Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 12
12 Spumingin MÁNUDAGUR17. MAÍ1993 Ersumariðkomið? Guðrún Birna: Já, mér sýnist það. Anna Lára: Já, það er komið og verð- ur mjög gott. Einar Valdimarsson: Jú, jú og veðrið í dag boðar gott. Egill Pálsson: Nei. Herdís Hallmarsdóttir: Já, frá og meö deginum í dag. Sólrún Jónsdóttir: Já, en ég vona bara að það snjói ekki í sumar. Lesendur Gjaldeyrinn úr landi Gjaldeyrisreikningurinn í Bandaríkjunum gaf 3,2% ávöxtun. S.E. skrifar: Um nokkurra ára skeið hefur verið heimilt að stofna sparifjárreikninga hér innanlands í erlendum gjaldeyri, t.d. með því að leggja inn á slíka reikninga afgang af ferðagjaldeyri o.þ.h. Er þetta góðra gjalda vert en sá hængur hefur verið á að vextir af þessum reikningum hafa yfirleitt verið mjög lágir og auðvitað miklu lægri en þeir vextir (og önnur gjöld) sem greiöa þarf bönkunum, þegar taka þarf lán hjá þeim í erlendri mynt. Nú um áramótin varð sú breyting á að almenningi varð heimilt að stofna slíka sparifjárreikninga við erlenda banka að vissu marki. Á ferðalagi um Bandaríkin fyrir stuttu notaði ég mér þetta nýfengna frelsi og lagði þar inn í banka nokkur hundruð dollara sem ég átti afgangs af þeim ferðagjaldeyri er ég hafði haft meðferðis. Þegar ég spurðist fyrir um vextina var mér sagt aö reikningur minn nyti lægstu innlánsvaxta 3,2%, en sem kunnugt er, eru vextir í Banda- ríkjunum nú mjög lágir. Mér þóttu þetta þó alveg sæmileg kjör, þegar ég hugsaði til þess að dollarareikn- ingur, sem ég á í einum af íslensku bönkunum, bar á síðasta ári aðeins 1,2% vexti. Ég sé nú á vaxtatöflum um innlenda gjaldeyrisreikninga í dollurum að vextir af þeim nema nú hér á landi aðeins frá 1,25%-1,6%. Hver er eiginlega ástæðan til þessa hrikalega vaxtamunar? Enn ein mis- þyrming íslenska bankakerfisins á viðskiptavinum sínum til þess að láta þá greiða fyrir eigin óráðsíu? Ef bankamir hugsa um eigin hag og þjóðarinnar í heild til langframa eiga þeir auðvitað að gæta þess að inn- lánsvextir þeirra af gjaldeyrisreikn- ingum séu samkeppnisfærir við það, sem bankar erlendis bjóða, því bein samkeppni er komin á. Eða er það kannski keppikefli að hrekja íslend- inga til útlanda með þann erlenda gjaldfeyri sem þeim er heimilt að eiga á gjaldeyrisreikningum hér heima og erlendis? Undarlegar forsendur Rut Arnardóttir skrifar: Á undanfórnum mánuðum hef ég fylgst með hinu svokallaða „Mik- son-máh“. Að því er mér virðist er staðan þannig; Wiesenthal-stofnunin vill kæra Eðvald Mikson fyrir meinta stríðsglæpi hans í seinni heimsstyrj- öldinni. Islenska ríkisstjórnin vill ekki leyfa það og sú skoðun á sér fylgi meðal íslensku þjóðarinnar. Ég hef enga menntun á sviði laga- og mannréttindamála, en samt verð ég að segja að forsendumar fyrir þessari ákvörðun em nokkuð undar-. legar. Hvaða máh skiptir hvort um- ræddur maður er íslenskur ríkis- borgari eða ekki? Hætta þessi ákæru- atriði að vera glæpir ef það líða 50 ár? Em „sekir“ ekki lengur glæpa- menn þegar þeir eru orðnir gamhr? Ég veit ekki hvort Eðvald Mikson er sekur um ákæruatriðin eða ekki. En af hverju er máhð ekki tekið fyr- ir og rannsakað? Ef hann hefur ekk- ert að fela þá hlýtur það að vera í lagi. Fráskildir karlmenn K.M. skrifar: Mig langar til að vekja athygli á því hvað fráskildir karlmenn mega búa viö. Það er eins og þeir hafi gleymst í öllu velferðarkerfinu. Við skulum gera ráð fyrir því að nokkrir þeirra séu búnir að vera atvinnu- lausir, allt að tveimur árum. Flestir þurfa að greiða bamameðlög með 2-4 börnum. Gerum ráð fyrir að þau séu 3. Atvinnulaus maður getur ekki greitt bamameðlög. Eftir tvö ár skuldar maður meö 3 börnum u.þ.b. 30 þús. kr. á mánuði eða 360 þúsund fyrir árið og skuldin fyrir tvö ár væri því 720 þúsund krónur. Ef þessi sami maður fær vinnu þarf hann ennþá að borga með 3 bömum og einnig að greiða niður uppsafnaða skuld svo hann yrði að greiða minnst 40 þúsund á mánuði. Sami maður hefur e.t.v. ekki nema 70 þúsund Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifið ATH.: Nafh og símanr. verður að fylgja bréfum Fráskildir karlar vilja gjarnan borga vel meö sínum börnum. króna mánaðarlaun - eða minna þeg- ar búið er að taka af honum skatta og skyldur. Eftir tveggja ára atvinnu- leysi er trúlegt að skuldir hafi safn- ast upp. Ég sem þetta skrifa er kona og haföi í hyggju sambúð með fráskhdum manni eins og ég tala um hér fyrir framan. En hvemig gæti ég það? Ég er sjálf með heimili sem ég þarf að reka og barn og get ekki bætt á mig að sjá fyrir karlmanni þótt ég fegin vildi. Nú langar mig til aö spyrja. Hvað er framundan hjá manni sem svona er ástatt fyrir? Fær hann að- stoð einhvers staðar til að hefja nýtt líf, eða er öhum sama? Ég veit að bamameðlög eru aldrei felld niður en er ekki eitthvaö sem hægt er að gera th að létta þessum mönnum lífið? Þeir eru niðurlægöir, láta htið fyrir sér fara og safnast ekki í hópa th að mótmæla meðferð- inni á sér, þótt álögur á þá séu hækk- aðar, enda vhja þeir gjarnan borga vel með sínum bömum. Þeir geta það hreinlega ekki og þá skammast þeir sín fyrir vanmátt sinn á þessu sviði. Konur eru duglegri að safnast sam- an í hópa og mynda ahs konar sam- stöðu en þessi hópur sem ég er að tala um lætur htið til sín heyra af skhjanlegum ástæðum. Einhver sem gæti sett sig inn í þessi mál og má sín einhvers, ætti aö styðja við bakiö á þessum karlmönnum, sem oft standa uppi húsnæðislausir og ahs- lausir. Það ætti aö fá þeim í hendur félagslegar íbúðir til að reyna að leysa þeirra vanda að einhverju leyti. Ekki eiga þeir von á að komast í aðra sambúð þótt vhji sé fyrir hendi vegna slæmrar stööu í þjóðfélaginu á ahan hátt. viðtímann Jón Guðmundsson skrifar: Ökuníðingar, skemmdarvargar og ræningjar í sumarbústöðum eiga nú erfiðara um vik. Ofar höfðum þeirra fljúga fráneygir hðsmenn Böðvars Bragasonar lögreglustjóra í þyrlu og klófesta níðingana. Nú duga ekki radar- varar lengur. Við sumarbústaðaeigendur höfura mátt þola þungar búsifjar af völdum óbótamanna sem farið hafa tun iönd okkar og bústaði, rænandi og ruplandi. Öftast er tjón af heimsókn þessa lýðs margfalt meira vegna skemmda en þjófhaðar. Með vaxandi of- beldi innbrotsþjófa hefur öryggi fólks í sumarbústöðum einnig hrakað. Það framtak Iögreglusfióra að hefla gæsluflug með þyrlu er mikið fagnaðarefni okkur sumar- bústaöaeigendum. Öryggi í um- ferð, öryggi í ranni, það er nauð- syn hverjum manni. LeggjaAlþingi niður Einar Gislason skrifar: Nú hefur Alþingi afsalað sér löggjafarvaldi og um leið afsalað sér umráðarétti þjóðarinnar yfir auðhndum og landi. Ég legg th að ríkisstjórn EB á íslandi sýni sparnað í verki og leggi Alþingi niður. Til að annast framtíðar- hlutverk þess, mætti ráða ein- hveija Sóknarkonu sem hefur verið hagrætt úr starfi og fá henni stimph sem á stæðí „sam- þykkt". Þannig ööluðust lög og reglugerðir EB ghdi á íslandi með einni ódýrri handsveiflu. Lækkun laxveiði- leyfa Þórður hringdi: Nú berast fréttir af því að verð laxveiðileyfa séu nú miklu lægri en á síðasta ári og er það vel. Á sama tíma hefur sóknin í leyfin aukist mjög, enda var eftirspum- in meö eindæmum dræm á síð- asta ári. Loksins virðast eigendur ánna vera farnir að átta sig á því hve verðlagsstefhan var fáránleg. Fjölmargir þeirra útlendinga sem sóttu hingað áður, hafa nú snúið sér til annarra landa þar sem veiðileyfi eru ódýrari og jafn gott, ef ekki betra er að veiöa lax- inn. Það verður erfitt að ná í þá aftur, th þess þyrfti aö lækka leyf- in enn meir. Islenskir veiðimenn láta eflaust eftir sér frekar nú, en á síðasta ári að bregða sér í lax. Ég gat ekki leyft mér það á síö- asta ári en ætía að kýla á eina ferð í ár. Þó finnst mér enn að verð sé of hátt og betur má ef duga skal. Sjálfsbjargar- viðleitni Kjartan hringdi: Fréttum af því þegar bruggari er tekinn og mörg hundruð lítr- um af bruggi, landa eða gambra er hellt niður, hefur rignt yfir landsmenn síðastliðin ár. Við lif- um á tímum atvinnuleysis og áfengi er óheyrhega dýrt hér á landi. Er þetta ekki bara sjálfsbjargar- viðleitni þeirra sem eru að standa í þessu? Eg er viss um að bruggið myndi minnka ef verð á áfengi myndi lækka verulega frá því sem nú er. Verðum í neðsta Bryndís hringdi: Oft höfum við íslendingar teflt fram lélegumlögum á Eurovision en sjaldan sem nú. íslendingar verða aö búa sig undir áfallið að fá ekkert stig og lenda í neðsta sætinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.