Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Síða 21
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 ■21 Árni Sigurðsson tölvusérfræðingur og kona hans, Ag- nes, sem er frá Chile. Elsa og Kjartan Loange skemmta sér greinilega konung- lega en þau dvelja í St. Petersburg á hverjum vetri. Fyrsta þorrablótið í Bandaríkjunum: I Lóðaúthlutun í Reykjavík Til úthlutunar eru lóðir undir 17 einbýlishús og 22 íbúðir í raðhúsum við Starengi. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í sumar. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 632310. Þar fást einnig afhent umsóknareyðublöð, skipulagsskil- málar og uppdrættir. Tekið verður við umsóknum frá og með mánudegin- um 14. febrúar nk. á skrifstofu borgarverkfræðings. Borgarstjórinn í Reykjavík Suðrænir dansar Anna Bjamason, DV, Flórída: Fyrsta þorrablót vetrarins í Banda- ríkjunum var haldið í Orlando, Flórída 29. janúar. Blótið tókst með eindæmum vel og var það mál manna að betra þorrablót hafi ekki verið haldið hér um slóðir. Sumir gengu svo langt að segja að þetta væri besta og skemmtilegasta þorra- blót sem þeir hefðu sótt. Um hundrað og tíu gestir mættu til blótsins. Mjög vel var vandað til þessarar skemmtunar. Boðið var upp á afar sérstæð og vönduð skemmtiatriði. Stöðvarstjóri Flugleiða í Orlando, Yolanda Aulava, sýndi seiðandi suð- ræna dansa með dóttur sinni, Jerus- ha, sem er aðeins átta ára gömul. Eiginmaður Yolöndu, Fihp, lék undir og söng og gerði þetta atriði feikna lukku meðal gestanna. Yolanda tók nokkra blótsgesti út á dansgólfið og lét þá dilla sér í trylltum suðurhafs- dansi við gríðarleg fagnaðarlæti við- staddra. Þá lék Ray Frye af miklum glæsibrag á munnhörpu, sem tengd var galdratækjum sem létu leikinn hljóma eins og komin væri stór- hljómsveit á staðinn. Þriðja atriðið var nemandi frá Daytona Beach, Alli, sem lék á gítar og söng, og naut að- stoðar annarra nemenda og blóts- gesta. Loks lék bandarísk hljómsveit fyrir dansi. Var það The Bob Bruce Quartett. Hljómsveitin lék lög við aUra hæfi og var svo vinsæl að menn sem höfðu ekki dansað í mörg ár gátu ekki setið kyrrir heldur döns- uðu frá sér allt vit. Þorramaturinn var bæði vel fram- reiddur og vel útUátinn. Einnig var boðið upp á kaldan lax í hlaupi, ís- lenskt lambalæri og íslenskan ham- borgarhrygg fyrir þá sem ekki hafa smekk fyrir hið þjóðlega. Það var Sigríður Þorvaldsdóttir frá Reykja- vík og sonur hennar, veitingamaður- inn Eiríkur Friðriksson, sem sáu um matinn. Glæsilegt happdrætti Á hlótinu var veglegt happdrætti með glæsilegum vinningum. Meðal þeirra íslenskur fiskur, rækjur, lopa- Eiríkur Friðriksson meistarakokkur með sviðabakka, en sviðin vekja alltaf mesta athygli í eldhúsi hótelsins þar sem nokkrir blökkumenn eru við störf. peysur, geisladiskar, bækur og margt fleira. Aðalvinningurinn var farmiði tU íslands sem Flugleiðir gefa (90%) Björk Jónsdóttir, einn af ís- lensku húseigendunum í Orlando, vann farmiðann. Þorrablótið var haldið í Langford hótehnu í Winter Park sem er íslend- ingum að góðu kunnugt. Þetta er í þriðja sinn sem blótið er haldið í húsakynnum Langfords fjölskyld- unnar en þar var einnig haldið mjög vel heppnað jólabaU fyrr í vetur. Lovísa og Bob Reusch eru þekkt fyrir greiðvikni við Jerusha og Yolanda vöktu fádæma athygli með seið- landa í Orlando. andi dönsum sínum. afsláttur í örfáa clag'a af öllum teppum, dúkum ogf gólfflísum. miðstöð heimilantia Reykjavik Akureyrí Ísafirðí Akranesi í Miódd og Lynhélsi 10 FuruvöUurr. ", Mjallargotu " Stillholt 16 670050 675600 96-12780 94-4644 93-11799 Hornbaðkörin vinsælu komin aftur. Nudd- kerfi og allir fylgihlutir. 15% staögreiösluafsl. ORAS blöndunartæki Royal Sphinx salerni 20% afsláttur til loka febrúar ec)a meðan birgðir endast. SUÐURLANDSBRAUT 20 -108 REYKJAVÍK - SÍMI 813833 - FAX - 812664

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.