Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 39 ekki þessa menntamanna- og emb- ættismannahefð sem menntaskólinn byggir á. Ég hafði það svolítið á til- finningunni að við værum aðskota- hlutir í skólanum. Ég var mikið í leiklist á þessum tíma og valið stóö milli leiklistamáms og háskólans. Ég valdi síðari kostinn." Þegar Ingibjörg Sólrún var á öðru ári í HÍ hellti hún sér út í stúdenta- pólitíkina. Sagnfræðin var heldur einmanalegt fag og hún vildi vera virk i hópi. Hún tók við formennsku stúdentaráðs af Össuri Skarphéðins- syni. Þar með hófust kynni þeirra tveggja sem leiddu síðar til mægða þeirra á milh því þau eru nú gift systkinum. Ingihjörgu Sólrúnu þótti stundum köld vistin í formannsstólnum. Stúd- entaráð var í þann tíð „æfmgabúðir" fyrir háskólapilta sem ætluðu sér áfram í stjórnmálum. Það var því á stundum einmanalegt og erfitt að- vera kona í formannssæti, með „allt að því baulandi karlmenn“ í kringum sig. Sú reynsla sem hún öðlaðist þar leiddi til þess að hún gerðist virk í kvennahreyfingunni. Þegar hún kom heim eftir tveggja ára nám í Danmörku sumarið ’81 var komin í gang umræða um kvenna- framboð til borgarstjórnarkosninga. Hún varð þegar virk í þeim undir- búningi og 1982 fór hún inn í borgar- stjórn fyrir Kvennalistann. Hún sat í borgarstjórn til 1988 og var síðan kjörin á þing 1991. „Ég man vel þegar ég fór inn á fyrsta borgarstjórnarfundinn. Þaö var eins og ég horfði á sjálfa mig um leiö og ég hugsaði: „Hvað er ég nú búin aö flækja mér í?“ Þetta var mjög sterk upplifun. Ég hef verið samferöa Davíð Odds- syni í borgarstjórn og síðan á þingi. Ég hef því engan samanburð við aðra stjórnendur. En mér fannst alveg rosaleg harka í borgarmálunum, miklu meiri heldur en á þingi, og málflutningurinn ósvífnari. Það eru meiri skylmingar í borgarstjórninni og meira gert til að klekkja á manni persónulega heldur en í landsstjóm- inni.“ Finnstþeireiga allt „Nú hefur sami flokkurinn stjórn- að Reykjavíkurborg svo lengi að full- trúum hans fmnst að þeir eigi allt og ráði öllu, þeir þurfi ekki að taka tillit til eins né neins eða hlusta á eitt né neitt. Þeir gera nákvæmlega eins og þeim sýnist og viðhorfiö er: „Það er ég sem ræð!“ í landsmálun- um er hefð fyrir því að það er aldrei einn flokkur sem ræður. Menn verða að gera málamiðlanir og taka tillit tll annarra sjónarmiða. Þegar ég var í borgarstjórn upplifði ég aldrei að embættismannakerflð væri fyrir mig. Það var bara til þess að framfylgja ákvörðunum meiri- hlutans. Hér vinna starfsmenn þingsins jafnt fyrir alla, hvort sem þeir em í stjórn eða stjórnarand- stöðu. Það er svo hættulegt þegar einn flokkur ræður svona kerfi áratugum saman. Það er hættulegt fyrir lýð- ræðið. Tilfinningin er orðin svo sterk hjá þeim og öðrum aö þeir eigi þetta allt saman. Nú má ekki skilja þessi orð mín svo að það sé aRt tU fyrirmyndar sem gerist hér inni á þingi. Manni Uður oft Ula undir umræðunni því maður „Auðvitað heyri ég fólk segja að ætli ég að gefa kost á mér í embætti borg- arstjóra þá skuli ég vera svona en ekki hinsegin, passa mig á að segja þetta en ekki hitt. Þetta eru góð ráð, gefin af heUum hug, en koma fyrir lítið. Það sem skiptir mig máh er að geta verið ég sjálf, aö geta verið trú minni eigin skapgerð og minni eigin sjálfsímynd. Um leið og ég finn að það eru gerðar kröfur til mín um að ég eigi að vera einhver önnur en ég er þá hætti ég þessu. Mér sýnist að niðurstöður skoðanakannana DV hafi m.a. bent tU þess að Reykvíking- ar geri engar kröfur til þess að maö- ur sé voðalega sléttur og felldur og fletji sjálfan sig út.“ Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, þingkona Kvennalistans. Ingi- björg hefur verið mjög í sviðsljósinu undanfarnar vikur. Henni hefur ver- ið boðið sæti á sameiginlegum fram- boðslista minnihlutaflokkanna í borgarstjórn fyrir sveitarstjórnar- kosningamar í vor. Hún hefur einnig verið nefnd sem borgarstjórarefni sameiginlega framboðsins. Hún hef- ur enn ekki gefið svar en segist bíða þess að sjá endanlega skipaðan fram- boðslista og fullfrágenginn málefna- samning. Stjórnsamur krakki Ingibjörg Sólrún er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur. Foreldrar hennar voru aðfluttir „á mölina"; faðir hennar, Gísli Gíslason, úr Fló- anum í Árnessýslu og móðir hennar, Ingibjörg Níelsdóttir, úr Vatnsdal í Húnavatnssýslu. „Ég ólst upp inni í Vogum sem var nýbyggingasvæði þá. Það hefur stundum verið talað um Vogakyn- slóðina sem rithöfundarnir Einar Kárason og Einar Már hafa lýst svo skilmerkilega, reyndar út frá sjónar- hóli strákanna en ekki stelpnanna. Ég á fjögur systkin, auk þess sem báðar ömmur mínar bjuggu í húsinu hjá okkur. Ég er yngst af systkinun- um. Ég var mikill bókaormur og spændi upp bækumar, bæði heima, hjá fólkinu í kjallaranum, á bóka- safninu og annars staöar þar sem ég komst yfir þær. Einhverra hluta vegna sótti ég sem barn mikið í þjóð- legan fróðleik, svo sem Öldina okk- ar, Höllu og heiðarbýlið eftir Jón Trausta, sagnaþætti Jóns Helgason- ar eða annað álíka. Ég var atorku- mikil sem krakki, stjórnsöm og af- skiptasöm. Ég held að systkinum mínum hafi fundist ég frek. Það er kannski þess vegna sem ég fór í póli- tík.“ Það var þegar á unglingsárum sem Ingibjörg Sólrún fór að hnýsast í póhtík. „Pabbi var sjálfstæðismaður og hann var oft með kosningaskrifstofu í kjaharanum heima þegar ég var krakki. Þar boröaöi ég snittur á kostnað Sjálfstæðisflokksins og bar út kosningabæklinga fyrir hann. En þegar ég varð unglingur gerði ég uppreisn og hafnaði flokknum og allri þeirri hugmyndafræði sem mér fannst hann standa fyrir. Mér fannst ég sjá að sú hugmyndafræði sem alla tíð hefur verið svo sterk í Sjálfstæðis- flokknum, að hver væri sinnar gæfu smiður og að það gætu allir komist áfram í þjóðfélaginu ef þeir legðu sig fram, væri bara húmbúkk. Fólk fær nefnilega mjög misjafnt forskot í vöggugjöf. Ætt, efnahagur og kyn- Þegar Ijósmyndari DV rakst inn var eldamennska í fullum gangi. Synirnir, Sveinbjörn og Hrafnkell, tóku ónæðinu með jafnaðargeði. Það hefur stundum gustað um Ingibjörgu Sólrúnu á þingi. ferði skiptir miklu máli, svo eitthvað sé nefnt. Ég hafnaði því þessari stefnu sem á fá meðul til að draga úr misrétti." Stjómmál vom mikiö rædd á bemskuheimih Ingibjargar Sólrúnar, ekki síst eftír að hún gerði uppreisn- ina gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Við tókum oft miklar rispur, ég og pabbi. En þetta var ekkert nýtt fyrir mér því allt' frá því að ég var bam þótti eðfilegt að viö systkinin legðum eitthvað til málanna þegar umræðan snerist um póhtík. Við tókum oft snerrur, til dæmis við matarborðið, og við krakkamir fengum að rökstyðja okkar mál. Mömmu fannst reyndar stundum nóg um lætin. Það er skapmikið fólk sem að mér stendur, sérstaklega í foðurætt. Föð- urfjölskyldan mín var bláfátækt fólk austur í Flóa og börnin vom 12 sem ólust þar upp. Þar töluðu ahir hver í kapp við annan, höfðu oft stór orö um hlutina, kváðu skýrt að og lá hátt rómur. Þess vegna köhuðum viö foð- urfólkið mitt gjaman „hávaöafjöl- skylduna". Ég vandist þvi fijótt að takast svohtíð á og hef aldrei verið hrædd viö átök. Þegar ég gerði upp- reisn var gerð sú krafa til mín að ég rökstyddi mitt mál. Yfirlýsingamar dugðu skammt einar sér. Þetta hefur hjálpað mér í póhtík síðar meir.“ Ósátt í menntó Ingibjörg Sólrún fetaði menntaveg- inn, fór í Menntaskólann við ’Tjörn- ina og síðan í Háskóla íslands þar sem hún nam sagnfræði og bók- menntír. „Ég var mjög ósátt við menntaskól- ann alla tíð. Strax sem unglingur hafði ég lesið ævisögur merkra karla sem lýstu fjálglega þessum „æsku- glöðu stúdentsárum", gíífurlega merkum kennurum og stórmerkileg- um samstúdentum sínum. í MT var mikið af góðu fólki en ég var húin að gera mér óraunhæfar hugmyndir og menntaskóhnn var alls ekki eins merkUeg stofnun og af hafði verið látiö. Ég var í stelpubekk og við vor- um hluti menntunarsprengjunnar sem þá gekk yfir. Við vorum dætur venjulegs launafólks. Við höfðum Konan sem beðið er eftir vill ekki vera í „montembætti": Skiptir mig máli að geta verið ég sjálf - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona „Það sem gerir lífið spennandi er að takast á við nýja hluti og vera gerandi í eigin lii. A lygnum sjó kynnist maður sjálfum sér aldrei almennilega,“ segir Ingibjörg Sólrún DV-myndir GVA * ' % •4 t hefur á tilfinningunni að þetta sé leikaraskapur. Stundum er gert út á fjölmiðlana. Stjórnmálamenn vita sem er að það getur skipt verulegu máli að vinna fjölmiölaslaginn. Mað- ur er kannski með hálfgerða óbeit á umræðunni eins og hún gengur fyrir sig en getur ekki leyft sér að sitja hjá því maður veit sem er aö þetta verð- ur uppslátturinn í fjölmiölunum. Maður verður að spUa með.“ Erfitt að vera áberandi Eitt meginviðhorf kvennahsta- kvenna er að aUar konur séu jafnar fái þær sömu tækifæri. Það er engu að síður álit margra að langmest hafi kveðið að Ingibjörgu Sólrúnu í þingsölum. Hún þykir skörungur í ræðustól og kemur skoðunum sínum svikalaust til skfia. Hafa margir velt því fyrir sér hvort þetta komi niður á samstarfi hennar og annarra þing- kvenna í Kvennalistanum. „Hugmyndafræði Kvennalistans byggist á þvi að allar konur séu jafn- ar. Við vUjum dreifa völdunum sem mest og gefa sem flestum tækifæri tU að koma sínum málum á fram- færi. Það hlýtur því eðli málsins sam- kvæmt að vera erfitt þegar einhver ein verður áberandi með afgerandi hættí, þegar fjölmiðlar og umheim- urinn ákveða að einhver ein sé öðr- um fremur forystukona. Þetta hefur stundum verið erfitt hvað mig varðar en okkur hefur yfirleitt tekist að vinna okkur út úr því. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist; Guðrún Agnarsdóttir var einnig í þessum sporum. Við vorum dáhtíð bláeygar á það í byrjun að ahar konur gætu allt það sama. Það er bara ekki þannig. Sumar kon- ur eru ágætar að tala, aðrar eru góð- ir pennar, enn aðrar mjög góðar í ákveðinni grunnvinnu og skipulagn- ingu og svo mætti lengi telja. Konur hafa mismunandi hæfileika alveg eins og karlar og það sem við höfum verið að læra núna er að nýta okkur styrk hverrar og einnar. Aðeins þannig fá konur notið sín. Sjálf er ég skorpumanneskja. Stundum er ég í stuði tíl að takast virkilega á við hlutina og þá verð ég áberandi. Stundum vil ég sigla lygn- ari sjó og halda mig frá íjölmiðla pressu og ræðustólnum. Maður verð- ur að læra aö þekkja inn á sjálfan sig og keyra sig ekki þannig að mað- ur misnoti sjálfan sig.“ Það orð fer af Ingibjörgu að hún sé klókur stjórnmálamaður sem hitti einatt á rétta leiki í „refskákinni". Hún hafnar því með öllu að þarna sé um úthugsaða póhtiska her- kænsku að ræða heldur sé þetta „póhtískt nef eða pólitískt innsæi". Hún hlusti á sjötta skilningarvitið. „Hitt getur verið að ég hafi þróað þetta með mér. Ég er búin að vera í 15 ár í skipulagðri pólitík og bý orðið að þekkingu og kannski ákveðnum klókindum." Byggistekki á minni persónu Sameiginlegt framboð minnihlu- taflokkanna til borgarstjórnarkosn- inga í vor er staðreynd ef svo heldur fram sem nú horfir. Þegar sama hug- mynd kom upp fyrir fjórum árum var Ingibjörg Sólrún þeirrar skoðun- ar að hana bæri að reyna þar sem þetta væri hklegasta leiðin til að ná meirihlutanum í borgarstjóm. Mjög gott, persónulegt samstarf milli fuh- trúa minnihlutaflokkanna þegar hún sat í borgarstjórn styrktí hana í þeirri trú að samstarf af þessu tagi héldi. Hugmyndin varð undir í þaö sinnið en Nýr vettvangur varð th. Þegar þessi hugmynd skaut aftur upp kollinum núna var nafn hennar nefnt mjög fljótlega. „Það má segja að minn þáttur í undirbúningnuih núna hafi verið sá að vísa þvi ekki á bug að ég væri tilbúin aö vera með. Ingibjörg Sólrún ásamt eiginmann- inum, Hjörleifi Sveinbjörnssyni fræðslufulltrúa. Ég hef komið á nokkra fundi með þessu fólki en ég hef ekki verið neinn „primus motor" í að vinna þetta. Framboð þessara fjögurra flokka á ekki að byggjast á minni persónu, þetta bandalag á ekki að vera verk htíls hóps sem ákveður að svona skuli málefnasamningurinn vera, heldur vil ég að margir komi að þessu úr öhum þessum fjórum stjómmála- samtökum og að fólk sé ákveðið í að halda þetta út í fjögur ár.“ Varðandi arftaka sinn á þingi, ef til þátttöku í borgarstjórnarslagnum kemur, segist Ingibjörg sjá fyrir sér mörg nöfn. „Við .eigum margar öflugar konur og það eru kosningar eftir eitt ár. Ég sé fyrir mér í huganum ýmsar konur sem ættu fuht erindi inn á þing. Ég er til dæmis ekki sátt við það aö Guðrún Agnarsdóttir sé ekki í póh- tík. Ég vh endilega að hún komi með einum eða öörum hætti inn í stjóm- málin aftur.“ Tvær skoðanakannanir DV hafa sýnt að sameiginlegt framboð minni- hlutaflokkanna nýtur yfirgnæfandi meira fylgis meðal borgarbúa heldur en listi sjálfstæðismanna. „Ég held að ein meginástæðan sé sú að fólk vill breytingar. Það eru ákveðin tímamót og sameiginlegt framboð verður rétt aðgerð á réttum tíma ef vel er á málum haldið. Ég held að fólki finnist veruleg hætta á spillingu og einsýni þegar einn flokk- ur er svona lengi við völd. Önnur ástæða tel ég að sé sú að endumýjaður listi Sjálfstæðisflokks- ins sé ekki eins sterkur og menn vilja vera láta því flestir þeir sem ná ein- hveijum árangri á listanum koma úr innsta valdakjarna flokksins. Listinn er nánast eins og þeir hafi setið uppi í Valhöll og raðað á hann. Það er ekki þar með sagt að þessi hsti höfði til þess fólks sem hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík végna þess að stór hlutí þess fólks er alls ekki sjálfstæðisfólk heldur fólk sem í þingkosningum kýs aht aðra flokka. Erfið ákvörðun Þegar hugmyndin um sameigin- legt framboð fór að taka á sig alvar- legri mynd um áramótín varö ég að fara að hugsa hlutina mjög alvarlega. Vh ég hætta á þingi og fara tíl baka í borgarstjórn næstu fjögur árin a.m.k.? Vh ég leggja mig og fjölskyldu mína í harðvítugan kosningaslag, með öhu sem honum fylgir? Vh ég setja mína persónu á oddinn og út á það bersvæði sem óhjákvæmhega fylgir slíkum hlutum? Þetta hefur vafist mjög mikið fyrir mér og mér finnst ekkert auðvelt að svara þessu. En auðvitað er það mikið álag líka þegar beðið er eftír manni. Þetta er líka spuming um hversu mikið frelsi maður hafi tíl að segja nei. Auðvitað væri sá kostur þæghegastur því það er hægt aö lifa ágætu og mun þægi- legra lífi með því að losna við þá spennu sem fylgir stjórnmálunum og vera ekki berskjaldaður fyrir alls kyns áreitum. Hins vegar getur mað- ur ekki leyft sér að taka enga áhættu ef maður er að gefa kost á sér í stjóm- mál. Þegar koma upp tækifæri fyrir þann málstað sem maður berst fyrir getur maður ekki leyft sér að hlaupa í skjól. Á þeim langa tíma sem sjálfstæðis- menn hafa verið við völd hefur þeim tekist að gera borgarstjóraembættið í Reykjavík að eins konar montemb- ættí. Það er ekið um í svartri, stórri límósinu, það er mikið um viðamikl- ar móttökur og það hefur verið reynt að skapa eins konar „föður Reykja- víkur“-ímynd. Þessi þáttur málsins hefur hka vafist nokkuð fyrir mér því ég kem þannig inn í stjórnmál og er þannig skapi farin að það er mér ekkert keppikefli að öhum hki við mig og skoðanir mínar. Mig lang- ar ekkert til að lenda á einhverjum bás þar sem ég á að vera svona en ekki hinsegin, t.d. hvað varðar klæðnað, útlit, framkomu og skoðan- ir, hvað maður segir og hvað maður segir ekki. Þessi ímynd kann að hafa hentað borgarstjórum Sjálfatæðis- flokksins en myndi ekki henta mér.“ Þær stundir hafa komið aö hvarfl- að hefur að Ingibjörgu Sólrúnu að láta póhtíkina og þann eril sem henni fylgir lönd og leið og snúa sér meira að fjölskyldu sinni og hugðarefnum. „Ég legg mikið upp úr því að vera með strákunum mínum þegar ég á frí, auk þess sem ég les mikið. Ég er ekki mikið fyrir aö vera í margmenni en kýs frekar aö vera heima og hggja jafnvel í leti með tærnar upp í loft ef því er að skipta. En það er ögrandi og spennandi að takast á við stjórnmálin og spyrja sig: „Hvar hggja mín mörk? Hvað get ég?“ Það sem gerir lífiö spennandi er aö takast á við nýja hluti og vera gerandi í eigin lífi. Á lygnum sjó kynnist maður sjálfum sér aldrei al- mennilega.“ -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.