Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Með áralanga harmsögu að baki: Frelsaðist í sj ónvarp sþ aetti - segir Þórný Sigmundsdóttir sem reyndi sjálfsmorð eftir mikla fjárhagsörðugleika „Ég var búin að vera í feluleik í sjö ár. Mér fannst ég ekki geta talað um skömm mína og því síður að ég gæti gengið um götur á Akur- eyri. Mér fannst eins og allir væru að glápa á mig. Eftir að ég mannaði mig upp í að segja sögu mína í þættinum í sannleika sagt hefur síminn ekki stoppað. Fólk er stöð- ugt að þakka mér fyrir að koma fram og hvetja mig,“ segir Þórný Sigmundsdóttir sem vakti athygli um miðjan janúar hjá Völu og Ingó í þætti sem fjallaði um kvíða. Þórný segist í fyrstu vart hafa getað hugsað sér aö ræða mál sín á opinberum vettvangi en ákvað eftir umhugsun að slá til. „Ég var að hugsa um að hætta við fram á síðustu stundu. Þegar síðan kom að mér að tala í upphafi þáttarins rann svitinn niöur eftir bakinu á mér. Ég skil ekki hvernig ég gat litið svona róleg út á skjánum," segir Þórný. „Eftir að ég lauk máli mínu fannst mér eins og ég væri frelsuð - það var mér svo mikill léttir að hafa gert þetta. Öll þau viðbrögð sem ég hef fengið hafa staðfest að ég gerði rétt,“ heldur hún áfram. „Fólk hefur meira að segja stoppað mig úti á götu og tek- iö í höndina á mér,“ segir hún. Þómý hefur átt mjög erfið ár og kom ekki allt það fram í sjónvarps- þættinum sem hún vildi sagt hafa. Hún rekur upphaf erfiðu tímanna til þess er eiginmaður hennar fyrr- verandi var bendlaður við smygl- mál sem upp kom í Sjallanum á Akureyri. „Hann var settur í gæsluvarðhald og þegar ég frétti það þaut ég heim til að fela smygl sem ég vissi um í húsinu áður en húsleit yrði gerð. Þeir fundu samt nóg til aö dæma hann og þá sem meö honum voru. Ég býst við að þetta atvik hafi skemmt hjónaband okkar," segir hún. Reyndi sjálfsmorð Þórný og eiginmaður hennar ráku barnafataverslun á Akureyri. Þau höfðu byggt sér einbýlishús og lifðu svipað og aðrir íslendingar um efni fram með talsvert miklar skuldir. „Það var síðan um jólin 1986 aö ég sá að jólasalan í búðinni yrði ekki eins og ég hafði vonast til enda voru þá hafnar verslunar- ferðir til útlanda. Verslunin stóð engan vegin undir sér. Við hjónin sáum að skuldirnar voru orðnar allt of miklar og þvi væri best að selja hús og fyrirtæki, gera nauð- ungarsamninga og byrja nýtt líf í Reykjavík. Ég sá að ég réð ekki við neitt. í janúar 1987 reyndi ég að fremja sjálfsmorð enda var ég mjög langt niðri er ég sá hvert stefndi. Ég vildi ekki viðurkenna fyrir mér að allt væri að glatast sem ég hafði lagt svo mikla vinnu í að byggja upp. Ég sá ekkert fram undan. Eg átti erfitt meö svefn og hafði fengið svefntöflur og róandi lyf hjá lækn- inum mínum. Einn morguninn, þegar eiginmaðurinn var farinn í vinnuna og bömin tvö í skólann, settist ég með pilluglasiö fyrir framan mig og sturtaði öllu í mig ásamt einum lítra af mjólk. Ég hafði ekki ákveðið þetta áður og ekkert hugsað um það. Þegar ég Þórný með börnum sinum, Örnu Hún, 15 ára, og Birni Þór, 19 ára. „Erfiðleikarnir hafa sett sitt mark á börnin." DV-myndir GVA hafði gleypt allar töflurnar úr pillu- ^— .................anfiieBii1-- "gB 'i—. mrrr--------------1 glasinu lagðist ég upp í rúm. En svo einkennilega vildi til að það var frí í skólanum hjá syni mínum þannig að hann kom heim aftur. Hann ætlaði að tala við mig en sá þá að ég var sveitt og rænulaus. Þá hringdi hann i pabba sinn og bað hann að koma strax heim. Ég var flutt í skyndi á sjúkrahús og rank- aði síðan við mér hálfum sólar- hring síðar. Eftir þetta fór ég í átta vikna meðferð hjá geðlækni. Skilnaöurá brúðkaupsafmæli Þegar við hjónin síðan ákváðum að hefja nýtt líf í Reykjavík nokkru síöar flutti hann á undan suður til að athuga með atvinnumöguleika og húsnæði. Sú ferð endaði með skilnaði þar sem hann kynntist annarri konu. Við skildum á tólf ára brúðkaupsafmæli okkar 1. júní 1987. Þegar ég kom suður var ég því atvinnulaus einstæð móðir með á aðra milljón króna skuld á bak- inu. Ég var nánast óvinnufær þar sem ég hafði ekki náð mér eftir sjálfsmorðstilraunina. Ég fékk þó vinnu um sumarið i fyrirtæki úti á Granda en sagði henni upp þegar mér bauðst vinna í banka nokkrum mánuðum síðar. Á Akureyri hafði ég unnið í banka í tíu ár og hafði því góða reynslu. í þessum banka starfaði fyrrum ástkona eigin- manns míns og hún gat ekki unað því að ég starfaði þarna. Það upp- hófst stríð milli okkar sem endaðu með því að -ég fékk uppsagnarbréf sem mér þótti mjög ósanngjarnt. Launin höfðu ekki dugaö fyrir skuldum, húsaleigu ogframfærslu. Ég þurfti því að leita til félagsmála- stofnunar og óska eftir húsaleigu- styrk. Þetta gekk ágætlega í fyrstu þó ég væri að borga stórar íjárhæð- Þórný Sigmundsdóttir er 39 ára en hún hefur upplifað mörg erfið ár og gengið í gegnum skiinað, gjaldþrot, húsnæðishrakninga og fleira. ir um hver mánaðamót. Sonur minn gat þó ekki hugsað sér að búa hér í bænum og flutti til foreldra minna á Akureyri. Atvinnulaus með miklar skuldir Vandræði mín byrjuðu fyrst þeg- ar ég missti vinnuna í bankanum. Þá hlóðust upp skuldir og mér tókst ekki að greiða húsaleigu. Ég missti húsnæðiö sem ég var í og fékk litla íbúð á Hagamel sem var alltof dýr miðað við greiðslugetu mína. Ég var búin að vera fjögur og hálft ár á biölista hjá borginni eftir að fá íbúð. Þaö var sama hvaöa pappíra ég lagði fram, ég virtist ekki njóta forgangs þrátt fyrir að ég hefði enga greiðslugetu á hinum al- menna markaði. Ég var atvinnulaus í heilt ár eftir að ég hætti í bankanum því ég hafði engin meðmæli í höndunum. Ég fékk síðan vinnu í verslun en stuttu síðar varð að fækka starfsfólkinu vegna samdráttar. Aftur varð ég atvinnulaus um langan tíma og þegar ég loks fékk aftur vinnu var ég svo óheppin að lenda í bílslysi. Ég slasaðist talsvert og var óvinnu- fær á eftir. Þannig hefur hvert ó- lánið á fætur öðru hent mig og eitt tekið við af öðru. Ég lenti t.d. aftur í bílslsysi fyrir ári og varð aftur óvinnufær. Áuk þess lenti ég í mjög erfiðri tannholdsaðgerð sem kost- aði mig tennurnar og var mjög kostnaðarsöm. Árið 1989 var ég gerð gjaldþrota sem ég tel að hafi veriö á fölskum forsendum. Ég var stööugt að greiða skuldir mínar til lögfræðingsins en svo virðist sem þeir peningar hafl ekki skilaö sér. Eg er í málaferlum vegna þess. Ég ætlaði mér aldrei að verða gjaldþrota og lagði allt á mig til aö greiða skuldimar. Sá úrskurð- ur fékk því mikið á mig. Slæm áhrif á börnin Öll þessi ógæfa hefur sett sitt mark á börnin mín tvö sem nú eru 19 og 15 ára. Þau bera þess ennþá merki. Dóttir mín lenti í slæmum félagsskap á tímabili og var viðrið- in afbrot, m.a. í sumarbústað sem mikið var talað um í fyrra, og átti þátt í ávísanafalsi. Hún var farin að prófa fíkniefni en hefur sem betur fer með hjálp góðra ráðgjafa komið sér út úr því. Börnin mín eru bæði í skóla og gengur ágætlega hjá þeim núna. Hins vegar breyttist líf þessara barna rosalega mikið frá því á Akureyri er þau fengu allt sem þau vildu og bjuggu í öryggi hjá foreldrum sínum. Allt í einu lentu þau í hrakfórum með foreldr- unum sem ollu skilnaði, miklum peningaþrengingum, erfiðleikum, flækingi og húsnæðishrakningum. Þetta hefur í sjálfu sér verið miklu erfiðara fyrir þau en mig. Það var loks fyrir einu og hálfu ári að ég fékk íbúð hjá borginni. Ég er atvinnulaus í dag og sé ekki að neitt muni breytast hjá mér á næstunni enda ástandiö orðið þannig í þjóðfélaginu. Hins vegar er ég að reyna að byggja mig upp. Það er hræðilegt að vera upp á fé- lagsmálastofnun komin. í rauninni er ég stolt og vil bjarga mér sjálf en því miður býður þjóðfélagið ekki upp á það. Öll þessi harmsaga mín er búin að skemma mig mikið og ég er í raun ekki sama persónan og áður. Mér finnst þetta allt mjög niðurlægjandi. Foreldrar mínir, systur og íjölskyldur þeirra hafa hjálpað mér mjög mikið og ég á þeim öllum mikið að þakka,“segir Þórný Sigmundsdóttir. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.