Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. George Eliot; Middlemarch. 2. Bernard Cornwell: Rebel. 3. Robert James Waller: The Bridges of Madison County. 4. Danielle Steel: Mixed Bfessings. 5. Helen Forrester: The Liverpool Basque. 6. Colin Forbes: By Stealth. 7. Dick Francis: Driving Force. 8. Armistead Maupin: Maybe the Moon. 9. Edith Wharton: - The Age of Innocence. 10. Robert Ludlum: The Scorpio lllusion. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Brian Keenan: An Evil Cradling. 3. Nick Hornby: Fever Pitch. 4. James Herriot: Every Líving Thing. 5. Stephen Fry: Paperweight. 6. Betty Thine: Mind Waves. 7. Stephen Briggs; The Streets of Ankh-Morpork. 8. Antonia Fraser: The Six Wives of Henry VIII. 9. Nancy Friday: Women on Top. 10. Bíll Watterson: The Days Are Just Packed. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Hoeg: Freken Smillas fornemmelse for sne. 2. Hanne Vibeke Holst: Thereses tilstand. 3. Isabel Allende: Andernes hus. 4. Johannes Mollehave: Kærlighed og dæmoni. 5. Jorn Riel: Kloften. 6. Peter Hoeg: Fortællinger om natten. 7. Peter Hoeg: Forestilling om det 20. árhundrede. (Byggt á Politiken Sondag) Dauðadómur í fimm ár Fjórtánda febrúar eru liöin fimm ár síöan klerkaveldiö í íran lýsti op- inberlega dauöadómi yfir enska rit- höfundinum Salman Rushdie vegna skáldsögunnar The Satanic Verses eöa Söngvar Satans. Stjórnin í Teher- an býöur hverjum þeim sem vill vinna verkiö tvær milljónir dala (ríf- lega 150 milljónir íslenskra króna) í ódæðislaun. Þess vegna neyðist rit- höfundurinn enn til aö fara huldu höfði undir stöðugu eftirliti öryggis- varða. Mörgum hefur þótt sem ríkis- stjórnir vesturlanda væru harla tregar til aö taka af alvöra á máli Rushdies við stjórnvöld í íran. Við- skiptahagsmunir skipta stjórnmála- menn gjarnan meira máli en mann- réttindi einstaklinga og það hefur sannast í samskiptum þeirra viö ein- ræöisstjórnina í Teheran. Slíkt er auövitað í fullu samræmi viö þá leið- togakreppu sem einkennir evrópsk stjórnmál um þessar mundir. Á fund Clintons Þó hefur baráttu Rushdies miðað nokkuð áfram síðustu misseri. Hon- um tókst þannig loksins aö fá fund með Bandaríkjaforseta til að undir- strika að bandarísk stjórnvöld telja mikilvægt að dauðadómnum verði hnekkt. Á meðan George Bush var i Hvíta húsinu var öllum samskiptum við Rushdie hafnað á þeirri forsendu að mál hans skipti bandarísk stjórn- völd engu máli. Clinton féllst hins vegar á stuttan fund með Rushdie. Hann var aö vísu fljótur að lýsa því Salman Rushdie: Fjórtánda febrúar verða liðin fimm árfrá því að klerka- veldið í íran dæmdi hann til dauða og bauð stórfé hverjum þeim sem vildi drepa hann. yfír að m.eð því að hitta rithöfundinn væri hann á engan hátt að varpa rýrð á íslam. Samt er ljóst að fundur þeirra var opinber stuðningsyfirlýs- ing sem getur haft áhrif. Umsjón Elías Snæland Jónsson Á síðasta ári átti Rushdie hhðstæða fundi með John Major, forsætisráð- herra Breta, og reyndar forystu- mönnum fleiri ríkja. Evrópuþingið samþykkti líka nýveriö stuðning við Rushdie og hvatti íran til að aflétta dauðadómnum. Allt eru þetta jákvæð skref, enda telur Rushdie að verulega hafi áunn- ist í baráttUnni að undanfórnu. Skáldsaga í smíðum En hann veröur enn um sinn að vera í felum og getur ekki um frjálst höfuð strokið. Árásir sem gerðar hafa verið á tvo þýðendur Söngva Satans (annar þeirra var drepinn) og norskan útgefanda bókarinnar eru líka stöðug áminning um alvöru málsins. Slíkt felulíf er auðvitað hverjum manni mikil kvöl. „Ég hef glatað frelsi mínu, heimili, Ijölskyldu og daglegu lífi, og vil fá það aflt aftur,“ sagði Rushdie eitt sinn. Baráttan fyrir afnámi dauðadóms- ins hefur líka tekiö mikinn tima og orku. „Ég get ekki haldið áfram þess- ari baráttu endalaust," sagði hann við blaðamenn nýlega. „Það verða aðrir að taka að sér að bera merkiö um stund... Enda snýst þetta mál ekki um mig sem einstakling heldur um það grandvallaratriði að rithöf- undar séu ekki drepnir fyrir að skrifa bækur.“ Rushdie hyggst á næstunni reyna að sinna eiginlegu hlutverki sínu - að skrifa. Hann hefur unnið að gerð nýrrar skáldsögu síðustu tvö árin og ætlar nú að reyna að einbeita sér að ritun hennar. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. V.C. Andrews: Ruby. 2. Dean Koontz: Winter Moon. 3. Thomas Keneally: Schindler's Líst. 4. John Grisham: The Pelican Brief. 5. Richard North Patterson: Degree of Guilt. 6. Timothy Zahn: The Last Command. 7. Jude Deveraux: The Invitation. 8. Steve Martini: Prime Witness. 9. James Patterson: Along Came a Spider. 10. John Grisham: A Time to Kill. 11. Dick Francis: Driving Force. 12. Iris Johansen: The Beloved Scoundrel. 13. Anne Rice; Interview wíth the Vampire. 14. Stephen King: Dolores Claiborne. 15. Danielle Steel: Mixed Btessings. Rit almenns eölis: 1. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 2. Thomas Moore: Care of the Soul. 3. Rush Limbaugh: The Way Things Ought to Be. 4. Maya Angelou: I Know why the Caged Bírd Sings. 5. Nellie Bly: Oprah! 6. Peter Mayle: A Year ín Provence. 7. Michael Jordan: Rare Air. 8. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 9. Ann Rule: Everything She ever Wanted. 10. Gail Sheehy: The Silent Passage. 11. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 12. Deborah Tannen: You Just Don't Understand. 13. Robert Fulghum: Uh-oh. 14. James Gleick: Genius. 15. Norman Maclean: Young Men 8t Fire. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Nýjung í augnlækningum: Homhimna ræktuð í tilraunastofunni - von um endurheimta sjón fyrir þúsundir manna Margir eygja nú von um að endurheimta sjónina með hornhimnu sem hefur verið ræktuö i tilraunastofunni. Tyrkir fyrstir til að vefa Foraleifafræðingar við upp- gröft í suðausturhluta Tyrklands hafa fundið heimsins elsta bút af vefnaði. Efnið er níu þúsund ára gamalt og var áfast við verkfæri og varð- veitt af kalklögum. Uppgötvun þessi þýðir að mannskepnan hafi verið farin að vefa sér efni í klæði eitt þúsund árara fyrr en áður var taflð. Sérfræöingar segja að efniö hafi fyrst veriö notað í föt en síðan sem klútur og vafið utan um handfang á verkfærinu. Sníkjudýr látin stjóma Bandarískir vísindamenn hafa gert tilraunir með að láta snikju- dýr stjórna skordýrinu sem þau lifa á og gera sér vonir um að þannig verði hægt að búa til nátt- úrulegt skordýraeitur. Þeir fluttu sníkjudýr af mý- flugu yfir á ávaxtaflugu sem síð- an paraöi sig með ósmitaðri ávaxtaflugu. Árangurinn varð sá aö egg þeirra drápust. Þetta gæti þýtt að hægt yrði aö senda smituð skordýr út meöal ættmenna sinna sem eins konar lifandi tímasprengjur og fækka þannig skordýrum á ræktarlandi. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Þúsundir manna, sem hlotið hafa skaða á hornhimnu augans, geta nú gert sér vonir um að fá nýja horn- himnu sem ræktuð er úr framum inni á tilraunastofu. Vísindamönn- um frá fyrirtækinu Bio Surface Technologies í Cambridge í Massa- chusetts í Bandaríkjunum hefur tek- ist aö rækta stóra samhangandi hornhimnufleti úr aðeins örfáum hornhimnuframum. Skaði á homhimnu getur leitt tfl blindu að hluta til eöa öllu leyti þar sem erfitt er að gera við himnuna. En með tilkomu tækninnar til aö rækta homhimnur í tilraunastof- unni eygir fólk nú möguleika á því að geta endurheimt sjónina. Skurðlæknar hafa til þessa átt um tvo kosti að velja þegar þeir hafa meðhöndlað homhimnuskaða. Þeir hafa annaðhvort þurft að flytja tvo homhimnufleti sem hvor um sig er þrjátíu fermillímetrar að stærð frá heilbrigðu jaðarsvæði augans þar sem hornhimnufrumurnar þroskast. Þegar framumar hafa þroskast flytja þær sig inn að miöju sjúka augans þar sem þær koma í stað frumnanna sem ýmist eru dauðar eða deyjandi. Hinn kosturinn var sá að flytja heila homhimnu úr nýlátnu fólki yfir í sjúklinginn. Nú nægir það skurðlæknunum hins vegar að fjarlægja einn fermillí- metra af hornhimnu frá augnjaðrin- um, rækta frumurnar í tilraunastof- unni og eftir nokkrar vikur hafa þeir í höndunum homhimnu á stærð við andlit sem hægt er að skipta niöur þannig að hún gagnist mörgum manneskjum. Hornhimnurnar vaxa mifljón sinn- um hraðar við ræktunina í tilrauna- stofu en þær gera í mannslíkaman- um. Tflraunir með kanínur, sem eftir á að gera, eiga að ryðja síðustu hindr- uninni úr vegi vel heppnaðs horn- himnuflutnings þar sem sjálf flutn- ingstæknin hefur ekki-verið fullmót- uð. Engin sjóndepra af vondu Ijósi Augu manna bíða þess ekki skaða þótt lesið sé við lélegt ljós. Það er tröllasaga, alveg eins og sú trú margra að maður skemmi í sér augun með því að nota gler- augu sem ekki eru gerð fyrir augu manns. Mann sjá bara hins vegar ekki eins skýrt og ella. Mestu vandkvæðin við aö lesa í lélegu ljósi eru þau aö augun þreytast fljótt og erfiðara reynist að halda einbeitingunni. Hjá börnum getur dauft ljós aftur á móti dregið úr lestraránægjunni. Kattaheilinn hefur minnkað Heimiliskettirnir okkar hafa að- eins tvo þriðju hluta þeirra heila- frumna sem vifltir forfeður þeirra höíöu. Þetta kemur fram í samanburði sem gerður var á heimilisköttum og spænskum villiköttum sem taldir eru líkjast þeim villiköttum sem lifðu í Norður-Afríku og Evr- ópu iyrir tuttugu þúsund áram. Munurinn helgast af því að villikettir fortiðarinnar veiddu á daginn en ekki að nóttu tii eins og venjulegir kettir gera og það gerði sérstakar kröfur til sjónar- ínnar og þar með til fjölda heila- framnanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.