Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Side 10
10 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Reykvíkingar fá að kynnast japönskum sushi réttum: íslendingar og Jap- anir borða hollt fæði - segir japanski kokkurinn Tsuneo Hashitsume „Japönsk matargerð er mjög ólík kínverskri, japanskur matur er yf- irleitt með mjög lágu fitumagni og lágu kolesterólmagni. Uppistaðan í sushi er prótínríkur fiskur og mik- ið af grænmeti og að sjálfsögðu hrísgijón. Japanir hafa einna hæstan með- alaldur í heimi og sömuleiðis ís- lendingar. Ég held að það sé vegna þess að þeir borða svo mikið af hollum fiski og mikið af græn- meti,“ sagði japanski kokkurinn Tsuneo Hashitsume. í samtali við DV. Hann hefur dvalið hér á ís- landi undanfarinn mánuð og vinn- ur við að matreiða japanska sushi rétti fyrir matargesti á Hótel Borg. „Við notum margs konar tegund- ir af fiski í sushi, bæði kaldsjávar- fiska og heitsjávarfiska. Hér á ís- landi fæ ég flestöll þau hráefni sem nauðsynleg eru í sushi en fæ þó eðlilega ekki heitsjávarfiska. ÉgJaý í New York að jafnaði og þar sér- panta ég heitavatns fisktegundir til þess að geta boðið upp á sem mest úrval af sushi. Þann fisk, sem ég nota hér, kaupi ég á fiskmörkuðun- um en í sushi er einnig heilmikið af grænmeti og ýmsu öðru góð- gæti.“ - Smakkast íslenski fiskurinn öðruvísi heldur en í New York? '„Örlítið öðruvísi. íslenski fiskur- inn er mýkri en þær tegundir sem ég á að venjast." Starfað víða um heim - Hefur þú starfað sem gesta- kokkur víðar en á íslandi? „Já, ég hef búið síðastliðin 20 ár í New York en hef farið víða sem gestakokkur. Ég hef unnið á Ítalíu, í Sviss og Frakklandi, Þýskalandi og í Afríku. Ég hef reyndar einu sinni áður komið til íslands, fyrir 20 árum, en þá aðeins sem túristi. Ég er fæddur og uppalinn í Kyoto í Japan en flutti 18 ára til New York. Þá var ég búinn að læra matreiðsluiðn. Ég kann að mörgu leyti vel við mig í New York en sakna þó margra hluta frá Japan. Það fýlgja því bæði kostir og gallar að búa vestanhafs. Ég dvel hér í þrjá mánuði og er búinn að vera hér í tæpan mánuð. Ég fer héðan í október aftur vestur um haf. Ég kann mjög vel við mig hér á Hótel Borg, þetta er hótel í háum gæðaflokki og á sér athyglis- verða og langa sögu. Ég hef farið á nokkra íslenska veitingastaði hér í Reykjavík til að kynna mér matarhefðina. Þeir eru misgóðir en ég á ef til vill erfitt með að segja til um þaö því upp- runi minn er úr svo ólíkum menn- ingarheimi. Ef til dæmis íslendingar færu til Japan og borðuðu aðeins japanskt fæði myndi sumum líka það og öðrum alls ekki. Þeim sem myndi mislíka japönsk matarhefð geta þó ekki sagt að japanskur matur sé vondur. Hann er bara ekki að þeirra smekk. Ég á á sama hátt erfitt með að dæma íslenskar hefð- ir í matargerð, mér líkar við sumt og annað ekki.“ Mikil fjölgun - Nú er kínversk matargerð mjög Japanski matreiðslumaðurinn Tsuneo Hashitsume ætlar að matreiða á Hótel Borg fram í miðjan október. útbreidd um allan heim. Hvemig stendur á því að það sama virðist ekki gilda um japanska? „Þegar ég vann á Ítalíu, árin 1968 og 1974, var aðeins einn japanskur veitingastaður þar. Þeim hefur fjölgað geipilega síðan. í New York einni voru japanskir veitingastaðir um 20 þegar ég flutti þangað fyrir tveimur áratugum. Nú eru þeir hvorki meira né minna en 250 tals- ins. Það segir talsverða sögu um þróunina. Útflutningur á japönskum veit- ingastöðum helst nokkum veginn í hendur við útflutning á japönsk- um fyrirtækjum. Því held ég að það sé einungis spurning um tíma hve- nær japanskir veitingastaðir verða jafnvíða og kínverskir. Ég hef trú á því að japanskur veitingastaður, einn eða fleiri, verði komnir í Reykjavík innan 10 ára.“ - Telur þú að það gæti verið rekstrargrundvöllur fyrir japansk- an stað í Reykjavík nú í allri þeirri samkeppni sem ríkir á markaðnum hér? „Já, ég hef trú á því. Það þyrfti ákveðna þolinmæði í um það bil ár á meðan staðurinn væri að koma sér upp föstum viðskiptahópi en þá ætti að geta verið kominn góður rekstrargrundvöllur. Ég held samt að nauðsynlegt sé að hafa japansk- an matreiðslumann sem þekkir vel allar hefðir japanskrar matargerö- arlistar. Það gerir þó erfiðar um vik hve há gjöld og tollar eru lögð hér á matvæli. Japanskur matur hefur ekki verið vel kynntur hér á landi. Ég hef gert mér ferðir í fjölmargar bókabúðir á höfuðborgarsvæðinu. í þeim er að finna matreiðslubækur um kínverskan, ítalskan, viet- DV-myndir JAK allt öðru vísi en sú kínverska, er mun bragðsterkari. Er einhver munur á þeim? „Sojasósa er framleidd á mjög mismunandi máta eftir fram- leiösluaöila. Japanir leggja mikla áherslu á að sojasósan sé búin til úr sojabaunum, þær séu uppistað- an. Við höfum einnig mjög ákveðn- ar reglur um hvemig hún er fram- leidd, hún er geymd í eitt ár til að geijast og síðan kreist. Kínverjar, Malasíubúar og fleiri þjóðir búa oft til soju úr fiskafurðum. Það kæmi aldrei til greina hjá Japönum." sagðiTsuneo. ÍS namskan, indverskan og margs konar annan mat. Ég fann hins vegar hvergi matreiðslubók um japanska matarhefð," sagöi Tsuneo. Ýmislegt sem hækkarverðið - Margir halda því fram að þeir hætti sér ekki inn á japanska veit- ingastaði vegna þess að þeir séu dýrari en aðrir. Er það rétt? „í sumum löndum eru japanskir veitingastaðir dýrir. í New York eru réttirnir seldir á um þriðjungi hærra verði en þeir eru seldir á hér á Hótel Borg. í heimalandinu, Jap- an, þurfa þeir þó ekki að vera svo dýrir, þar er verðið um helmingi lægra en í New York. Ein af ástæðum þess að japanskir matsölustaðir eru dýrir utan heimalandsins tel ég vera þá að japanskir matreiöslumenn veröa að flytja inn ýmislegt af því hráefni sem þeir nota við matargeröina. Það hækkar verðið, sérstaklega þegar lögð eru á há gjöld eða háir tollar." - Japanska sojasósan smakkast Fjölmargar afurðir eru notaðar i japönsku sushi réttina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.