Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Page 19
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 19 Sviðsljós Elísabet og Alieen á hinu fallega heimili leikkonunnar í Bel Air. ElísabetTaylor bregst ekJd fyrrverandi tengdadóttur: Eins og bestu mæðgur Sú manneskja sem hvað harðast hefur barist gegn útbreiðslu eyðni og hefur fjaliað mikið um sjúkdóm- inn opinberlega er leikkonan Elísa- bet Taylor. I síðasta helgarblaði sögðum við frá Alieen Getty, fyrr- verandi tengdadóttur Elísabetar, sem er með eyðni á lokastigi. Alie- en sagði í því viðtali að Elísabet hefði hjálpað henni til að horfast í augu við hinn hroðalega sjúkdóm. í nýjasta tölublaði breska tíma- ritsins Hello er mikil grein og fal- legar myndir um Elísabet og Alie- en. Þrátt fyrir að Alieen sé löngu skihn við Christopher Wilding, son Elísabetar, hefur leikkonan tekið henni eins og væri hún dóttir henn- ar. Mjög vel hefur farið á með þeim. AUeen er sonardóttir auðkýfings- ins Pauls Getty. Fyrir fimmtán árum kynntist hún Christopher Wilding. Fyrir níu árum tók hún feilspor í hjónabandinu er hún hélt við kvikmyndagerðarmann í Hollywood sem var tvíkynhneigð- ur og frægur glaumgosi. Samband- ið varð lífshættulegt því Alieen smitaðist af eyðniveirunni. Hún hefur verið með lokastig sjúkdóms- ins í undanfarin þrjú ár. Hún smit- aði þó ekki fyrrverandi eiginmann sinn né heldur syni sfna tvo. Elísabet segir að margir mjög frábærlega vel i veikindum hennar. Alieen er með eyðni á lokastigi. góðir vinir hennar hafi dáið úr eyðni. Hins vegar sé það mjög erf- itt að horfa upp á einhvern í fjöl- skyldu sinni með sjúkdóminn. Alieen segir aö mjög vel hafi farið á með þeim Elísabetu frá fyrstu tíð. Hún kallar Ehsabetu ahtaf mömmu enda segir Aheen að leik- konan hafi reynst henni miklu bet- ur en foreldrar hennar. „Það hefur ahtaf veriö auðvelt að tala við hana og hún kann að hlusta," segir Alie- en. Myndimar sem fylgja Hello greininni eru allar teknar á heimih leikkonunnar í Bel Air en það mun ekki hafa verið oft sem hún hefur boöið ljósmyndurum heim til sín. VÖRUBÍLAR VMUVÉIW Loksins alvöru 4x4 vörubíll á íslandi! Kynnum Volvo FL-10 4X4 vörubílinn sem beðið hefur verið eftir og HIAB 125-4 vörubílskrana með aukahlutum. Þú getur reynsluekið Volvo FL-10 4x4 á eftirtöldum stöðum: 16.8. Hellissandur/Rif Ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur 17.8. Búðardalur Króksfjarðarnes 18.8. Patreksfjörður Tálknafjörður Bíldudalur Þingeyri Flateyri 19.8. Suðureyri isafjörður Bolungarvík Hnífsdalur 20.8. Súðavík Hólmavík Volvo - mest seldi vörubíll á Islandi. Geymið auglýsinguna BRIMBORG FAXAFENI8 • SIMI 91 - 68 58 70 ;:‘V 339-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.