Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 9 Sviðsljós Veröandi foreldrar með lækninum dr. Antinori sem hefur hjálpað fimm hundruð konum að verða mæður. Umdeild tæknifrjóvgun: Hún er 63 og eign- astbarn í sumar Rosanne og tilkynnir að bamið sé drengur. Langlífl er algengt í ætt- inni, menn verða yfirleitt níræðir þannig að Rosanna horfir björtum augum til framtíðar. „Þar fyrir ut- an er fullt af frænkum og vinkon- um sem eru tilbúnar til að líta eftir með þeim litla. Barnið er gjöf guðs til mín,“ segir Rosanna. „Þessi litli drengur er sendur til mín í staðinn fyrir Riccardo og hin sjö börnin sem ég fékk aldrei að eiga,“ segir hún. „Ég veit aö mörgum finnst þetta ónormalt en í mínum huga er þetta kraftaverk." Rosanna segist hafa verið gömul frumbyrja þegar hún eignaðist Riccardo, þá 43 ára gömul. „Mikil- vægast er að ég treysti mér til að sjá um bam. Eg á næga orku og ástúð til þess,“ segir hún. „Eftir að ég fékk homóna líður mér betur nú en þegar ég var 35 ára,“ segir Rosanna. 59 ára fæddi tvíbura Bresk kona, 59 ára gömul, fæddi tvíbura á jólunum. Hún hafði einn- ig leitað til læknisins Severino Antinori. Á undanfórnum sjö ámm hefur hann hjálpað fimm hundruð konum að eignast börn. „Ef kona er sterk og heilbrigð og mér sýnist aö hún muni verða heimsins besta mamma skiptir það öllu máli,“ seg- ir hann. „Mér finnst að konur eigi rétt á að verða mæður þegar þær langar tíi þess. Kona sem er 25 ára þarf ekki endilega að vera í betra formi til að eiga barn en helmingi eldri kona.“ í kjölfar tvíburafæðingarinnar í Bretíandi hefur oröið mikil um- ræða um tæknifrjóvgun. Ekki bætti úr skák þegar svört kona eignaðist hvítt barn eftir að hafa fengið egg og sæði úr hvítu fólki. Þannig geta læknar leikið sér með mannfólkið. Umræðan einskorðast ekki við Bretland því víða um heim hafa farið fram miklar umræður um tæknifrjóvgun. Búast má við að þær verði ekki minni í sumar þegar hin 63 ára Rosanna mun eignast soninn. Gaman væri að vita hver er elsta móðir smábarns á íslandi. Vinsam- legast látið vita til helgarblaðs DV. Rosanna Della Corte, sem er 63 ára, hafði misst fóstur sjö sinnum þegar hún loksins varð ófrísk og eignaðist son. Hann var hennar líf og yndi. En Rosanna missti soninn, Riccardo, líka. Hann fórst í bíl- slysi, aðeins 17 ára gamall, árið 1990. Rosanna og eiginmaður henn- ar, Mauro, sem er 65 ára, urðu harmi slegin. Þau reyndu að ætt- leiða barn en fengu einungis þau svör að þau væru of gömul til þess. Þá fékk Rosanna þá hugmynd að eignast barn sjálf. Hún fór til lækn- isins, Severino Antinori, sem vor- kenndi henni. Eftir nokkrar rann- sóknir frjóvgaði hann egg úr yngri konu með sæði úr eiginmanninum Mauro. „Nú er ég ófrísk og bíð spennt eftir að barnið fæöist," segir Rosanna Della Corte með mynd a< syninum Riccardo sem lést í bíl- slysi þegar hann var sautján ára. Hún gengur nú með annan son þrátt fyrir að vera orðin 63 ára. Okeypis Fríðindakort og glæsilegur blekpenni að gjöf! *Veldu þér eina af þessum þremur metsölubókum á ótrúlegu verði, aðeins 495 kr., sem sérstakt inngöngutilboð í bóka- klúbbinn Nýjar metsölubækur ! Glæný innbundin metsölubók á gjafveröi, aöeins 495 krónur! Mánaðarbækur bókaklúbbsins Nýjar metsölubækur munu kosta 995 kr. Verð hliðstæðra bóka á almennum markaði er 2.480 kr. Fríöindakort fjölskyldunnar ókeypis! Á þriðja hundrað aðilar í verslun og þjónustu Glæsilegur blekpenni aö gjöf ef þú tekur tilboöinu innan 10 daga! Áætlað verðmæti pennans er 2.50Q kr. Síminn er (91) 688 300 VAKAHELGAFELL 'Iil mót.i víó úhkir jiinur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.