Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 7 Fréttir Fulltrúar íslands í yfirheyrslu hjá GATT: Landbúnaðarstefna íslands vekur áleitnar spurningar Þrátt fyrir að lífskjör á íslandi séu með þeim bestu í heiminum er ís- lenskt atvinnulíf einhæft. Stuðning- ur stjórnvalda við landbúnað og sjáv- arútveg hefur mergsogið aðrar at- vinngreinar, ekki sístiðnaðinn. Þetta er álit eftirhtsmanna GATT sem komu hingað til lands síðasthðið haust. í skýrslu þeirra til GATT seg- ir meðal annars að íslensku atvinnu- hfi svipi til þess sem þekkist í þróun- arlöndunum. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda mættu í vikunni á fund hjá GATT í Genf til að ræða efni GATT-skýrsl- unnar. Á fundinum gafst fulltrúum fjölmargra aðhdarríkja kostur á að tjá sig um skýrsluna og beina spurn- ingum til íslensku sendinefndarinn- ar. Varðandi viðskiptastefnu íslands beindist athyglin einkum að land- búnaðarmálum, tollum og vörugjöld- um. Fram kom í máli íslendinganna að th þessa hefði innflutningur á landbúnaðarvörum verið takmark- aöur með bönnum en með niðurstöð- unni úr Úrúgvæ-samningalotu GATT yrði þar breyting á. Fulltrúi Bandaríkjanna spurðist fyrir um hvernig íslendingar ætluðu sér að gera innflutning mögulegan og vísaði th hárra tollbindinga í GATT-tilboði íslands. Þá spurðist hann fyrir um áformaða breytingu á búvörulögunum og hvernig það kæmi heim og saman við aukið inn- flutningsfrelsi. íslenska sendinefnd- in svaraði því th að lagabreytingin væri til að eyða réttaróvissu fram að ghdistöku GATT. Til stæði að upp- fylla þær skuldbindingar sem ísland hefði tekið á sig í tengslum við sam- komulagið. Fulltrúi Kanada spurðist fyrir um hvers vegna íslensk stjórnvöld heim- huðu ekki innílutning á kjúkhnga- bringum frá Kanada í síðustu viku. Svar íslendinganna var á þá leið að innflutningur heíði ekki verið bann- aður. Nauðsynleg gögn um hehbrigði hefði hins vegar skort og því hefði ekki verið hægt að tollafgreiða vör- una. Auk þessa var spurst fyrir um áhrif tollalækkana samkvæmt EES-samn- Ritstjóri Pressunnar: Yfirlýsing Vegna viðtals við Lindu Pétursdótt- ur í síðasta helgarblaði DV vih Karl Th. Birgisson, ritstjóri Pressunar, koma eftirfarandi á framfæri við les- endur blaðsins: 1. Linda gerði samning um nektar- myndatöku af henni við Björn Blön- dal, ljósmyndara, ekki Pressuna. Upp kom misskilningur þeirra á milli um á hversu mörgum síöum mynd- irnar áttu að birtast og Linda fór fram á aukaþóknun vegna þessa. Við því var orðið og Pressan tók þátt í að leysa máhð með því að bjóða Lindu auglýsingasíður th notkunar vegna módelfyrirtækis hennar. Blað- ið var ekki aðili aö samningum Lindu og Bjöms en bauð fram þessa aðstoð ef það mætti hjálpa th þess að leysa máhð, enda væri þar með lokið deh- um þeirra sem hvorugum málsaðha eru til gagns. Það samkomulag hefur Linda nú brotið. 2. Pressan á viðskipti við Bjöm Blöndal í hverri viku og hefur ekki reynt hann að öðru en heiðarleika og heilindum. Dylgjur Lindu um óheiðarleika hans eru ómaklegar, sérstaklega í ljósi ofangreinds sam- komulags um málalok. Það sam- komulag hafa hvorki Pressan né Björn brotið, heldur Linda. ingnum á viðskipti við þriðju ríki og hvaða áhrif vörugjöld hefðu á inn- flutning og samkeppni við innlendar vörur. Af íslands hálfu var gerð grein fyrir álagningu tolla eftir gerð EES- samningsins og því að vörugjöld hefðu ekki áhrif á samkeppnisstöðu. Ennfremur var spurt um sérstakt gjald á erlendan bjór. Af íslands hálfu var gerð grein fyrir forsendum þessa gjalds og fyrirætlunum um að það félh út í áfongum. -kaa REYNSLUAKSTUR Á NISSAN TERRANO H NÚUMHELGINA Fullvaxinn jeppi á fóíksbílaverði Opið laugardag og sunnudag kl.14 -17 00 'Vf.. V\s2 . ÍðMPÍ ♦* ■■■■ rs 1 'Á-£t l f . > 1 í -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.