Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 11 Sviðsljós Oprah Winfrey ásamt kærastan- um Steadman. Gott afmæli hjá Oprah Winfrey Sjónvarpskonan bandaríska, Oprah Winfrey, varö fertug fyrir nokkrum dögum og hélt upp á afmæli sitt meö stæl enda ein auðugasta kona heimsins. Oprah hefur vakið mikla athygh fyrir rabbþætti sína en þar hefur hún fengiö frægt fólk til að tala hrein- skilnislega um ýmsa persónulega hluti sem ekki hafa verið á allra vitorði. Meðal viðmælenda henn- ar má nefna Michael Jackson en Oprah er eina sjónvarpsmann- eskjan sem hefur fengið leyfi til að koma heim til hans. Oprah á þó við vandamál að stríða eins og flestir aðrir - það er baráttan við aukakílóin. Hún hefur verið akfeit, svo vægt sé til orða tekið, en síðan tekið sig verulega á eins og nú. Oprah mætti nefnilega tággrönn í af- mælisboðið sitt eins og sjá má á myndinni þar sem hún er með kærastanum, Steadman. Oprah hélt samkvæmi með tuttugu gestum í veitingahúsinu La Orangerie í Beverly Hills. Meðal gesta hennar voru Steven Spielberg, Kate Capshaw, Maria Shriver, Nastassja Kinski og Qu- insy Jones sem rekur Kinski rembingskoss á myndinni. Oprah leigði þotu sem flutti hana frá Chicago til Los Angeles og tók á leigu þijár svítur í Bel Air hótel- inu þar sem hún og nokkrir gesta hennar gistu. Nastassja Kinski og Quinsy Jo- nes. Súperfyrir- saetan og nýi kærastinn Súperfyrirsætan Claudia Schiffer tók sér smáfrí frá störfum fyrir stuttu til að njóta lífsins í New York með nýjasta vininum, millanum David Copperfield. Claudia, sem er 23ja ára gömul, hefur áður verið bendluð við söngvarann Peter Gabri- el og Albert prins í Mónakó. Hins vegar sýndist mönnum að Claudia og David skemmtu sér hið besta er þau komu í veitingastaðinn Planet Hollywood og sambandið virkaði meira en kunningsskapur. Claudia og David nutu lifsins í Stóra eplinu og heimsóttu meðal annars Metropohtan listasafnið áður en þaú fengu sér að borða og kíktu síðan inn á Webster Hall nætur- klúbbinn. Súperfyrirsætan hefur nú verið á toppnum sem módel í fimm ár og frægð hennar virðist stöðugt ‘fara vaxandi. Claudia hefur sagt að þegar hún verði 25 ára ætli hún að hætta sem fyrirsæta. Hana langar að eign- ast barn - en ekki samt strax. Tennisstjarnan Boris Becker er orðinn faðir. Eins og við skýrðum frá fyrir stuttu átti hann von á frumburðinum ásamt eiginkonu sinni Barböru. Og nú er fæddur lítill sonur sem hefur verið gefið nafnið Noah Gabriel. Barbara og Boris gengu í það heilaga aðeins viku áður en sá litli leit dagsins Ijós en þau hafa verið saman i tvö ár. Barbara er 27 ára en Boris 26. Myndirn- ar voru teknar þegar sá litla var aðeins fjögurra daga gamall. Það vakti athygli blaðaljósmyndara i New York í síðustu viku að sjá fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, Jackie Kennedy Onassis, á gangi í Central Park ásamt hinum myndarlega syni sinum, John, og vini til margra ára, Maurice Tempelsman. Veðrið í New York hefur verið mjög slæmt undanfarið, eins og víðar i Bandaríkjunum, og því voru þremenningarnir vel dúðaðir í snjón- um. John Kennedy yngri hefði þó mátt klæða sig betur miðað við veður. Mæðginin eru bæði búsett í New York og vegfarendur, sem fylgdust grannt með ferðum þeirra, sáu á eftir þeim inn í hús hennar við Fimmta stræti. HAGÆÐA SJQNVARPSTÆKI Hitachi er gamalreynt gæöamerki Þessi nýju tæki eru uppfull af tækninýjungum 28 tommu BlackMask Permachrome flatskjár með CTI skerpufilter Víöómur 2x30W ásamt djúpbassa- hátalara (SubWoofer) íslenskt textavarp með topptexta Aðgerðir birtast upp á skjá 3 scart-tengi og S-VHS tengi Hljómburður og myndgæði eru helstu aöalsmerki Hitachi Þú verður að koma til að sjá og heyra SÉRSTAKT TÍLBOÐ 119.000- GERÐ CL-2864- RÉTT VERÐ KR. 144.000- MUNALÁN, VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 HITACHI 15-30% afsláttur af vönduðum þýskum sófasettum. Opið laugardag Nýborg c§3 10-16 Ármula 23. Sími 812470

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.