Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Kvikmyndir Hús andanna Síðar á þessu ári verður frum- sýnd hérlendis nýjasta mynd danska leikstjórans Bille August. Myndin ber heitið Hús andanna og er gerð eftir samnefndri sögu Isa- bel Allende sem hún skrifaði 1985. Hér er um að ræöa sannkallaða stórmynd enda tóku þátt í fram- leiðslu hennar bæði Þjóðverjar og Portúgalar auk Dana. Þekktir enskumælandi leikarar voru fengnir í aöalhluverkin og stefnt á alþjóðlegan markað með myndina. En hvernig tókst til? Myndin var frumsýnd í nokkrum löndum Evr- ópu og svo auðvitað Norðurlönd- unum í október sl. og yfirleitt viö góðar undirtektir. Sérstaklega voru viðtökurnar góðar í Þýska- landi. Gagnrýnendur hafa verið mishrifnir, sumir hafa lýst yfir ánægju sinni en aðrir hafa fundiö myndinni flest til foráttu. Sýning- artími Húss andanna er 145 mínút- ur en að undanfórnu hefur Bille August verið að leggja hönd á örlít- iö styttri og hnitmiðaðri útgáfu af myndinni sem líklega verður sýnd hérlendis. Stórbrotinn söguþráður Hús andanna gerist í Suður- Ameríku og spannar 45 ár í lífl Trueba-fjölskyldunnar. Myndin hefst 1926 þegar Esteban Trueba (Jeremy Irons), þá ungur maður sem er að reyna að koma undir sig fótunum í lífinu, verður ástfanginn af hinni undurfögru heföarmey Rosu (Teri Polo). Foreldrar hennar eru samþykkir því að þau rugli saman reytunum en þegar Esteban auðgast skyndilega deyr Rosa á dularfullan hátt. Clara, yngri systir Rosu, er þekkt um allt þorpið fyrir skyggnigáfu sína enda leita þorpsbúar óspart til hennar með ýmis vandamál. Hún haföi séð fyrir dauða systur sinnar Uppreisn en þegar til kom reyndist harmur hennar svo mikill að hún hætti að tala í nokkur ár. Á meðan heldur Esteban áfram að koma sér fyrir og verður fljótlega einn voldugasti bóndinn í héraðinu. Þegar svo leiö- ir þeirra Estebans og Clöru hggja aftur saman tuttugu árum síðar fær Clara málið á ný og skömmu síðar giftast þau. Asteðahatur En þar með er ekki öll sagan sögð. Systir Estebans, Ferula (Glenn Close), býr með þeim á býlinu. Þetta er harðger kona sem alltaf klæðist svörtu og virðist hafa unun af að njósna um ástarlíf þeirra Umsjón: Baldur Hjaltason hjóna. Þau Esteban og Clara eign- ast dóttur sem hlýtur nafnið Blanca. Ein vinnukonan knýr dyra hjá Esteban og tilkynnir honum að hún hafi fætt honum barn eftir að hann nauðgaði henni nokkrum árum áður. Esteben neitar ásökun- um konunnar og vísar henni á dyr. Næst liggur leiðin til ársins 1963 þegar Blanca (Winona Ryder) er orðin 17 ára og ástfangin af ungum pilti að nafni Pedro (Antonio Banderas) sem er sonur nánasta samstarfsmanns Estebans á bú- garðinum. Esteban setur sig á móti þessu sambandi og kemur til átaka milli hans og Pedros. Ekki bætir það úr skák að Esteban kemur að systur sinni í rúminu með eigin- konu sinni. Hann rekur Ferula frá búgarðinum og reynir að neyða Blanca til að giftast evrópskum aðalsmanni. Arið 1971 er Esteban búinn að vinna sig upp í þá stöðu að vera kominn í ríkisstjóm landsins. En þessari hægrisinnuðu ríkisstjóm stafar mikil hætta af vinstri öflum sem stjórnað er af sjálfum Pedro. í lokakafla myndarinnar tekur her- inn völdin sem setur þau Blanca og Pedro í mikinn háska sem Este- ban einn getur greitt úr. En rann- sóknardómari hinnar nýju stjóm- ar er enginn annar heldur en sonur vinnukonunnar sem Estebar neit- aði að gangast við. Eins og þeir þekkja best sem hafa lesið bækur Isabel Allende er hér um að ræöa mikið bókmenntaverk sem byggist á ástum og örlögum. Þaö er erfitt að gera svona saman- þjöppuðu efni góð skil enda hafði Isabel Allende htinn áhuga á að láta gera kvikmynd eftir bókinni. Það var ekki fyrr en Bille August hafði sýnt henni myndina Palli sig- urvegari, sem hann hafði gert nokkrum árum áður, ásamt uppk- asti aö handritinu, að Isabel gaf grænt ljós á Bille sem leikstjóra. Samanþjappað efni Myndin er nokkurs konar sam- anþjappað form af bókinni þar sem hver hápunkturinn á fætur öðrum sést á hvíta tjaldinu. Húsi andanna hefur verið lýst sem tregafuhri ást- arsögu á borð við Dr. Zivago, Gone with the Wind og svo The Leopard. Bille August hefur tekist að finna einhvern meðalveg sem leikstjóri, en hins vegar eru ekki alhr sam- mála meðferð hans á bókinni, ekki síst aödáendur Isabel AUende. Það er mjög erfitt fyrir þá sem hafa les- ið bókina að ímynda sér að það sé hægt aö gera góða mynd um svona flókinn efnisþráð. En aðsóknartöl- ur sýna að Bille August hefur ekki tekist sem verst upp. ANDENES HUS 'THE HOUS£ Of THE SPIRITS" BERHD EICHINGERt>r«tmcr«cn BILIE AUGUSTi in, Að öhum ólöstuðum fer Glenn Close á kostum í hlutverki Ferula, systur Esteban. Það mæðir mikið á Jeremy Iron, sem er höfuð ættar- innar, en hann fér léttilega með sitt hlutverk eins og raunar Meryl Streep sem er orðin frekar sjald- gæfur gestur á hvíta tjaldinu. Bille August er þegar farinn að vinna að sinni næstu mynd sem er byggð á bókinni „Skrifað í snjó- inn“ eftir Peter Höeg. BiUe ætlar að halda áfram að vinna meö fram- leiðandanum að Húsi andanna en viö handritagerðina hafa þeir feng- ið til Uðs við sig Bandaríkjamann- inn Larry Gross sem hefur skrifað nokkur spennumyndahandrit. En áður en hann hefur myndatökur ætlar BUle að safna þreki því und- anfarna mánuði hefur hann verið á flækingi um allan heim við að kynna Hús andanna. Kínversk verð - launamynd Nú er farið að styttast í tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár. Sú mynd, sem taUn er líklegust til að hreppa hnossið sem besta erlenda kvikmyndin, kemur frá Kína og nefnist FAREWELL MY CONCU- BINE. Myndin hlaut gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra Leikstjórinn Chen Kaige. ásamt THE PIANO og hefur síðan hlotið íjölda verðlauna. Þetta er flmmta mynd kínverska leikstjórans Chen Kaige og sú fyrsta síðan hann gerði LIFE ON A STRING árið 1990. FAREWELL MY CONCUBINE var lengi vel bönnuö í Kína en hefur nú verið leyfö til takmarkaðra sýninga af kínverskum stjómvöldum eftir að búið er að klippa burtu sum atriðin sem stjómvöld gátu ekki feUt sig við. Myndin spannar nær mannsaldur í sögu Kína. Áhorfendur fá að kynnast gegnum líf þeirra Cheng Dieyi og Duna Xialou hvemig herfurstar réðu ríkjum í héruðum Kína árið 1925, blómadögum Peking-Ópemnnar, innrás Japana áriö 1937, innleiðingu kommúnismans og svo sjálfri menn- ingarbyltingunni. Óperuaðdáendur Áhorfendur fá fyrst að kynnast þeim Cheng og Duan á unga aldri þegar þeir era settir í þjálfun til að geta leikið í Peking-óperunni. Þeir tengjast sterkum böndum gegnum list sína sem þeir vilja lifa fyrir. Cheng er kynvflltur og þótt hann elski Duan er þar aðeins um andlega ást að ræða sem tengist hlutverkum þeirra í óperunni - Duan leikur þar Atriði úr Farewell my Concubine. kóng en Cheng ástmey hans. Þegar Duan giftist ungri stúlku, sem hafði verið ástkona hans um skeið, mynd- ast mikil spenna milU þeirra félaga sem leiðir til tímabundinna vinsUta. Leikstjórinn notar þessa efnisum- gjörð til að taka á ýmsum þáttum í stjórnmálasögu Kína. Atriðin sem sýna hvemig félagar í menningar- byltingunni fá þá félaga til að snúast hvor gegn öðrum og hvemig þeir era niðurlægðir áður en þeir era sendir í endurhæfingu, eru gífurlega sterk og sláandi. Kynvilla er einnig sterkur undirtónn í myndinni og er því ekki nema von að kínversk stjórnvöld hafi ekki verið of hrifin þegar mynd- in fór að vinna til verðlauna. Sérstök lífsreynsla Leikstjórinn Chen Kaige á ekki langt aö sækja hæfileikana því faðir hans, Chen Huaiki, var þekktur leik- stjóri. Hann segir þó að menningar- byltingin hafi haft meiri áhrif á sig sem leikstjóra en nokkuð annað í líf- inu. Kaige var sendur út í sveit í endurhæfingu og neyddur til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að faðir hans væri njósnari. Þessi bak- grunnur endurspeglast sterklega í efnisvaU Kaige og hvemig hann vinnur úr sínum viðfangsefnum. FAREWELL MY CONCUBINE er, eins og margar nýlegar kínverskar myndir sem hafa verið sýndar í Evr- ópu, afskaplega Utrík og fafleg fyrir augað. Myndin er sérlega vel gerð og vel leikin enda heldur hún áhorf- endum í heljargreipum meöan á sýn- ingu stendur. FAREWELL MY CONCUBINE verður framsýnd hér- lendis innan skamms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.