Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 59 Afmæli Védís Ólafsdóttir Védís Ólafsdóttir verkstjóri, Smár- atúni 20b, Selfossi, er fertug í dag. Starfsferili Védís fæddist á Sandnesi í Kald- rananeshreppi í Strandasýslu og ólst þar upp. Hún gekk í barnaskóla á Klúku í Bjarnarfirði (Klúkuskóla) og fór síðan til Hafnarfjarðar. Þar var Védís einn vetur í Oldutúns- skóla og síðan í Flensborgarskóla. Hún lauk gagnfræðaprófi úr versl- unardeild 1972. Á sumrin vann Védís í fiskvinnu hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og víðar. Hún hóf sambúð í Hafnarfiröi 1972 og bjó þar til 1977 en flutti þá til Selfoss. Védís hóf störf hjá saumastofunni Framtaki hf. 1978 sem síðar varð Henson hf. og er nú rekið undir merkjum Sjóklæðagerð- arinnar en hún hefur gegnt starfi verkstjóra hjá fyrirtækinu undan- farinár. Fjölskylda Védís giftist 4.10.1975 Jóhanni Þóri Jónssyni, f. 30.11.1941, véla- manni. Foreldrar hans: Jón Þórir Jónsson, verkstjóri í Hafnarfirði, og Vigdís Helga Jónsdóttir, þau eru bæðilátin. Börn Védísar og Jóhanns Þóris: Kristrún Helga Jóhannsdóttir, f. 15.8.1972, starfsmaður hjá Kaupfé- lagi Árnesinga, búsett í foreldrahús- um, unnusti hennar er Tómas Guð- mundsson, f. 10.6.1960, húsgagna- smiður; Ólafur Jóhannsson, f. 21.4. 1975, nemi í Fjölbrautaskóla Suður- lands, búsettur í foreldrahúsum. Börn Jóhanns Þóris: Jónas Kristinn Jóhannsson, f. 28.8.1963, sambýlis- kona hans er Guðrún Jónsdóttir, þau eru búsett á Álftanesi, Jónas Kristinn á tvö börn; María Jóna Jóhannsdóttir, f. 5.6.1965, hún er búsett í Hafnarfirði og á eina dótt- ur; Andrea Waage, f. 8.8.1970, bú- sett á Akureyri. Jónas Kristinn og María Jóna eru börn Jóhanns Þóris af fyrra hjónabandi. Systkini Védísar: Jórunn, f. 23.3. 1942, hárgreiöslukona í Hafnarfirði, maki Ármann Guðjónsson, þau eiga tvö börn; Guðbjörg, f. 17.8.1943, húsfreyja í Hafnarfirði, maki Haf- steinn Guðmundsson, þau eiga fjög- ur böm; Guðmundur, f. 14.9.1944, sjómaður í Reykjavík, hann á tvo syni; Dögg, f. 12.9.1945, húsfreyja í Hafnarfirði, maki Hreinn Guð- mundsson, þau eiga fimm böm; Jón, f. 21.12.1946, kennari á Hólmavík; Sigríður, f. 31.3.1948, húsfreyja á Akureyri, maki Ásgeir Magnússon, þau eiga þrjú börn; Nanna, f. 14.1. 1950, húsfreyja í Reykjavík, maki Sæmundur Gunnþórsson, þau eiga tvær dætur; Guðný, f. 19.6.1952, húsfreyja í Kristiansand í Noregi, maki Ylmas Keskin, þau eiga tvö börn; Sigvaldi, f. 10.9.1955, stýri- maður í Reykjavík, maki Auður Júlíusdóttir, þau eiga tvö börn; Signý, f. 9.11.1957, húsfreyja á Hólmavík, maki Benedikt S. Péturs- son, þau eiga tvö börn; Már, f. 7.10. 1962, sjómaður á Hólmavík, maki Jóhanna B. Ragnarsdóttir, þau eiga Védís Ólafsdóttir. einn son. Foreldrar Védísar: Ólafur Sig- valdason, f. 1.10.1910, d. 11.10.1984, bóndi, og Brynhildur Jónsdóttir, f. 27.4.1921, húsfreyja, þau bjuggu á Sandnesi en Brynhildur er nú bú- settáHólmavík. Kjartan Óskarsson Til hamingju með afmælið 13. febrúar Kjartan Óskarsson, klarínettuleik- ari í Sinfóníuhljómsveit íslands, Túngötu 47, Reykjavík, verður fer- tugurámorgun. Starfsferill Kjartan er fæddur á Torfastöðum í Fljótshhð í Rangárvallasýslu og ólst upp þar og á Selfossi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974. Kjartan lauk kenn- Eiraprófi úr blásarakennaradeild og einleikaraprófi á klarínettu frá Tón- hstarskólanum í Reykjavík 1976. Hann stundaöi framhaldsnám við Tónhstarháskólann í Vínarborg 1976. Kjartan lauk diploma-prófi 1981. Kjartan var kennari við Royndar Músíkskúlan í Þórshöfn í Færeyjum 1981-82 og hefur verið klarínettu- leikari í Sinfóníuhljómsveit íslands frá 1982. Hann hefur verið kennari við Tónhstarskólann í Reykjavík frá 1984. Kjartan var stjórnandi Lúðra- sveitarinnar Svans 1982-87. Hann er félagi í Chalumeaux-tríóinu og Haydn-félaginu. Fjölskylda Kjartan kvæntist 29.5.1976 Hrefnu Unni Eggertsdóttur, f. 12.9.1955 í Árbæ í Garði, Gerðaheppi, píanó- leikara. Foreldrar hennar: Eggert Gíslason, f. 12.5.1927, skipstjóri, og Sigríður Regína Ólafsdóttir, f. 23.4. 1929. Börn Kjartans og Hrefnu Unnar: Ásta María Kjartansdóttir, f. 3.2. 1987, og Eggert Reginn Kjartansson, f. 15.5.1991. Systir Kjartans: Elín Magnea Ósk- arsdóttir, f. 9.4.1956, starfsmaður Pósts og síma í Þorlákshöfn, hennar maður er Jón Eyþór Eiríksson, f. 27.1.1956, trésmiður, þau eiga þrjú börn, Eirík, f. 31.1.1979, Maríönnu, f. 22.2.1982, og Kjartan, f. 26.1.1992. Foreldrar Kjartans: Þórarinn Óskar Helgason, f. 14.6.1935, d. 29.6. 1974, verkamaður og sjómaður í Hafnarfirði, og Elín María Kjartans- dóttir, f. 25.2.1930, þau skildu. Kjartan Óskarsson. Ætt Þórarinn var sonur Helga Magn- ússonar, f. 16.3.1910, d. 31.3.1962, og Valgerðar Kristínar Guðmunds- dóttur, f. 29.6.1916, d. 1.6.1991. Ehn María er dóttir Kjartans Magnússonar, f. 30.9.1898, d. 29.3. 1975, og Önnu Guðmundsdóttur, f. 14.1.1892, d. 5.10.1974. 75 ara Gunnar H. Melsted, Hvassaleiti 10, Reykjavík. Kj artan Frlðberg Jónsson, Ölafsbraut 32, Ólafsvík. 70 ára Freyja Jóhannsdóttir, Helgamagrastræti 17, Akureyri. Kolbrún Guðveigsdóttir, Norðurbyggð la, Akureyri: Guðrún Erla Ásgrimsdóttir, Hrafnhólum 4, Reykjavik. Karl Þ. Jónasson, Laugarnesvegi 77, Reykjavik. Guðný Davíðsdóttir, Berjarima39, Reykjavík. Hilda Hilmarsdóttir, Kambaseh 81, Reykjavík. 40 ára Guðný María Sigurðardóttir, Víðihvammi 25, Kópavogi. Snorri Guðlaugur Tómasson, Furugrund 64, Kópavogi. Bergrós Hilmarsdóttir, Hjaltabakka 14, Reykjavik. Björn Eðvald Baldursson, Borgarholtsbraut 61, Kópavogi. Guðbrandur Jónatansson, Leiðhömrum 48, Reykjavík. Sveinn ívarsson, Álfhólsvegi 79a, Kópavogi. Valur Magnússon, Nýjabæjarbraut 5b, Vestmannaeyj- um. Guðmundur Hagalin Guðmunds- son, Blönduvirkjun, Svínavatnshreppi. Kristján Jósteinsson, Múlasiðu 5d, Akureyri. Meiming Ella upp á sitt besta - Safnplötur í tilefni af 75 ára afmæli Ellu Fitzgerald Ella Fitzgerald. Búin að vera lengi í fremstu röð söngvara. Ehi kerhng hefur sett mark sitt á Ellu kerl- ingu Fitzgerald, rænt hana heilsunni, sjón- inni og söngröddinni. En öfugt við annan elhmóðan amerískan stórsöngvara, Francis Albert Sinatra, þekkir Ella sinn vitjunartíma og heldur ekki áfram að þenja brostin radd- bönd fyrir tónleikagesti og upptökustjóra. Við megum því ekki eiga von á dúettum Ellu með Madonnu, Juho Iglesias og Ice-T, kannski sem betur fer. En hvað geta margir aörir söngvarar státað af fimmtíu ára vammlausum söngferli? Þeflnan feril er nú auðvelt að kynna sér til hhtar og frá ýmsum sjónarhomum, þvi í til- efni af 75 ára afmæh Ellu hafa hljómplötuút- gefendur keppst viö að hylla hana með safn- plötum. Nú eru árin með hljómsveit Chicks Webb (1935-41), sem var sennilega eina ástin hennar Ehu (hún var gift Ray Brown bassa- leikara 1948-52), komin á sérstakar geisla- plötur, sólóárin frá 1941-55 á aðrar, en þá var Eha á lausum kih og tók upp lög með ahs kyns fólki og söng mörg sín vinsælustu lög. Og svo eru það „söngbækurnar" (1956-62), afrakstur samstarfs þeirra Nor- mans Granz; þær hafa nú verið settar á við- hafnaröskjur. Þessar „söngbækur", það er útsetningar á sönglögum bandarískra laga- höfunda á borð við Gershwin, Cole Porter, Elhngton, Irving Berhn, Jerome Kern og fleiri, eru hrein snihd og óumdeilanlega há- punkturinn á ferh Ehu. Fágunin aðalsmerki hennar Þessar safnplötur sýna hve óverulega rödd Ehu breyttist frá því hljómsveit Webbs lagði upp laupana og þar til hún hætti að syngja opinberlega. Hvort sem hún syngur ballöður eða spinnur (,,scats“) þindarlaust, er fágunin Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson aðalsmerki hennar, bæði hvað varðar mótun tónstigans og textaframburð. Músíkalítetið, ríkuleg hrynjandin, sem Webb innprentaöi henni með trommuleik sínum, bregst henni aldrei. Við að hlusta á Ehu upp á sitt besta (segjum í „I Didnt Mean a Word I Said“ eöa „Lush Life“ eftir Bihy Strayhorn) erum við í návist hins varanlega og óumbreytanlega, nefnhega sígildrar sönghstar. Eha á því fylhlega skihð nafnbótina „First Lady of Song“. En það skal einnig viðurkennt að Ella getur ekki allt. Fágunar sinnar vegna er henni fyrirmunað að syngja blús svo maður komist við. Hún stendur einhvern veginn utan við þann trega sem hún syngur um, er ekki hluti af honum eins og Bessie Smith og Billie Hohday. Klarínettleikarinn Tony Scott sagði ein- hvem tímann um þær Ellu og Bihie Hohday: „Þegar Eha syngur um manninn sem fór frá henni þá dettur manni helst í hug að hann hafi skroppið út í búð eftir brauði, en þegar maður heyrir Bihie syngja um það sama þá sér maöur fyrir sér mann á útleið fyrir fullt og aht með hafurtask sitt undir hendinni.“ Plöturábók MCA hljómplötufyrirtækið gefur út einna fallegustu safnplötumar th heiðurs Ehu, en þar er um aö ræða Decca upptökur hennar frá 1938 th 1955 á sérstakri bók með fallegum ljósmyndum, pappír og greinum eftir vini hennar, upptökustjóra og djassgeggjara. Á geislaplötunum eru mörg sígild lög með Ehu, A-Tisket, A-Tasket, Its Only a Paper Moon, Stone Cold Dead in the Market, Oh, Lady Be Good, Mr. Paganini, auk 34 annarra. Fyr- ir þá sem ekki hafa ráö á viðhafnaröskjunum með „söngbókunum" er þetta það næstbesta. Ella Fitzgerald-75th Birthday Celebratlon The Or- iglnal American Decca Recordings GRP 26192. Umboð: SKÍFAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.