Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Sérstæð sakamál Ást og fingraför Peter. Sumum þykir sagan af Diane Storeman minna mest á gaman- mynd þótt í raun hafi atburðarásin ekki verið neitt gamanmál. Þess vegna er hún enn af og til til um- fjöllunar á Bretlandi þótt nokkuð sé hðið síðan málið var leitt til lykta. Atburðarásin, sem hér er lýst, hófst á krá í Leeds. Þar sat Diane Storeman, þá þrjátíu og sjö ára, með vinkonu sinni yfir drykk. Við næsta borð sat Leslie Kendall, þá tuttugu og sjö ára, ásamt vini sín- um, Brian Gaines. Skammt var milli borðanna og tóku ungu menn- irnir konurnar tali. Þegar kráarset- unni lauk fylgdi Leslie Diane heim og á tröppunum kvöddust þau með kossi. En þessi koss kveikti mjög sterkar tilfinningar hjá Leslie. Hann bauð henni því út næsta kvöld. Þótt Leshe væri orðinn tuttugu og sjö ára var hann htt reyndur í ástamálum. í raun hafði hann að- eins einu sinni verið með konu, gleðikonu, og eins og hann sagði sjálfur síðar: „Hvað tilfinningar snerti hefði hún eins getað selt mér eitt pund af tómötum.“ Sambúð Kvöldið eftir að þau hittust á kránni fór Leshe út með Diane og því kvöldi lauk með kennslustund í listinni að elska. Henni gat hann ekki gleymt og nokkrum dögum síðar fluttist hann inn til Diane. Hann setti það ekki fyrir sig þótt hún væri tíu árum eldri en hann og ætti fjögur börn, Peter, þrettán ára, Jenny, ellefu ára, Susan, níu ára, og Gihian, sjö ára. Nú var Diane orðin hans og þau gætu ver- ið saman framvegis. Eftir nokkurn tíma gerði Leshe þá játningu fyrir Diane að laun hans sem bílaviðgerðarmanns dygöu engan veginn til þess að standa undir útgjöldum hans og því færu þeir Brian stundum í inn- brotsferðir á kvöldin. Diane tók þessu ekki þunglega og nokkru síð- ar gerðist hún bhstjóri hjá þeim félögum þegar þeir fóru í innbrots- ferðimar. Og ekki leið svo á löngu þar til Peter, sonur Diane, slóst í för með þeim sem aðstoðarmaður. Leshe hefði gjarnan viljað kvæn- ast Diane en hún leit hins vegar svo á að ekki lægi neitt á. Næstu níu árin bjuggu þau svo saman en þá varð breyting á högum þeirra. Efnamaðurinn Ein kunningjakonu Diane kynnti hana dag einn fyrir Henry Ward, sem var fjörutíu og niu ára, það er þremur árum eldri en Diane var þá orðin. Hann var að nokkru fatl- aður en Diane leist vel á hann og ekki gerði það Henry síður áhuga- verðan að hann átti talsvert fé. Diane fannst það góður kostur, enda var hún orðin dáhtið þreytt á innbrotsferðunum en þeim fylgdi að sjálfsögðu nokkurt álag og reyndar ætíð sú hætta að þau yrði gripin og færu í fangelsi. Hugðist hún nú söðla um og hætta afbrot- um. Diane vhdi hins vegar ekki segja Leshe frá nýja vininum. Þess í stað kom hún sér undan því að fara í innbrotsferðimar. Meðan þær stóðu yfir hitti hún Henry á laun. Dag einn stóð svo fyrir dymm innbrotsferð til Norfolk og þá greip Diane tækifærið tíl þess að giftast Henry. Hann var að vísu dáhtiö undrandi yfir því að hún skyldi vhja að þau yrði gefin saman á laun en hún skýrði máhð þannig fyrir honum að hún vhdi koma bömum sínum á óvart með nýja eiginmann- inum. Henry. Mannránið Strax eftir hjónavígsluna fluttist Diane heim th Henrys en hann bjó þá í myndarlegu húsi í Castleford í Yorkshire. Hugðust þau njóta þar hveitibrauðsdaganna í ró og næði. En þeirri ró var skyndhega raskað klukkan þrjú um nótt. Nokkru áður höfðu þeir Leslie og Peter komið heim úr innbrotsferð- inni. Þegar í ljós kom aö Diane var ekki heima og Leshe gat hvergi fundið hana gekk hann á Peter. Hann viðurkenndi loks að móðir hans hefði átt vingott við annan mann og hefði nú líklega gifst hon- um. Leshe fékk heimihsfangið hjá Peter og lagði síðan af stað ásamt Brian vini sínum th að ná í konuna sem hann elskaði. Leslie var staðráðinn í að enginn skyldi taka Diane frá honum. Þegar hann kom að húsi Henrys í Castle- ford braust hann inn í það án þess að láta mikið til sín heyra. Kom hann að hjónunum nýgiftu í rúm- inu. Brian hélt hinum hálffatlaða Henry föstum í því en Leshe stöðv- aði öll mótmæh Diane með nokkr- um kinnhestum. Hann bar hana síðan á náttkjólnum út í bíl þar sem hann skipaði Brian að hafa auga með henni í aftursætinu. Með lögregluna áhælunum Leshe tók stefnuna á Norfolk. Þar bjó frænka hans á fáfömum stað. Leiðin var um þrjú hundruð khó- metrar en það hafði í fór með sér að tekið var að birta af degi áður en komið var á leiðarenda. Um nokkra bæi og þorp var að fara og í síðasta bænum, sem þau fóru um, vom götuvitar. Á einu hominu varð Leshe að stöðva bhinn og bíða eftir grænu ljósi. Þá var orðið bjart og fólk komið á kreik. Kona, sem leið átti um homið, sá bhinn og að í aftursætinu sat kona í náttkjól. Þóttist hún viss um að konan hefði hreyft varirnar á þann hátt að hún væri að biðja um hjálp. En áður en vegfarandinn gat nokkuð gert var bíhinn þotinn af stað. Kommni tókst þó að ná skrásetningarnúm- erinu. Hún sneri sér þegar th lög- reglunnar og lýsti því sem hún hafði séð. Enginn vafi væri á því að konan hefði horft á sig biðjandi augum og sagt „hjálp“ á sinn þög- ula hátt. Þegar athugað var hver ætti bh með þessu skrásetningarnúmeri kom í ljós að það var Leslie Kend- ah. Kom lýsing konunnar á bhnum einnig heim og saman við það sem vitað var um bhinn. Handtakan Er hér var komið hafði Henry Ward fyrir ahnokkru skýrt frá ráni Diane og var nú verið að koma upplýsingum um það til fjölmargra lögreglustöðva. Var því hafin leit að mannræningjanum með konuna á náttkjólnum. Slóðin var rakin heim að húsi frænku Leslies og þar fyrir utan stóð bíhinn. Þar voru Leshe og Brian handteknir en ráðstafanir gerðar til að koma Diane aftur heim til manns síns. Þar eð þeir Leshe og Brian höfðu gerst brotlegir við lögin voru tekin af þeim fingraför. Þau voru síðan send til fingrafarasafns lögregl- unnar ef vera kynni að þeir tengd- ust fleiri afbrotum. Nú var því þannig farið að Leslie, Brian, Peter og Diane höfðu aldrei notað hanska við innbrotin. Þau höfðu heldur aldrei verið staðin að verki og fingraförin því aldrei tekin fyrr en nú af þeim Leshe og Brian. En þegar svar barst frá fingrafara- dehdinni voru þau á þá leið að þeir Leslie og Brian væru innbrotsþjóf- ar sem lengi hefði verið leitað. Varðhald og dómur Leslie og Brian voru úskurðaðir í varðhald og thskipun gefin út um handtöku Peters sem var svo yfir- heyrður skömmu síðar. Og þegar þeir höfðu gert játningu sína var ljóst að Diane hafði einnig komið við sögu afbrotanna. Saksóknari gaf fljótlega út ákæru á hendur þeim öhum. Verjandi Leslies sagði meðal ann- ars eftirfarandi í réttinum í Leeds: „Þetta var fyrsta raunverulega ástarævintýri Leshes Kendahs. í raun er hér um að ræða langa og ástríðufulla ástarsögu og það er staðreynd að fólk hegðar sér stund- um fáránlega þegar ástin er annars vegar. Diane hafði ekkert að óttast af hálfu Leslies eftir að hann rændi henni. Hann elskaði hana allt of mikiö th þess.“ MacDonald dómari komst ekki við af þessum orðum og sagði með- al annars: „Rétturinn lítur svo á aö hér hafi verið um alvarlegt afbrot að ræða og það verði ekki afsakað með ást. Ég ráðlegg Leshe Kendah að nota tímann í fangelsinu til þess að hætta með öhu aö hugsa um þessa konu því ræni hann henni aftur verður dómurinn mun þyngri en sá sem hann fær núna.“ Dómarnir Leshe Kendall fékk nægan tíma til að hugsa ráð sitt. Hann fékk þriggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna Diane og ársdóm fyrir inn- brotin. Brian Gaines fékk hálfs annars árs fangelsisdóm fyrir að taka þátt í ráni Diane og ársdóm fyrir innbrotin. Peter og Diane fengu vægari dóma. Dómarinn kvaðst taka thlit - til að þau hefðu verið undir áhrif- um frá Leshe og væri hæfilegt að þau fengju hálfs árs fangelsi hvort, skilorðsbundið. Eftir réttarhöldin gátu Diane og Peter haldið heim. Henry Ward haföi ekki uppi nein- ar ásakanir á hendur konu sinni. En skömmu síöar fluttust þau th annars bæjar þar sem minni líkur væru á að Leshe fyndi þau ef hann heföi ekki lært sína lexíu þegar hann fengi frelsið aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.