Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 23 Munstur myndað í háloftunum í frjálsu falli á 200 km hraða. „Dúkkulísurnar" skoðaðar og munstur mynduð áður en haldið er í háloftin. Með strákunum er þýskur þjálfari þeirra, Kurt Gable. íslenskir fallhlífarstökkvarar á heimsmeistaramóti í Arizona: - segir Kristófer Ragnarsson sem stökk með þremur félögum sínum „Við höfðum undirbúið þessa ferð í tvö ár og kostað miklu til. Þess vegna má segja að draumur okkar hafi ræst í ferðinni og markmiðinu verið náð,“ segir Kristófer Ragnars- son fallhlífarstökkvari sem tók þátt í heimsmeistaramóti í Arizona ásamt þremur félögum sínum, þeim Nik- ulai Elíassyni, Birgi Sigurjónssyni og Kristni Pálssyni, fyrir nokkru. Þeir félagar lentu í 21. sæti og þykir það mjög góður árangur miðað við hversu lítið fallhlífarstökk er stund- að hér á landi. Kristófer og félagar hafa áður tekið þátt í fallhlífarstökksmótum, m.a. Norðurlandamóti og íslandsmeist- aramótum. Áður en kom að heims- meistaramótinu hafa þeir þjálfað gíf- urlega mikið og farið í sex ferðir til útlanda, oftast til Flórída en einnig til Danmerkur, í þeim tilgangi. „Við höfum tekið þátt í alls kyns keppn- um, t.d. tuttugu manna keppni og fleiru þess háttar. Það sem við kepp- um í er svokallað mynsturflug. Við fiórir myndum fyrirfram ákveðin mynstur í loftinu. Við höfum 35 sek- úndur á meðan við erum í frjálsu falli til að mynda þessi mynstur. Stökkvari með myndbandsvél stekk- ur alltaf með okkur og tekur munstr- ið upp á myndband. Dómararnir eru á jörðu niðri og fylgiast með en í fyrsta skipti núna var myndbands- maðurinn með senditæki þannig að hægt var að senda það sem hann tók upp beint til dómaranna. Tækninni fleygir mjög fram í þessu,“ segir Kristófer. Margra ára reynsla Fjórmenningarnir hafa allir margra ára reynslu í fallhlífarstökki. Kristófer byrjaði árið 1982 með Flug- björgunarsveitinni. Hann hefur stokkið rúm fimmtán hundruð stökk síðan og hefur m.a. starfað með bandaríska fallhlífahernum. Ekki er stokkið í sömu hæð hér á landi og erlendis þar sem flugvél Fallhlífar- klúbbsins er ekki nægilega kraftmik- il og góð. „Við stökkvum úr tíu þús- und feta hæð hér heima en þrettán þúsund og fimm hundruð erlendis. Við sækjumst eftir að komast í sem mesta hæð því við fáum meira út úr því í frjálsa fallinu," segir Kristófer. „Erlendis erum við með sjötíu sek- úndur í frjálsu falli áður en við opn- um fallhlífmu. Þá erum við komnir niður í tvö þúsund feta hæð þannig að við látum okkur falla um rúm ell- efu þúsund á 200 km hraða,“ segir Kristófer. Væntanlega fá einhverjir í magann bara við tilhugsunina en Kristófer segir aö það tilheyri hverju falli að kvíða pínulítið fyrir. Þó mun það ekki vera fyrir lofthrædda að stökkva úr flugvél. „Hræðslan er í raun öryggisventill á stökkið. Við finnum alltaf fyrir þessari spennu og það getur tekið nokkur stökk að láta sér líða vel í fallinu," segir hann. Frakkar sigruðu „í heimsmeistarakeppninni þarf fleira en eitt stökk þvi keppendur þurfa að stökkva þrisvar í fyrstu at- rennu, síðan átta stökk og þeir sem komast í úrslit stökkva enn fleiri. Á fjórða tug liða tók þátt í keppninni. Frakkar unnu, Bandaríkjamenn urðu í öðru sæti, Danir í því þriðja, síðan Rússar, Svíar og Finnar. Okkar árangur er mjög góður miðað við að við komum frá íslandi. Margir af þeim sem þarna keppa eru atvinnu- menn sem hafa stokkið yfir tíu þús- und stökk. Yfirleitt voru menn með langan bakgrunn í stökkinu.“ Kristófer og félagar hans voru með þýskan þjálfara með sér. Mikil vinna liggur að baki hverju stökki því þeir þurfa að vera með ákveðin munstur á hreinu og ekki þýðir að gleyma sér í háloftunum. „Þjálfarinn tekur myndir af okkur þegar við erum að fljúga saman, sleppa og mynda munstur. Við þurfum allir að sleppa á sama andartakinu og taka grip hnífjafnt þannig að ekkert má út af bera. Erflðast er að muna öll munstr- in en venjulega eru sex munstur í hverju stökki. Síðan eru þau endur- tekin frá byrjun. Það eru mjög mikl- ar hreyfingar á meðan á þessu stend- ur, við erum að snúa eða eitthvað að gera meðan við follum niður á þessum mikla hraða. Það er því eins gott að hafa einbeitingu í lagi,“ segir Kristófer ennfremur. Kostaði sex milljónir Þeir félagar hafa nú náð settu marki og segjast vera að ná sér fjár- hagslega eftir ævintýriö. Undirbún- Kristófer Ragnarsson, fallhlífarstökkvari og kennari, ánægður eftir ævintýra ríka dvöl á heimsmeistaramótinu í Arizona. DV-mynd GV/ Kristófer tók þessa mynd af félögum sínum í Arizona, Nikulai Eliassyni, en hann býr i Flórída, Birgi Sigurjóns- syni, sem er tölvusérfræðingur í Noregi, og Kristni Pálssyni, radíóvirkja í Radíóbúðinni. Svifið um loftin blá. ingurinn og þátttakan fyrir heims- meistaramótið kostaði þá um eina og hálfa milljón á mann. „Þetta var samt hverrar krónu virði. Við þurft- um að borga myndatökumann, þjálf- ara, flugvélar og margt fleira. Þetta var mikil upplifun og hlutur sem maður gerir ekki aftur,“ segir hann. „Við ætlum reyndar að fara til Flórída um páskana og kenna nokkr- um íslendingum fallhlífarstökk en einn okkar, Nikulai, býr þar. Við verðum tveir kennarar sem stökkv- um með nemendunum en áður erum við búnir að kenna þeim öll öryggis- atriði, neyðartilvik og hvernig fall- hlífin virkar á jörðu niðri. Þegar kemur að stökkinu höldum við tveir í nemandann en hann opnar sjálfur fallhlífma eða við grípum inn í auk þess sem nemandinn er með sjálf- virkan opnunarbúnað ef annað bregst.“ Þess má geta að mun betra er að stökkva í hita en kuldanum hér heima. Mikill áhugi er á fallhlífar- stökki í Bandaríkjunum og sérstak- lega á heitari svæðum eins og Flórída, Kaliforníu og Arizona. Frakkar hafa einnig staðið mjög framarlega en mikið er stokkið í Suð- ur-Frakklandi. Konur allt of fáar Kristófer hefur kennt fallhlífar- stökk hér á landi og erlendis. Hann mun hefjast handa við kennslu strax í maí en ekki eru margir sem hafa ánetjast sportinu. „Ég býst viö að það sé vegna þess hversu dýrt þetta er,“ segir Kristófer. „Það er svo mikill kostnaður í kringum þetta eins og tlugvéhn og búnaður þannig að nám- skeiðið kostar 75 þúsund krónur með tveimur kennurum og sérstökum búnaði. Hins vegar er gjaldið mun lægra en annars staðar í heiminum." Kristófer segir að kon'ur séu mjög öflugar í fallhlífarstökki annars stað- ar en á íslandi. „Þegar ég var í Sví- þjóð var um það bil einn þriðji stökkvara konur," segir hann. „Það er mjög sérkennilegt hér á landi hversu fáar konur stökkva. Tvær fóru út um jólin og lærðu í Flórída. Það er aðeins ein í viðbót sem stekk- ur hér á landi. íslenskt kvenfólk er alltof rólegt í þessu,“ segir Kristófer. Þær konur sem áhuga hafa á fallhlíf- arstökki eiga möguleika í sumar að taka sig á og prófa. „Öryggið er oröið svo gífurlega mikið og miklu meira en það var þegar ég byrjaði. Nú er þessi sjálfvirki opnunarbúnaður og stökkvarar eru alltaf með tvær fall- hlífar. Það er því nánast ómögulegt að fallhlífin opnist ekki,“ segir ofur- maðurinn Kristófer Ragnarsson. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.