrir ölvunarakstur. Tölvufyrirtæki sem hann rak fór á hausinn 1991 og sat hann uppi með miklar skuldir. Þá missti hann aðra vinnu á síðasta ári. Dreyfus verður sæmd æðsta heið- ursmerki Frakklands fyrir fram- göngu sína á meöan á gíslatökunni stóð. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.