Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Side 18
18
LAUGARDAGUR 14: ÁGÚST 1993
Dagur í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur alþingismanns:
Annasamur „frídagur"
Þó að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaöur eigi að heita í fríi er nóg að gera hjá henni. DV-mynd JAK
„Ég vaknaði klukkan rúmlega níu
við það að Hrafnkell, yngri sonur
minn, sem er 7 ára og skríður gjarn-
an uppí á nóttunni, var vaknaður og
fannst tímabært að koma sér á fæt-
ur.
Eldri sonur minn, Sveinbjörn, 10
ára, var síðan vakinn. Það tekur allt-
af svolítinn tima að koma sér á fætur
þar sem leita þarf að fótunum frá í
gær. Þeir höfðu nú ekki grænan grun
um hvað af þeim hafði orðið. Þegar
við vorum aö borða morgunverðinn
mundi ég allt í einu eftir að ég var
bíllaus sem er skelfilegur hlutur þeg-
ar koma þarf víða við yfir daginn.
Ég hringdi því í „björgunarsveitina“
sem er tengdaforeldrar mínir.
Tengdapabbi kom og sótti okkur og
keyrði Hrafnkel til vinar síns þar
sem hann ætlaði að vera fram að
hádegi en þá fer hann á skóladag-
heimili. Því næst ók hann mér á
skrifstofuna en Sveinbjörn fór heim
með afa sínum.
Þessa dagana er ég einvöld á skrif-
stofu þingflokks Kvennalistans. Aðr-
ar þingkonur eru á ferðalögum eða
fundum. Ég byrjaði því á að hita mér
kaffi og lesa yfir skýrslur um iðnað-
armál. Þessa dagana er ég að skoða
atvinnumál enda er nýfarinn í gang
sérstakur atvinnumálahópur hjá
Kvennalistanum.
Klukkan ellefu komu til mín tvær
ungar konur úr Kvennalistanum og
vildu ræða um fund sem þær ætluðu
að hafa frumkvæði af um kvöldið.
Þær hafa mikla löngun til að tekið
verði fastar á málum er varðar kyn-
ferðislegt ofbeldi gegn konum og
börnum. Guðrún Ögmundsdóttir,
borgarfulltrúi Kvennalistans, kíkti
hér inn í hádeginu og þá kom Málm-
fríður Sigurðardóttir líka en hún
hafði verið á fundi hér fyrir sunn-
an.
Við spjölluðum um stjómarskrána
og breytingu á henni þar sem hún
situr í stjórnarskárnefnd fyrir
Kvennalistann.
Pylsa með öllu
í hádeginu
Klukkan var orðin hálftvö þegar
ég komst í hádegismat sem var pylsa
meö öllu og trópikanadjús. Þegar það
hafði verið innbyrt hringdi ég og
boðaði konur á fund um atvinnumál-
in. Þá hringdi í mig kvennalistakona
og mikil vinkona mín, Guðrún Jóns-
dóttir, en hún er núna búsett í Nor-
egi. Við mæltum okkur mót. Klukk-
an þrjú fór ég á fund í utanríkismála-
nefnd. Þar var til umfiöllunar sam-
þykkt Nato um loftárásir á liðssveitir
Serba í Bosniu-Hersegovinu. Einnig
samningaviðræður um framtíð her-
stöðvarinnar. Sá fundur stóð til
klukkan fimm en rétt áður mundi
ég eftir að við hjónin höfðum ekki
ákveðið hver ætti að sækja Hrafnkel
á skóladagheimilið. Ég þurfti þvi að
hringja í Hjörleif, manninn minn, en
náði aldrei sambandi og var heldur
orðin óróleg. Fundinum lauk þó á
hentugum tíma en þegar ég kom út
úr Þórshamri, þar sem hann var
haldinn, voru þar fiölmiðlamenn
eins og gráir kettir. Þá upphófst þessi
innri togstreita því maöur verður að
standa sig sem fulltrúi Kvennalist-
ans, tala við fiölmiðlá og koma sjón-
armiðum flokksins á framfæri en
einnig verður maður að standa sig
gagnvart bömum sínum. Það hefði
ekki verið gott ef sonur minn heföi
oröið einn eftir á skóladagheimilinu
og enginn að sækja hann. Ég reyndi
því að afgreiða fiölmiðlana eins fljótt
og ég gat og húkkaði mér síðan far
með Geir Haarde upp á Bergþóru-
götu að sækja strákinn. Þar var þá
Hjörleifur mættur líka og bíllinn var
kominn úr viðgerð. Ég byrjaði nú á
að blóta þessum þarfasta þjóni allra
fiölskyldna í Reykjavík því hann er
orðinn botnlaus peningahít. Það
merkilega er að ef bíllinn er annars
vegar þá borgar maður það sem upp
er sett og lætur gera þaö sem þarf.
Borgar sex þúsund krónur fyrir eitt
gler á framljós þó maður sé með rúss-
neskar ljósakrónur heima hjá sér og
tími ekki að kaupa sér ljós þar. Ég
sá að við þessa þijátíu þúsund króna
viðgerð á bílnum fiarlægðist gamall
draumur okkar hjóna um að eignast
uppþvottavél.
Fundahöld og
rabb á kaffihúsi
Um klukkan hálfsex kíkti ég inn
hjá Herði Erlingssyni, vini mínum á
Grenimelnum, og sat þar og spjallaði
til klukkan sjö. Þá fór ég heim til
mín og borðaði nýja ýsu og nýjar ís-
lenskar kartöflur sem Hjörleifur var
búinn að sjóða. Horfði síðan á fréttir.
Klukkan átta fór ég á fund í Sókn-
arsalnum hjá konunum sem komu
til mín um morguninn. Eftir fundinn
skrapp ég á kaffihús með Guðrúnu
Ögmundsdóttur, vinkonu minni. Við
ræddum um okkur sjálfar, landsins
gagn og nauðsynjar og hvaðeina sem
okkur datt í hug. Ég var komin heim
klukkan hálfellefu og kom þá strák-
unum í rúmið. Fyrst las ég kvöldsög-
una sem að þessu sinni er Goð og
garpar úr norrænni goðafræði og
lásum við um Sigurð Fáfnisbana.
Þetta er mjög góð upprifiun fyrir mig
enda var ég farin að ryðga í goða-
fræðinni. Þegar lestri var lokið setti
ég góða plötu á fóninn, náði í Doris
Lessing og hélt áfram með þá bók
þar sem frá var horfið, bjó mér til
örbylgjupopp og hafði það huggulegt
til hálftvö þegar við Hjörleifur fórum
að sofa.
-ELA
Finnur þú fimm breytingar? 218
„Það átti ekki að vera hnýsni, en ég opnaði óvart eitt af bréfunum tit min.‘
Nafn:.........
Heimilisfang:.
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum hðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun: Aiwa vasadiskó
að verðmæti 4.480 krónur frá
Radíóbæ, Ármúla 38.
2. verðlaun: Fimm úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.950. Bækumar, sem eru í verð-
laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott-
ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og
Víghöfði. Bækumar era gefnar út
af Fijálsri Qölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 218
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir tvö hundr-
uðustu og sextándu getraun
reyndust vera:
1. Sesselja Kristinsdóttir,
Suðurgötu 16, 230 Keflavík.
2. Jóna Guðjónsdóttir,
Skipholti 45,105 Reykjavík.
Vinningarnir verða sendir
heim.