Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 43 maður ársins „Dauðlegir menn eiga ekki að efast um visku og almætti þeirra sem stjórna frá tindum hins veraldlega , valds, hvort heldur það er Stjórnarráðið við Lækjargötu, Hvíta húsið í Washington, byggingar í Kreml eða Bunker Foringjans í Berlín.“ Embættis- Nýlega var aíhjúpað við hátíðlega athöfn minnismerki um óþekkta embættísmanninn fyrir utan Stjórnarráðiðaðviðstöddumráða- mönnum þjóðarinnar, fulltrúum erlendra ríkja og ótölulegum fjölda embættísmanna af öllum stigum. Líkneskið var af miðaldra manni með skjalatösku, fremur feitlögnum á jakkafótum, sem horfði hugsi yfir þykk gleraugu. Úr svipnum skein bæði mannvit, einlægni og æöru- leysi. Nökkvi læknir var fenginn til að halda hátíðarræðuna við þetta tækifæri. Hann sagði m.a.: Ræða Nökkva „Sælt er hverri þjóð að eiga sæ- garpa enn; en ekki er að spauga með embættismenn. Þessar þekktu hendingar þjóðskáldsins koma mér í hug þegar við nú minnumst emb- ættismanna þessarar þjóðar sem unnu störf sín af hjartans lítíllætí og trúmennsku og skeyttu meira um hylli húsbænda sinna en andúð alm- úgans. Fámennur hópur valda- manna getur stjómað stómm eða smáum þjóðum að vild sinni ef emb- ættísmenn era nægilega húsbónda- hollir. Margir em þeir sem halda að allt vald mannsins komi frá Guði. Góður embættismaður trúir ekki á slíkt bull. Hann veit að völdin liggja hjá alvitrum mönnum sem sitja á ólympsfjalli stjórnmálanna og stýra ríki sínu. Dauðlegir menn eiga ekki að efast um visku og almætti þeirra sem stjórna frá tindum hins verald- lega valds, hvort heldur það er Stjórnarráðið við Lækjargötu, Hvíta húsið í Washington, byggingar í Kreml eða Bunker Foringjans í Berlin. Góður embættismaður inn- heimtír réttláta og rangláta skatta, hann handtekur bæði seka og sak- lausa, hann klappar einum en kýlir annan kaldan í nafni þeirra sem stjórna á hverjum tíma. Allt vald stjórnandans byggist á góðum emb- ættismönnum sem spyrja einskis en hlýða því sem við þá er sagt möglun- arlaust." Fram stígur fulltrúinn Nökkvi læknir gerði hlé á máli sínu og þagði á dramatískan hátt eins óg hann hafði lært á námskeiði í ræðumennsku. Síðan hélt hann áfram: „Mér er það sönn ánægja að kalla fram embættismann ársins, Hallgrím Kjagan, fulltrúa við hag- vaxtarhönnunardeild ríkisins." Á læknavaktiniú Undir dynjandi lófaklappi kjagaði Hallgrímur fram. Hann var sláandi líkur styttunni af óþekkta embættis- manninum enda sögðu gárungar að listamaðurinn hefði fengið þrjá ókeypis tíma í hagvaxtarræktinni aö launum fyrir myndina. Nökkvi afhenti Hallgrími fulltrúa æðsta heiðursmerki embættísmannasam- félagsins; beiska kaleikinn. Hann átti að minna á hversu oft embættis- menn vinna vanþakklát störffyrir æðstu yfirmenn þjóðar sinnar. Hall- grímur Kjagan leit yfir mannfjöld- ann og hampaði kaleiknum fóður- lega í hendi sér. Hann brosti góðlát- lega og horfði yfir gleraugun sín á mannfjöldann og sagði hátíðlega: „Landar mínir nær og fjær. Mér er það mikill heiður og ljúfsönn ánægja að veita viðtöku þessum verðlaunum hér í dag. Ég hef alltaf rækt skyldur mínar af stakri trú- mennsku við Guð og menn sem embættismaður. Ef valdamenn hafa sagt mér að reka eða ráða mann hef ég gert það. Stundum hef ég rekið menn en tekið þá aftur í vinnu ef stjórnvöld skipuðu mér að gera svo. Ég hef haldið uppi merki íslenskrar embættismannastéttar með því að vera hlýðinn og húsbóndahollur og spyrja einskis og draga engar ákvarðanir ráðamanna í efa. Þegar ég efast um réttmæti eigin verka hugsa ég til orða Ritningarinnar: Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig!“ Nokkrir feitlagnir, andstuttir embættismenn heyrðust hrópa lágum rómi eftir að hafa litíð flóttalega í kringum sig: „Heyr, heyr.“ Hallgrímur hélt áfram: „Minn herra situr í Stjómarráðinu. Ég mun hlýða honum í einu og öllu og aldrei efast um stjórnkænsku hans og vit. Megi góður Guð gæta æðstu manna þjóðarinnar og megi þeir gefa sér tíma til að líta eftir verkum Guðs og hjálpa honum í erfiðu starfi." Fulltrúinn hneigði sig kurteislega og settist á gullbryddað- an stól. Hann burstaði kusk af jakkaboðangnum og strauk fingmm í gegnum hárið sem tekið var að þynnast. Mannfjöldinn tíndist heim til sín hljóður í bragði enda var nú farið að rigna. Eftir stóð styttan af óþekkta embættismanninum og brosti torræðu brosi framan í rign- inguna. Gráleit dúfa settist á vinstri öxlina og virtist hvísla einhveij u í málmeyrað. Viltu búa í FLÓRÍDA? Það er möguleiki að fá löglegt dvalarleyfi í Flórída með því að fjárfesta í fyrirtækjum eins og t.d. mótelum. Hafið samband við Walt Burgess, innflytjendasérfræðing og ' fasteignasala, sími 813-581-2868, fax 813-585-2083. RARIK RAFMAGNSVEITUR RfKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja aðveitustöðvarhús á Kirkjubæjarklaustri. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins, Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli, og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 15. febrúar 1994 gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Verkinu á að vera að fullu lokið föstudaginn 26. ágúst 1994. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins á Hvolsvelli fyrir kl. 14.00, miðvikudaginn 2. mars 1994, og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu: „RARIK-94001 Kirkjubæjarklaustur - aðveitu- stöð“ Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 REYKJAVÍK Þeir eigjnast eklei sem eyða nenin^um re áU e§fa! Leggðu heldur reglulega inn á Bakhjarl Sparisjóðs vélstjóra. Bakhjarl gaf 6,64% raunávöxtun í jan. - des. 1993 og gaf hæstu raunávöxlun á sérkjarareikningum í íslenska bankakerfinu árin 1991 og 1992. Þú Lýrð lietur en ááur meá reglulegum sparnaái á Bakkjarli Sparisjóás vé lstj óra. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18, sími: 628577. - Síðumúla 1, sími: 685244. - Rofabæ 39, sími: 677788.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.