Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Síða 8
8
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993
Vísnaþáttur
Þú
syngur um
æskunnar
elda
Þaö er ekki beinlínis ánægjulegt
að þurfa aö byxja þátt á því að biðj-
ast afsökunar á eigin mistökum en
undan því verður ekki komist. „Þar
sem einhvers enda spor“ var fyrir-
sögn næstsíðasta þáttar (31. júÚ) en
þar tókst mér að koma fyrir tveim
meinlegum viUum: Grímur Sig-
urðsson frá Jökulsá á Flateyjardal
sagður þar Jónsson og það sem
verra er, Ragnari Inga Aðalsteins-
syni eignað þar ljóð eftir Þuríði
Guðmundsdóttur skáldkonu. Ljóð-
ið nefnist Þversögn og er á bls. 53
í ljóðabók hennar: Það var vor. Enn
hef ég ekki fundið skýringu á or-
sökum þessara mistaka, get aðeins
beöið þá sem hlut eiga að máii af-
sökunar á þeim.
Torfi Jónsson
Til Kaldalóns
fimmtíu ára:
Er skuggamir jörðinni skýla
og skammdegið svartast er,
við svífum til sólheitra landa
á söngvanna vængjum með þér.
Þú syngur um æskunnar elda
og ævintýranna þor.
Með ljósi frá listanna hæðum
lýsirðu heimkynni vor.
Þú gafst okkur sólríka söngva
um sagnir frá gamalli tíð,
um sumarið, æskunnar ástir
og einmana förulýð.
í hreysi og hötðingjasetri
þig hyllir hin íslenzka þjóð.
Við krakkana konumar raula
Kaldalóns vögguljóö.
Þú syngur um æskunnar elda
og ævintýranna þor:
lögin, sem létta’ okkur sporið
og lýsa’ upp heimkynni vor.
Við þökkum af heilum huga
þann hjartans- og sálar-yl.
Þú lifir í lýða minnum
svo lengi, sem þjóðin er til.
Ég óska þér lífdaga langra
með lifandi starfandi þrótt
úr skammdegismyrkrinu’ að
skapa
skínandi Jónsmessunótt.
í viðtali sem Matthias Johanness-
en, ritstjóri og skáld, átti við Guð-
mund Sigurðsson, revíu- og gaman-
vísnahöfund, og birtist í Morgun-
blaðinu 15. júní 1957 kemur fram
að þeir Guðmundur og Steinarr
hafi oft kveðist á, þannig að annar
kom með fyrripart, hinn botnaði
og þegar upp var staðið mundu
þeir ekki alltaf hvað var hvors.
Ástand heimsbyggðarinnar varð
þeim oft að yrkisefni. Lítið sýnis-
hom þess kveðskapar fer hér á eft-
ir:
Sumir kafa sorgarhaf,
sízt sinn klafa missa.
Júgóslavar éta draf,
ég er afar hissa.
í Danaveldi er nú allt
ei með feldi sléttum:
kýrin geld og kotiö falt,
konan seld á stéttum.
Það var á kreppuárunum að þeir
Steinn og Guðmundur Sigurðsson
vom að drekka molakaffi inni á
Hressingarskálanum í Austur-
stræti. Fór ein starfsstúlka þar að
bursta Stein, hefur líklega ekki ht-
ist á snjáð fot hans. Upp úr þessu
varð eftirfarandi vísa til:
Úti er muska, í rúmi rusk,
rjálar og þruskar voði.
Oskubuska ein með tusk
af mér kuskiö þvoði.
Árið 1956 komst Steinn til Rúss-
lands, hugðist Uta dýrðina þar aug-
um en leist víst ekki á bhkuna ef
marka má vísu sem hann orti í
ferðinni:
Ráfa ég um og rolast hjá
rauðum erkifjanda.
Hvenær muntu sál mín sjá
sóldýrð Vesturlanda?
„Sumir menn eru aUtaf jafn fá-
tækir, hvað mikla peninga sem
þeir eiga,“ sagði Steinn Steinarr
einhverju sinni. Ef til viU hefur
hann þá haft þann í huga sem fékk
eftirfarandi vitnisburð frá honum:
Aura salla safnandi,
seggi snjaUa rægjandi.
Kámugt galla kvikindi
komið af FjaUa-Eyvindi.
Ég heyrði einu sinni þá sögu, en
veit ekki hvort hún er sönn eða til-
búin, að Steinn hafi staðiö á Lækj-
artorgi og séð Harald Sigurðsson,
þá blaðamann, koma niður Banka-
stræti með kvenmann sér við hUð
og kveðið af því tílefni:
Hýsi ég einn mitt hugarvU
hrundir engar þekki.
Sumir hafa sexappeal,
en sumir hafa það ekki.
SkúU Benediktsson kennari frá
Efra-Núpi í Miðfirði var kunningi
Steins Steinarrs og sátu þeir oft
saman yfir kaffiboUa á Hressingar-
skálanum. Vísa Skúla hér á eftir
bendir til þess að kastast hafi í
kekki þeirra í milU og hann tekið
það nær sér en ef einhver annar
hefði átt þar hlut að máU:
ÞöguU hugsa ég um það einn,
hvað aörir kunna aö hjala.
En þegar kastar steini Steinn
steinar fara að tala.
Torfi Jónsson
Matgæðingur vikuimar
Grænmetismousaka
og dolmades
„Eg hef mjög gaman af að prófa
hina ýmsu þjóðrétti og nota aUtaf
grænmeti í réttina,” segir Gunn-
hUdur Sigurjónsdóttir þroskaþjálfi,
matgæðingur vikunnar. GunnhUd-
ur hefur undanfarin fimmtán ára
lifað á grænmetisréttinn og þykir
hún mikiU snUlingur í slíkri matar-
gerð. Oft hefur fólk óskað eftir að
hún tæki að sér námskeið í græn-
metismatargerð. GunnhUdur segir
að það geti vel orðið úr því.
GunnhUdur ætlar að bjóða les-
endum upp á grískan málsverð.
Uppskriftin sem hún gefur upp er
ætluð fiórum en GunnhUdur hefur
eldað þennan rétt tyrir fimmtíu
manns 1 eiríu. Þá voru notaðar
ofnskúffur í stað eldfasts móts.
„Það má elda marga mjög ljúffenga
rétti úr grænmeti og fólk verður
oft undrandi þegar það áttar sig á
að ekkert kjöt er í réttinum,“ segir
GunnhUdur. Fyrst gefur hún upp-
skrift af grísku mousaka sem hún
segir að sé einfalt að gera og aUs
ekki flókið þó þaö geti virst þannig
við fyrstu sýn.
Það sem þarf
1 smátt saxaöur laukur
6 msk. olífuolía
1 marið hvítlauksrif
50 g smátt skomir sveppir
2 smátt skomir tómatar
1 msk. tómatkraftur
150 ml vatn
1 msk. jurtakrydd
60 g sojakjöt
1 msk. steinselja
1 stórt eggaldin eða tvö lítU
2 msk. heilhveiti
50 g rifinn ostur
3 egg
142 ml hrein jógúrt eða súrmjólk
Gunnhildur Sigurjónsdóttir, mat-
gæðingur vikunnar. DV-myndJAK
Aðferðin
Byijið á að skera eggaldin í þunn-
ar sneiðar og stráið salti yfir þær.
Látið standa í 30 mínútur. Þá em
sneiðamar þerraðar og heilhveiti
stráð yfir. LaiUcurinn er mýktur í
olíu á pönnu þar tíl hann er glær.
Þá er hvítlauknum og sveppum
bætt út í og steikt í nokkrar mínút-
ur. Því næst er tómötum, tómat-
krafti og vatni, sojakjöti, steinselju
og jurtakryddi bætt út í og aUt látið
krauma undir loki í tíu mínútur.
Eggaldin er steikt í olíu á pönnu
þar tU það er mjúkt. Þá er eggald-
ini og sojakjötsósu raðað í lög í eldf-
ast mót og endað á eggaldini. Osti
stráð yfir. Egg og jógúrt er þeytt
saman og heUt yfir réttinn. Þetta
er bakað í 180 gráða heitum ofhi í
35-40 mínútur.
Með þessum rétti er borið ffam
grískt salat og í það fer:
Feta ostur (fæst í Ostabúðinni)
Tómatar
Gúrka
Svartar olífur
1 laukur (spænskur laukur er mjög
góöur)
Grænt salat eða iceberg
olífuolía og edik
ÖUu blandað saman og vínediki
og olífuolíu skvett yfir.
Dolmades
GunnhUdur segir að einnig sé
mjög gott að bera dolmades, sem
er grískur réttur, fram með mous-
aka. í hann er bæði hægt að nota
vínviðarlauf sem fást í HeUsuhús-
inu, en þá er rétturinn ekta grísk-
ur, og hvítkál. Það sem þarf í rétt-
inn er eftirfarandi:
1 stór hakkaður laukur
250 g hakkaðir sveppir
1 bolh hýðishrísgrjón
2 msk. sojasósa
200 g rifinn ostur
1 msk. smjör
hvítkál eða vínviðarlauf
Ef hvítkáhð er notað er stilkurinn
skorinn þannig að losni um hann.
Kálhöfuðið er soðið í léttsöltuðu
vatni í 10 mínútur þannig að blöðin
losna. Laukurinn er brúnaður í
smjöri á pönnu og sveppunum
bætt út í. Hrísgrjónin eru soðin.
Þá er lauknum og sveppunum
blandað saman við hrísgijónin, soj-
asósu og osti bætt út í. Fylhngin
er sett á matskeið á hvert blaö. Síð-
an eru blöðin rúUuð upp utan um
fyllinguna og tannstöngU stungið
í. Kálbögglamir eru síðan brúnaðir
á pönnu á öUum hUðum. Ef böggl-
arnir eru látnir á pönnuna þannig
að samskeytin snúa niður þá lokast
þau vel. Látið brúnast vel. Sett í
eldfast mót, 3-4 dl af tómatsafa heUt
yfir og bakað í 25 mínútur við lágan
hita.
GunnhUdur segir að þetta geti
verið hvort sem menn vilja réttur
með mousaka eða sjálfstæður rétt-
ur. Skora hún á Pál Biering hjúkr-
unarfræðing að vera næsti mat-
gæðingur. „Hann er mikiU áhuga-
maður um matargerð," segir
GunnhildurSigurjónsdóttir. -ELA
Hinhliðin
Áhugamálið að komast
niður fyrir 100 kíló
- segir Alfreð Gíslason framkvæmdastjóri, atvinnurekandi og handboltamaður
Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyii:
Alfreð Gíslason er einn af kunn-
ustu íþróttamönnum þjóðarinnar
og hann hefur gert garðinn frægan
víða um Evrópu sem handbolta-
maður í fremstu röð. í dag er Al-
freð kominn aftur á heimaslóðir á
Akureyri og farinn að láta tU sín
taka í bæjariífinu. Hann er einn af
eigendum veitingastaðarins Við
PoUinn, er umboðsmaður Trygg-
ingamiðstöðvarinnar og sem fyrr á
kafi í handboltanum sem leikmað-
ur og þjálfari. Hann snýr hinni
hhðinni að lesendum DV í dag.
Fullt nafn: Alfreð Gíslason.
Fæðingardagur og ár: 7. september
1959.
Maki: Kara Guðrún Melstað.
Börn: Elfar 10 ára og Aðalheiður 3
ára.
Bifreið: VW Vento 1993.
Starf: Atvinnurekandi, fram-
kvæmdastjóri og handboltaþjálf-
ari.
Laun: AUt of lág.
Áhugamál: Að komast niöur fyrir
100 kfió.
Hvað hefur þú fengið nargar tölur
réttar í lottói? Einu sinni 5 tölur í
Noregi en það gaf Utið af sér.
Hvað finnst þér skemmtUegast að
Alfreö Gíslason.
gera? Að hafa þaö rólegt.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Þinrka af.
Uppáhaldsmatur: Lamb og béama-
ise.
Uppáhaldsdrykkur: ískaldur bjór.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Charles
Barkley.
Uppáhaldstímarit: íþróttablaðið.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan eiginkonuna?
Aðalheiðumar báðar, móðir mín
og dóttir.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Svara ekki.
Hvaða persónu langar þig mest tU
að hitta? Donald Fagan.
Uppáhaldsleikari: Robert De Niro.
Uppáhaldsleikkona: Ég hafði á
mínum yngri árum dálæti á Kim
Basinger.
Uppáhaldssöngvari: Donald Fagan.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Árni
Gunnarsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Obelix.
Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir.
Uppáhaldsmatsölustaður: Sal
Tzxipi á Spáni.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Hlynnt-
ur.-
Hver útvarpsrásanna fmnst þér
best? Hlusta ekki á útvarp.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Sjá
næsta svar á undan.
Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða
Rikissjónvarpið? Hef ekki tíma til
að horfa á sjónvarp.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sjá
næsta svar á undan.
Uppáhaldsskemmtistaður: Við
Pollinn á Akureyri.
Uppáhaldsíþróttafélag: KA.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku i
framtíðinni? Að hafa nóg að gera
og gera það vel.
Hvað gerðir þú í sumarleyfinu?
Hvaða sumarleyfi?