Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 15 Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra: „Það var hlutskipti forsætisráðherra að reyna að miðla málum milli gjörólíkra sjónarmiða innan eigin flokks og milli stjórnarflokkanna. Valdabarátta skapmikilla ráðherra auðveldaði honum ekki það verk.“ Vetur rauna vorra Tvennt hefur öðru fremur orðið landanum tilefni spjalls yfir kaffi- bollum síðustu dagana: veðrið og pólitíkin. Hvort tveggja átti það sammerkt í vikunni sem nú er að ljúka að vera með eindæmum ofsa- fengið og óútreiknanlegt. Veðrið hefur að undanfömu tekið á sig flestar hugsanlegar myndir. Við höfum mátt þola skyndileg stökk úr fannfergi í flóð, stillu í ofsarok, hörkufrosti í asahláku. Við slikar aðstæður er engin furða þótt íslendingar, sem hittast á fomum vegi eða í fjölskylduboð- um, hefji gjaman samræður á því að tala um blessað veðrið. Þetta vinsælasta umræðuefhi landans kemur nefnilega íslendingum aUtaf jafn mikið á óvart í fjölbreytni sinni og tíðum, snöggum sveiflum. Sumir hafa reyndar talið að þetta veðurspjall sé eitthvert séríslenskt fyrirbrigði. Svo er þó ekki. Hið sama er uppi á teningnum hjá íbúum annarra eyríkja hér í Atlantshafinu. Sá merki fræðimað- ur dr. Johnson vakti til dæmis at- hygli á því fyrir ríflega tveimur öldum að í hvert sinn sem tveir Englendingar hittust fæm þeir að tala um Veðrið. Og svo er það víst enn. Áhrifá skapgerð þjóða Þetta er auðvitað ekkert undar- legt þegar til þess er litið að veðrið skiptir okkur miklu máli í daglega lífinu. Þaö hefur til dæmis mikil áhrif á afkomu þjóðarbúsins og tekjur manna, einkum í sjávarút- vegi og landbúnaði. Og veðurfar ræður einnig nokkru um andlega velferð manna og líðan. Sú spuming er líka afar áhuga- verð hversu mikil áhrif lega lands og þar með veðurfar hefur á mótun skapgeröar íbúanna. Ltf mannsins hefur frá upphafi verið átök við náttúruöflin - bar- átta um að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Ekki fer á milli mála aö íbúar norðlægra landa hafa mótast mjög af því vetrarharðbýli sem felst í kuldanum, snjónum og myrkrinu. Skapgerð þeirra og lund hefur stælst í rimmunni við þessi óblíðu öfl náttúrunnar; annars hefði norð- urbúinn hreinlega orðið undir í ltfsbaráttunni. Víða á suðlægum slóðum, þar sem sumartíð ríkir svo að segja allt árið, eru viðhorfin til lffsins allt önnur. Þannig hefur umhverf- ið, og þá ekki síst loftslag og veður- far, mótað manninn í aldanna rás. Stjórnmálahiti Blossandi tilfinningar og örar geðsveiflur hafa frekar þótt fylgja skapgerð suðrænna manna. Það er vafalaust rétt. Meðal útlendinga, sem kynnast íslenskri þjóð, hefur landinn til dæmis fengið orð fyrir að vera þurr á manninn og tilfinn- ingalega lokaður og bældur. Það er fyrst þegar íslendingar hafa fengið sér 1 staupinu sem þeir opna hug sinn gagnvart fólki sem þeir þekkja lítið sem ekkert. Þá umhverfast þeir gjaman og gefa tilfinningunum lausan tauminn svo um munar. Og svo auðvitað í pólitíkinni. Eins og alþjóð hefur fylgst með að undanfórnu, stundum í beinni útsendingu, eiga sumir stjórnmála- menn erfitt með að hafa hemil á sterkum tilfinningum sínum þegar veifað er framan í þá réttri póli- tískri rauðdulu. Margir hafa talið slík tilfinninga- Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri gos stjómmálaforingjunum til vansa. Segja aö ráðherrar eigi alltaf að hafa stjórn á skapi sínu. Mannlegir stjómmálamenn Auðvitað er það augljóst mál að ráðherrar mega ekki láta heitar ástríður ná slíkum tökum á sér að þeir missi út úr sér ummæli sem geti orðið landi og þjóð til skaða. En innan þeirra marka hljótum við ekki aöeins aö sætta okkur við, heldur beinlínis ætlast til þess, að stjórnmálamenn sýni að þeir hafi mannlegar tilfinningar. Annað væri að gera ofurmann- legar kröfur til manna sem eru daglega undir miklu álagi vegna aðsteðjandi vandamála og búa þar að auki við stöðugt eftirlit fiöl- miðla, póhtískra stuðningsmanna og andstæðinga. Eftir að forsætisráðherra reiddist formanni Alþýðubandalagsins sem mest á Alþingi á dögimum sagði áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum að þar meö hefði fimmtán ára starf farið í vaskinn. Hann átti við að ímynd ráðherrans sem hins sterka foringja væri fyrir bí. Vafalaust heíði ráðherrann átt að hemja sig betur, ekki síst þar sem tilefnið var ekki stórvægilegt póli- tískt séð - og reyndar mál sem for- sætisráðherra átti aldrei að blanda sér í. En þá ber að líta á þá staðreynd að margt hefur verið fojsætisráð- herra og formanni Sjálfstæðis- flokksins mótdrægt að undanfómu - og það svo að farið hefði í skapið á stilltustu mönnum. Stormar og stríð Það hefur verið óvenju storma- samt á stjórnarheimiUnu síðustu vikumar og stundum beinUnis ríkt opinbert stríð á mtfli einstakrqi ráð- herra. Þar ber fyrst að nefna átökin um innflutning nokkurra landbúnað- arvara í kjölfar hins fræga skinku- dóms Hæstaréttar. í þeirri deilu var bæði tekist á um grundvallaratriði og valdsvið einstakra ráðherra. MáUð var að hluta til þverpóUtískt þótt HaUdór Blöndal landbúnaðarráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra kæmu fram opinberlega sem áköfustu pólarnir í slagnum. Það var hlutskipti forsætisráð- herra að reyna að miðla málum mUU gjörólíkra sjónarmiða innan eigin flokks og miUi stjórnarflokk- anna. Valdabarátta skapmiktfla ráðherra auðveldaði honum ekki það verk. Áfall fyrir sjálfstæðismenn Um svipað leyti fengu sjálfstæðis- menn í höfuðborginni alvarlegt áfall. Eftir mikla þátttöku í fiömgu prófkjöri, sem vakti almennan áhuga og athygU, kom skoðana- könnun DV þeim í opna skjöldu. Fyrirfram var taUö víst að próf- kjörið og það mikla umtal sem því fylgdi hefði bætt stöðu sjálfstæðis- manna meðal reykvískra kjósenda. Úrslit nýju skoðanakönnunarinn- ar komu því mörgum á óvart, ekki síst forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins. Minnihlutaflokkarnir höföu góðan meirihluta meðal kjósenda samkvæmt könnuninni. Prófkjörið haföi þar engu breytt frá fyrri könnun DV. Fyrir forystu flokksins var þetta mikið áfaU sem hlýtur að leiða til endurmats á vinnubrögðum - ef ekki á sjálfum framboðslistanum. Sjálfstæðismenn hafa einfaldlega glatað þeim samhljómi með meiri- hluta borgarbúa sem einkenndi alla valdatíö Davíðs Oddssonar sem borgarstjóra. Ein ástæðan er vafalaust Ut- lausari forysta í höfuðborginni en áður var. Önnur er sú staðreynd að borgarstjómarmeirihlutinn hef- ur ekki yerið í takt við vilja eigin kjósenda í mikilvægum málum. Nýjustu dæmin um þetta er Strætóklúðrið, sem gæti reynst flokknum dýrkeypt, og ákvörðunin um staðarval fyrir hæstaréttarhús. Skoðanakannanir DV hafa sýnt að mikiU meirihluti kjósenda Sjálf- stæðisflokksins fylgir ekki foryst- unni í þessum málum. Kannski eru þaö dæmi um breyttar áherslur að Davíð Odds- son hefur nú alveg óvænt tekið af skarið um hæstaréttarhúsið og lagt til að það verði reist á öðrum stað. AthygUsvert er að sú stefnubreyt- ing kemur frá forsætisráðherra en ekki forystu borgarinnar. Kvótastríð Þótt forsætisráðherra hafi þannig staðið í stríðum stormi að undan- fömu þá er síður en svo friðvæn- legra fram undan. Mörg mál ríkisstjómarinnar eru í uppnámi. Bráðabirgðalögin sem bönnuðu verkfall sjómanna era til dæmis í sjálfheldu. Þaö er einfald- lega engin samstaða um það innan stjórnarflokkanna hvemig eigi að efna þau loforð sem sjómönnum voru gefin. Fram undan er svo harður slagur um kvótann. Framvörp sjávarút- vegsráðherra um fiskveiðimálin koma væntanlega til umræðu á Alþingi í næstu viku. Þar skortir svo sannarlega samstöðu. Við bætist að Sighvatur Björg- vinsson viðskiptaráðherra, sem nú virðist búa sig af alvöru undir að gera tilkall til forystu í Alþýðu- flokknum þegar Jón Baldvin hætt- ir, hefur varpað sprengju inn í umræðuna með ttilögu sinni um að þorskkvótinn verði aukinn verulega. Sú stefna kratanna á vafalítið miklu fylgi að fagna úti á landi þar sem kvótinn er aff klárast og ekkert blasir við nema enn stór- aukið atvinnuleysi. Skynsemi og forsjálni mæla á móti því að taka slíka áhættu með fiöregg þjóðarinnar. En yfirboð og eyðsluloforð hafa gjarnan reynst vænleg beita við atkvæðaveiðar þeirra sem standa illa meðal kjós- enda á kosningaári. Með allt þetta í huga, og alveg sérstaklega martröð sjálfstæðis- manna í höfuðborginni, gæti for- sætisráðherra svo sannarlega tekið undir með Ríkarði þriðja; Nú er vetur rauna vorra...! Svo er bara spurningin hvort honum gengur betur að feta sig og sína menn út úr vandræðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.