Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Óhöpp á skíðum og . ■ möguleg ráð til úrbóta Nú er kominn sá árstími þegar fjöllin fara að skarta sínu fegursta og skíðaáhugafólk hefur dregið fram skíðaútbúnaðinn. Margt ber að athuga áður en lagt er af stað upp í fjöll. Fyrst þarf að huga að skíöaútbúnaði. Hver og einn þarf að velja sér hæfilega löng skíði. Lengd skíðanna fer eftir getu hvers og eins ásamt því hvort hann er byrjandi í skiðaíþróttinni eða lengra kominn. Lengri skíði leiða til aukins hraða. Skíðaskórnir verða að vera passlegir og skíða- bindingar rétt stilltar m.t.t. þyngd- ar einstakhngs og skóstærðar. Mið- ast þetta við að hann geti losnað auðveldlega úr bindingunum ef hann dettur. Það er hægt að beita ákveðinni tækni til að kanna hvort viðkomandi losnar auðveldlega úr bindingunum. í öðru lagi ættu allir þeir sem heimsækja skíöasvæðin að kynna sér kort af svæðunum sem hanga í aðalskálunum ásamt tveimur stórum kortum sem blasa við rétt áður en komið er inn á svæðið. Brekkurnar eru merktar með ákveðnum litum þar sem svartur htur merkir mjög brött leið, rauður nokkuð brött leið, blá létt leið og græn mjög létt leið. Þessi kort gefa fólki kost á að velja sér brekkur við hæfi áður en það tekur næstu lyftu upp á topp. Að kynna sér reglurnar í þriðja lagi ættu allir að kynna sér skíðareglur svæðanna sem hanga sömuleiðis í öllum aðalskál- unum. Þær eru eftirfarandi: 1. Skíðaiðkendur velji sér brekk- ur við hæfi og hagi hraða sínum í samræmi við aöstæður og getu. 2. Skíðaiðkandi, sem ofar er í brekku, skal gæta varúðar gagn- vart þeim sem neðar erú. 3. Þegar skíðað er fram úr skal gæta þess að fara ekki of nálægt öðrum skíðaiðkendum. 4. Sá sem stöðvað hefur í skíöa- brekku en fer aftur af staö skal gæta varúðar gagnvart skíðaiðk- endum sem ofar eru í brekkunni. Það sama gildir ef skíðað er þvert yfir brekku. 5. Notkun sleða eða snjóþotna og umferð gangandi fólks er bönnuö í skíðabrekkum þar sem skíðaiðkun fer fram. 6. ÖUum skíðaiðkendum ber skylda til að hafa hemlunarbúnað á skíðunum og sjá til þess að skíða- bindingar séu rétt stÚltar. 7. AUt brun er stranglega bannað í skíðabrekkum. 8. Vinsamlegast fylgið skiltum og leiðbeiningum. 9. Skíðaiðkun undir skíöalyftum er bönnuð. 10. Brot á reglum og fyrirmælum starfsmanna varðar brottrekstur af skíðasvæðum. Rennið ykkur ávaUt í merktum troðnum brautum. Utan þeirra er- uð þið á eigin ábyrgö. Könnun á slysatíðni Fjölmörg skíðaslys eiga sér stað á ári hveiju. Sum þeirra hefði ver- iö hægt að koma í veg fyrir. Vetur- inn 1993 gerði ég könnun á slysa- tíðni í Bláfjöllum ásamt helstu or- sökum og afleiðingum. Úrtak könnunarinnar voru alhr þeir ein- staklingar sem slösuðust í Bláfjöll- um á tímabihnu 01.01.1993- 01.05.1993 og leituðu aðstoðar í Blá- fjallaskála. Þetta voru ekki aðeins einstakhngar á svigskíðum heldur einnig á gönguskíöum, skíðabrett- renndi fólk sér of hratt miðað við getu. í slæmu skyggni fór fólk hins vegar varlega. Harðfenni og þung- ur snjór jók einnig slysatíðnina. Ráð til úrbóta í ljósi þeirra niðurstaðna sem fram komu í könnuninni tel ég ráð th úrbóta vera eftirfarandi; Hefja þarf forvarnarstarfsemi í formi fyrirlestra í grunnskólum þar sem meðalaldur þeirra sem fyr- ir óhappi verða er á bihnu 14-16 ára. Veljið ykkur skíðaútbúnað við hæfi. Fáiö ráðleggingar hjá fag- fólki. Foreldrar ættu að hafa börn- in með þegar þeir velja skíðaútbún- að á þau hvort sem er til kaups eða leigu. Hér gildir ekki sú regla að kaupa nógu stórt svo útbúnaður- inn dugi í einhver ár því útbúnaður sem ekki passar barninu er slysa- ghdra í sjálfu sér. Munið eftir ör- yggishjálminum. Könnunin leiddi í ljós að áverkar á höfuð og háls eru næstalgengustu meiðslin. Það er því ekki Síður mikilvægt að börn noti hjálma á skíðum en á reiðhjól- um. Byrjendur í skiðaíþróttinni ættu að notfæra sér meira þá skíða- kennslu sem í boði er á skíðasvæö- unum. Niðurstöður úr ofan- greindri könnun sýna að meirihluti þeirra sem fyrir óhappi verða er byijendur í skíðaíþróttinni. Skoðið kort af svæðinu áður en þið takið næstu lyftu upp á topp og veljið ykkur síðan brekkur við hæfi. Kynnið ykkur skíðareglurnar og farið eftir þeim. Skíðaiðkun er skemmtileg íþrótt fyrir fólk á öhum aldri. Farið varlega. Texti: Ragnheiður Þór. Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, starfandi í Bláfjöllum Margt ber að athuga áður en lagt er af staö upp i fjöll. Fyrst þarf að huga að skíðaútbúnaöi. óhappið átti sér stað. Þetta er þó ekki alveg marktæk prósentutala þar sem fólk er ekki viljugt aö segja frá því að það hafi verið í bruni þar sem það er bannað í skíðabrekkum. Það má því gera ráð fyrir að þeir séu mun fleiri sem slasast í bruni. Rétt er að taka fram að þessir ein- staklingar voru langflestir byij- endur í skíðaíþróttinni. Aðrar orsakir voru vanstihtur skíðaútbúnaður, þá aðahega meðal byrjenda. - Bindingar ekki rétt stihtar. Af- leiðing þess var að einstaklingar losnuðu ekki úr bindingunum þeg- ar þeir duttu og hlutu þá oftast áverka á neðri úthmi, aðallega tognanir. - Of stórir skíðaskór, aðallega meðal bama, sem gerir það aö verkum að fóturinn er ekki nógu vel skorðaöur. Afleiöingin var sú aö þegar þau duttu hlutu þau áverka á ökklann. - Of stór skíði, aðallega hjá böm- um sem voru byrjendur á skíðum. Afleiðingin var of mikill hraði og þau réðu ekki við hann. Eins og fram hefur komið er tíðni óhappa meiri meðal byijenda í skíðaíþróttinni. Það hefur verið ahtof algengt að þeir kynna sér ekki kort af svæðinu áður en þeir fara upp í brekkurnar og byrja á að fara upp í stólalyftunni og niður erfiðustu brekkurnar. Þetta sér maður mjög gjarnan meðal skóla- barna sem em í skólaferðalögum. Athugunarleysi þegar farið er í og úr diskalyftum. Fólk gleymir að horfa aftur fyrir sig þegar það er að fara í lyftuna og fær því stund- um diskinn í höfuðið. Eins er það algengt aö fólk sleppi diskinum of snemma og athugi ekki hvort fólk standi fyrir. Það vhl brenna við að fólk fer ekki nógu fljótt frá lyftunni þegar það er búið að sleppa henni og á það því á hættu að flækjast í diskinum og bandinu. Veðrátta og skíðafæri hefur alltaf einhver áhrif. Óhöppin voru al- gengari í góðu skyggni því þá Hjálmar eru mikilvæg vörn fyrir börn. um og stýrissleðum. Heldur fleiri konur slösuðust en karlmenn. Meðalaldur kvenna var 14,8 ár og 16 ár hjá karlmönnum. Tæplega helmingur þessara einstaklinga var börn í grunnskólum sem voru í skólaferðalagi. Staðsetning áverka eftir kyni var nokkuð jöfn á efri úthmum en áverkar á höíði og hálsi vom töluvert fleiri meðal karlmanna en áverkar á neöri út- limi vom í meiri hluta meðal kvenna. Rétt er að geta þess að höfuð- og hálsáverkarnir vom ekki alvarlegs eðhs. Samanlögð tíðni áverka á konum og körlum var eft- irfarandi; Áverkar á neðri útlimi voru langalgengastir; þar á eftir komu í réttri röð, höfuð- og hálsá- verkar, efri úthmir, bak, bijóst- kassi og kviður. Tognanir og slit voruulgengustu áverkamir eða um helmingur ahra áverka. Algengustu tognanirnar voru á hné. Næst á eftir tognunum komu höfuðáverkar sem skiptust í skurði og sár á andliti, bólgu og skurði á höfuð og höfuöhögg. Bein- brot og hðhlaup voru fátíð. Aö lok- um vom ýmsir minni háttar áverk- ar. Orsakir 25% einstakhnga sem slösuðust á svigskíðum voru í brani þegar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.