Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 18
LAUjjARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Dagur í lífi Halldóru Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Akureyrar: í kynfraeðslutíma Ég vaknaöi klukkan hálfsjö mánudaginn 7. febrúar í logni og hita sem hélst allan daginn hér á Akureyri. Einn af þessum yndis- legu stilludögum sem minnir meira á vor en vetur. Þessa dagana erum við Þuríöur Backman, vinkona mín og hjúkrunarfræðingur Krabba- meinsfélags íslands á Austíjörðum, á fyrirlestraferð um Norðurland. í dag er ferðinni heitið í Síðuskóla á Akureyri þar sem við skiptum með okkur verkum. Ég talaði viö 9. bekkinga og Þuríður við 10. bekk- inga um krabbamein, reykingar, lífið og tilveruna. Einnig sat ég góðan fyrirlestur með níunda bekk um kynfræðslu en í þessum skóla er í gangi kyn- fræðsluprógramm samkvæmt bandarískri fyrirmynd. í kerfi þessu eru tveir kennarar saman með bekkinn, líffræðikenn- ari og hjúkrunarfræöingur. Krakk- amir fá heimaverkefni sem bæði þeir og foreldrar þeirra vinna. Síö- an lesa nemendumir upp sín eigin svör og viðhorf til hinna ýmsu mála og einnig viðhorf foreldranna til sömu mála. Ef upp koma misjöfn viðhorf, sem stundum gerist jú hjá foreldrum og unghngum, eru þau rædd í bekknum og fundinn farveg- ur fyrir skoðanir beggja. Það vildi ég aö fólk á mínum aldri heföi notið slíkrar fræðslu á sínum tíma og hvet ég hér með alla for- eldra að leggjast á eitt um það að þessi fræðsla fari inn í alla grunn- skóla landsins. Talandi um afskipti foreldra af málefnum barna og unghnga vhdi ég gjaman sjá foreldra taka ábyrg- ari afstöðu varðandi neyslu barna sinna á tóbaki og áfengi því hvar hggur ábyrgðin fyrst ef ekki hjá foreldrum? Uppeldið er fyrst og fremst okkar en ekki skólanna eða félagasamtaka út í bæ. Eftir að kennslu lauk tók við Halldóra Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og formaður tóbaksvarnanefndar, við störf sín á skrifstofunni. vinna á skrifstofu Krabbameinsfé- lags Akureyrar og nágrennis þar sem ég er framkvæmdástjóri. Mik- ið er komiö og hringt til okkar flesta daga og var þessi engin und- antekning. Einnig þurfti ég að und- irbúa húsnæði félagsins fyrir fund hjá „Styrk“ en það eru samtök krabbameinssjúkhnga og aðstand- enda þeirra sem hittast alltaf fyrsta mánudagskvöld í hveijum mánuði. Ég skrapp heim í sveitina mína milli kl. 18 og 20 til að kíkja á syni mína sem báðir hggja heima með rauða hunda. Sá eldri, sem er tíu ára, sýndi mér fyrstu kaflana úr leikriti með söngvum sem hann og pabbi hans eru að semja upp úr sögunni um Aladdín og töfralamp- ann fyrir árshátíð í skólanum í mars. Leist mér nokkuð vel á upp- hafið. Það er líklega satt sem sagt er um hjúkrunarfræðinga aö þegar veik- indi eru heima eru þeir víðs fjarri því auk tveggja með rauða hunda lágu tvö með bakverk í kvöld. Ég dreif mig hins vegar á fund hjá „Styrk“. Ég kom heim kl. 23.00, fékk mér sítrónute, heitt bað og hlustaði á nýja geisladiskinn hans Kristjáns Jóhannssonar á meðan. Á eftir leit ég aðeins í íslandsbók Mikaels, eftir Jose og Lesa Stevens, og sofnaði aht of seint að venju. Finnur þú funm breytingai? 244 Já, en það skiptir engu máli hvernig þú stafar „engifer“ þegar enginn Nafn:.... sér minnismiðann nema þúl Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ]jós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyghsgáfu og þjálfar hugareikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. - Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækumar era geíhar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 244 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð fertugustu og aðra getraun reyndust vera: 1. Ema Jóhannesdóttir,, Reynigrund 77,200 Kópavogi. Grímar Teitsson, Reynigrund 42, Akranesi. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.