Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM' (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Afnám þrísköttunar Þingmenn eiga að sjá sóma sinn í því að samþykkja hið bráðasta þingsályktunartillögu, sem fram er komin um „afnám tvísköttunar af lífeyrisgreiðslum“ eins og þar segir. Fróðir menn hafa leitt líkur að því, að tvísköttun, eða raunar þrísköttun, lífeyris hafi komið til vegna mis- skilnings þingmanna, en ekki af illum vilja. Þarna er um að ræða hrópleg rangindi. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að þingsá- lyktunartillögunni, þau Guðmundur Hallvarðsson, Sól- veig Pétursdóttir og Vilhjálmur Egilsson. í tillögunni segir, að Alþingi álykti að fela fjármálaráðherra að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga, sem leiði til afnáms tví- sköttunar af lífeyrisgreiðslum og jafnræðis í skattalegri meðferð vaxtahluta lífeyrisins. Verzlunarráð kynnti fyrir skömmu skýrslu lífeyris- sjóðanefndar ráðsins, þar sem fjallað var um vanda líf- eyrissjóða á greinargóðan hátt. Fulltrúar lífeyrissjóðanna hafa reynt að bera brigður á upplýsingar ráðsins, en hafa í raun engu getað hnekkt. Málið er margþætt, en skattlagningin er meðal hins mikilvægasta, sem breyta þarf. Síðan á að afnema skylduaðild að lífeyrissjóðum. Horíið var frá að undanþiggja iðgjöldin frá skattlagn- ingu með skattabreytingu árið 1988, þegar staðgreiðslu skatta var komið á. Nú eru iðgjöld því skattlögð en per- sónuafsláttur hafður 2400 krónum hærri en ella, sam- kvæmt skýrslunni. Þegar kemur að því, að fólk taki líf- eyri, ber lífeyrisþega samkvæmt núgildandi kerfi að greiða tekjuskatt af tekjum, sem eru umfram skattleysis- mörk. Launþegar greiða því tekjuskatt af tekjum, sem launþegi greiddi sem iðgjald í lífeyrissjóð, 4 prósent af launum, og síðan er lífeyririnn skattlagður á nýjan leik, þegar hann er greiddur út. Þama er þvi um augljósa tvísköttun að ræða, skattlagningu, sem ekki á að tíðkast. í raun má segja, að um þrísköttun sé að ræða, því að til viðbótar tvísköttuninni eru þessar „tekjur“ skattlagðar 1 þriðja sinn, þar sem greiðslur frá Tryggingastofnun skerðast með hækkandi tekjum. „Erfitt er að trúa því, að það hafi verið ætlun löggjaf- ans að leggja svo þungar byrðar á lífeyrissparnað lands- manna, frekar er við því að búast, að menn hafi skort yfirsýn yfir lífeyrismál almennt, enda hefur lífeyriskerfið nánast gengið sjálfala frá upphafi, og engin heildstæð lög eru til um þennan málaflokk,“ sagði í skýrslu Verzlunar- ráðs. Sé það rétt ályktað, ættu þingmenn að geta lagfært þetta hið fyrsta. Skattaleg mismunun er ennfremur á ferðinni um ávöxtun launþegahluta lífeyrisiðgjaldsins, þar sem tek- inn er tekjuskattur af lífeyrisgreiðslum á sama tíma og ávöxtun annars sparifjár er skattfrjáls. Afleiðing þrí- sköttunarinnar er því, að spamaður afþessu tagi er gerð- ur óhaghagkvæmur í samanburði við aðrar spamaðar- leiðir. Þannig þvingar löggjafinn í núverandi kerfi til óhag- stæðs spamaðar, í stað þess að hvetja fólk til að leita hagstæðustu spamaðarleiðanna, þegar safnað er fyrir elhárin. Þrísköttunarkerfið er jafn óalandi, þótt fmna megi hliðstæður annars staðar á Norðurlöndum. Annars stað- ar en þar er reglan yfirleitt, að eingöngu eftirlauna- greiðslumar eru skattlagðar. I þetta sinn hefur Verzlun- arráð vakið duglega athygh á óréttlætinu. Það er þó eng- an veginn í fyrsta sinn, sem Alþingi fjallar um máhð, en th þessa hefur „kerfinu“ tekizt að drepa úrbótum á dreif. Haukur Helgason NATO vaknar af þriggja ára doða Eftir þriggja ára aðgerðaleysi gagn- vart árásarhernaði Serba á hendur öörum ríkjum, sem myndast hafa úr fyrrum Júgóslavíu, hafa ríki Atlantshafsbandalagsins loks mannað sig upp í að boða loftárásir á stórskotaliðsvirki Serba, létti þeir ekki af umsáti um Sarajevo, höfuð- borg Bosníu-Hersegóvínu. Tilefnið er sprengjuárás á mark- aðstorg í Sarajevo um síðustu helgi þar sem 68 óbreyttir borgarar tætt- ust í sundur og um 200 særöust en ástæðan fyrir breyttri afstöðu NATO er að nú er ljóst að trúverð- ugleiki bandalagsins er í veði. Á undanfórnum misserum hefur skothríð Serba drepið þúsundir og sært tugþúsundir Sarajevobúa án þess nokkuð væri að gert til að stöðva blóðbaðið. Sannleiksgildi orða bandaríska öldungadeildarmannsins, sem kvað NATO eiga um tvo kosti að velja „Out of area or out of buis- ness“ (Út fyrir svæðið eða úr rekstri), sannast æ betur. Reynslan frá upplausn Júgóslavíu rekur á eftir ríkjum Mið- og Austur-Evrópu að sækjast eftir aðild að NATO því annað dugi ekki. Sömuleiðis er at- hafnalömun Vesturlanda gagnvart yfirgangi Serba vatn á myllu rúss- neskra útþenslusinna. Meginatriðið er það sama og ver- ið hefur frá upphafi, framferði Serba gengur í berhögg við regluna um að landamærum ríkja veröi ekki breytt með valdi heldur aðeins gagnkvæmu samkomulagi. Komist þeir upp með landvinninga með vopnavaldi af Króatíu og Bosníu- Hersegóvínu, aðildarríkjum Sam- einuðu þjóðanna, getur ekkert ríki í svipaðri aðstöðu verið óhult. Það ófyrirgefanlega er að hefðu ríkisstjórnir Vesturlanda tekið rögg á sig fyrr hefði mátt afstýra miklum blóðsúthellingum og ólýs- anlegum hörmungum. James Gal- Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson vin, bandaríski hershöfðinginn sem var yfirhershöfðingi NATO þegar ófriðurinn í fyrrum Júgó- slavíu hófst, sagði í vitnisburði fyr- ir þingnefnd í Washington að sann- færing sín væri að hefði árásum Serba á borgimar Vukovar og Dubrovnik í Króatíu verið mætt á viðeigandi hátt af hálfu NATO hefði því sem á eftir fór veriö af- stýrt án verulegra mannfórna. En þegar þetta gerðist var George Bush enn við völd í Washington, staðráðinn í að forðast afskipti af Balkanmálum vegna forsetakosn- inganna sem í hönd fóra. Og NATO er þannig úr garði gert að banda- rísku undirlagi að Evrópuríkin þar geta ekki hafist handa um aðgerðir án bandarískrar forustu. Ákvörðunin sem nú hefur verið tekin í Brussel náðist aðeins fram vegna þess að stjórnir Bandaríkj- anna og Frakklands náðu loks sam- an um sameiginlega tillögugerð. Má það reyndar kraftaverk heita eftir það sem á undan er gengið því ekki er nema hálfur mánuður síöan utanríkisráðherrunum Warren Christopher og Alain Juppé lenti harkalega saman á fundi í París út af stefnu NATO gagnvart ófriðn- um í Bosníu. Þá var hluti af tillögugerð Frakk- landsstjómar að jafnframt þrýst- ingi á Serba með flughernaði ef þörf kreföi til að aflétta umsátri þeirra um Sarajevo og aðrar borgir Bosníu, sem lýstar hafa verið vemdarsvæði SÞ, yrði lagt að ófriðaraðilum öllum, Bosníustjórn, Króötum og Serbum, að ganga frá skiptingu landsins í sambandsríki. Kæmu þeir sér ekki saman yrðu ríkin, sem tekið hafa á sig skuld- bindingar til að reyna að lægja ófriðinn í Bosníu, að skera úr ágreiningi. Af 26.000 manna liði í Bosníu á vegum SÞ hefur Frakkland lagt til 6.000 manns. Núverandi sljórn í París fer ekki dult með að háfi frið- arlíkur ekki vænkast fyrir vorið taki hún til alvarlegrar athugunar að kalla herlið sitt á brott. Það eina sem breytt gæti þessari afstöðu Frakklandsstjórnar væri ef Bandaríkjastjóm fengist til að leggja fram Uðsafla til að taka þátt í vanþakklátu og erfiðu starfi liðs- aflans á vegum SÞ í Bosníu. Engar horfur eru á að stjórn Chntons for- seta taki slíkt í mál nú frekar en fyrr. Hún er hvekkt af óförunum í Sómalíu og á Haiti þar sem banda- rískt gæslulið var látið hörfa af hólmi. Komi til loftárása á fallbyssuvirki Serba verður þeim stjórnað eftir myndum frá mannlausum könn- unarflugvélum sem komið verður um gervihnött til móttökustöðva í Albaniu. Fullyrt er að með þessu móti geti árásir orðið afar ná- kvæmar. Máske verður vitneskja um það til þess að Sebar efni nýgef- iö loforð um að fjarlægja stórskota- liðsvopnin cif sjálfsdáðum. Sir Michael Ftose, yfirhershöfðingi liðsafla SÞ í Bosníu, (t.v.) tilkynnir samþykki Serba við brottflutningi þunga- vopna umhverfis Sarajevo og bendir á André Soubirou hershöfðingja sem á að fylgjast með framkvæmdinni. Simamynd Reuter Skoðanir aimarra Alger peningaeyðsla „Flestir skattgreiðendur ímynda sér líklega að lítil efnahagsaðstoð okkar viö erlend ríki, rétt innan við tveir milljarðar punda á ári, fari til mjög fátækra landa þar sem börn svelta eða eru veik, þar sem hreint vatn og matur eru af skornum skammti. Þeim bregður því kannski við að uppgötva að fé skuh yfir- leitt vera sent til Malasíu, lands þar sem hagvöxtur er um 8 prósent á ári og sem er á góðri leið með að skipa sér í hóp „efnahagslegra tígrisdýra" Suðaust- ur-Asíu.“ Úr leiðara Independent on Sunday 6. febrúar. Slæmt í Kína „Árleg skýrsla utanríkisráðuneytisins um mann- réttindamál dregur upp dökka mynd af lögreglurík- inu í Kína þar sem upplýsingar um pyntingar, þving- aðar játningar og langa fangelsisdóma fyrir hug- myndafræðilega „glæpi" eru skjalfestar. Hvíta húsið verður að ákveða í vor hvort Kínverjar fái áfram að njóta lágra innflutningstoha til Bandaríkjanna. Skýrslan minnir á hversu langt í land Kínverjar eiga ætli þeir sér að uppfylla kröfur sem Chnton forseti setti í maí í fyrra.“ Úr leiðara New York Times 10. febrúar. Undarlegt með Milligan „Við munum líklega aldrei komast að öhum stað- reyndunum um hin undarlegu síðustu augnablik íhaldsþingmannsins Stephens Milligans. Það er þó ljóst að dauði hans er mikill missir fyrir fjölskyldu hans og stjórnmáhn. Að ahra áhti var hann gáfað- ur, viðkunnanlegur og hæfileikaríkur, maður sem margir töldu að hefði jafnvel komist til æðstu met- orða. Þess vegna eru andstæðurnar milli þeirrar myndar og kringumstæönanna við dauða hans svona ógnvekjandi." Úr leiðara Daily Mail 9. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.