Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 45 Sviðsljós Ted Danson úr Staupa- steini ástfanginn - hitti þá einu réttu í kvikmyndaveri Ted Danson, sem flestir kannast við úr myndaflokknum Staupasteini, sem sýndur hefur verið í sjónvarp- inu, hefur verið talsvert í sviðsljós- inu að undanförnu. Sagan segir aö leikarinn megi helst ekki stíga inn í kvikmyndaver öðruvísi en að verða ástfanginn. Það var við upptökur á myndinni Made sem Ted varð ástfanginn af leikkonunni Whoopy Goldberg. Eftir skammvinnt ástarævintýri shtnaöi upp úr hjá þeim. Síöan hófust upp- tökur á Pontiac Moon. Þar hitti hann Mary Steenburgen og það var ekki að sökum að spyija. Það var ást við fyrstu sýn og ljósmyndarar hafa ekki haft undan að smefla myndum af turtildúfunum þar sem leið þeirra hefur legið um. Upptökurnar hafa farið fram í Arizona og Utah. Ted og Mary hafa ekki farið leynt með þann hug sem þau bera hvort til annars. Haft er eftir einum starfsmanna kvik- myndaversins að Ted hafi fylgt henni hvert fótmál í kvikmyndaverinu „eins og hvolpur“. Hann hafi jafnvel staðið við hliðina á henni og látið dæluna ganga meðan verið var að farða hana. Bæði fráskilin . Ted Danson og Mary Steenburgen eru bæöi fráskilin. Ted haföi verið kvæntur í fimmtán ár en skildi við konu sína, Casey, í fyrra. Mary var gift Malcolm McDowell en hjóna- bandið entist ekki nema í tíu ár. Þau skildu árið 1990. Bæði Ted og Mary eiga böm frá fyrri hjónaböndum en kunnugir segja aö þaö sé ekki hið eina sem þau eigi sameiginlegt. „Ted og Mary hafa mjög svipaöar stjórn- málaskoöanir," segir einn vina þeirra. „Þau em eins og sköpuð hvort fyrir annað." Ted og Mary höfðu ekki þekkst lengi þegar ástin blossaði upp. Þau hafa verið óaðskiljanleg síðan. Hamingjan leynir sér ekki í svip hjónaleysanna. Parið hefur farið i langar rómantískar gönguferðir þegar það hefur átt frí frá kvikmyndaverinu. Lyle Lovett rifjar upp gömul kynni Rómantískt kvöld með fyrrverandi unnustu Óhætt er að segja.að athygli gesta í nýafstöðnu plötupartíi hafi beinst að kántrísöngvaranum Lyle Lovett og Ashley Judd. Ashley er nefnilega fyrrverandi unnusta Lovett og það þykja miklir kærleikar meö þeim um þessar mundir. Þau hafa meðal ann- ars sést snæða saman á veitingahúsi í Nashville þar sem þau sátu lengi kvölds í innilegum samræðum. Þetta þykir ekkert sérlega sniðugt hjá Lyle kallinum, sem er kvæntur „einni fallegustu leikkonu í heimi“, eins og aðdáendur Júlíu Roberts orða það. Aðrir benda á að honum sé nokkur vorkunn því að þúsundir kílómetra skilji hann og eiginkonu hans. Bent er á að Lyle og Júlía hafi aðeins veriö gift í sjö mánuði og ótrú- legt að brestir séu komnir í hjóna- bandið svo fljótt. Hvað sem því líður þá er Júlía í Hollywood þessa dagana en Lyle hefur verið að syngja um allar trissur enda mun hann bókaður marga mánuði fram í tímann. Gömul ást Ashley Judd, sem er dóttir kántrí- söngkonunnar Naomi Judd og systir Wyonnu, var í ástarsambandi við Lyle fyrir tveim árum. Var fullyrt, að Ashley, sem leikur í Systrunum, sem nú er verið að sýna á Stöð 2, heföi hafnað bónoröi Lovetts. Hann hefur þekkt Judd-íjölskylduna í mörg ár og sagðist svo ákveðinn í að kvænast Ashley að hún varð að segja honum að hægja á ferðinni. Meðan Lyle var „úti í kuldanum" fór hann að fara út meö menntaskólastelpu. Hún bað hann að bíða eftir því að hún lyki námi. Þá hitti hann Júlíu Roberts og eftir stutt ástríðuþrungin kynni gengu þau í það heilaga. Fjöl- skyldur og vinir stóðu á öndinni því aö enginn haföi átt von á hjónabandi Lyle í góðum félagsskap. F.v.: Natalie Cole, Wyonna Judd, Naomi Judd, hann sjálfur og Ashley. svona fljótt. En vegna anna hafa Lyle, sem nú er orðinn 36 ára, og hin gullfallega eiginkona hans, sem er tíu árum yngri, aöeins verið saman í saman- lagt fjórar eða fimm vikur, vanalega tvo til þijá daga í senn. Ólyginn ... að Madonna hefði þjáðst af slæmum höfuðverk. Læknar segja að slíkan höfuðverk fái þeir sem tali of mikið í bílasima. Slfk tæki eru komin á bannlista hjá söngkonunni. ...að Claudia Schiffer siglí nú um á snekkjunni Honey Fte sem áður var I elgu Kennedys for- seta. Kærastinn hennar, David Copperfield, mun hafa keypt hana fyrir nokkra milljónatugi. ... að söngvaranum fræga, Pa- varotti, eigi ekki að verða skota- skuld úr þvf að klæða af sér vetrarkuldann. Hann mun nýlega hafa pantað sex handprjónaðar siðar nærbuxur sem eiga að vernda hann frá kvefi og öðrum hvimleiðum vetrarpestum. ... að Anna prinsessa muni verða sú fyrsta ur ensku kon- ungsfjölskyldunni sem heim- sækir Víetnam. Þangað fer hún í lok febrúar eftir að hafa dvalið í Hong Kong. ... að Barry Manilow hafi beðið eldri konu að taka lagið með sér á sviðinu. í átakamikllllarfu flugu fölsku tennurnar út úr konunnl. Hún lét sér ekkl bregða, tók þær upp, stakk þeim í vasann og hélt áfram að syngja. ... að Martha Louise prinsessa hefði tekið að sér aö vera vernd- ari Barnaþorpanna SOS í Nor- egi. Sagl hefur verlð frá starf- semí þelrra hér á landi en það munu vera 30 ár siðan hún var sett á laggirnar í Noregi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.