Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Fordkeppnin: Tvær utan- landsferðir í boði - ef sigurvegarinn kemst í Supermodel of the World Einn þátttakenda í keppninni Super- model of the World í fyrra. Walt Walley ásamt súperfyrirsæt- unni Rachel Hunter, eiginkonu söngvarans Rods Stewarts. Góðir samningar Sigurvegarinn í fyrra var Veronica Blume frá Spáni. Hún hlaut í verð- laun fimmtán milljóna króna samn- ing við Ford Models skrifstofuna í New York auk skartgripa að verö- mæti tæpra tveggja milljóna króna, hannaðra af ítalska hönnuöinum Manfredi. Þær stúlkur sem komu í næstu tveimur sætum á eftir fengu einnig samninga við Ford Models í New York. Stúlkan í öðru sæti, Magdalena Wrobel frá Póllandi, fékk samning upp á rúmar tíu milljónir króna, og sú í þriðja sæti, Michelle Behennah frá Englandi, fékk samning upp á sjö milljónir. Skilafrestur á myndum í Ford- keppnina er til 20. febrúar. Þá verða Birna Willardsdóttir, Fordstúlkan 1993, i góðum félagsskap á Flórída sl. sumar þegar hún tók þátt i keppninni Supermodel of the World. allar þær myndir sem borist hafa sendar til Ford Models í New York þar sem valið verður í úrslit. Þær stúlkur sem valdar verða í úrslit fara í frekari myndatökur og viðtöl en dómari Ford Models mun velja sigur- vegara úr þeim myndum. Sigurveg- arinn mun síðan áður en langt um líður fljúga til New York eða Parísar í frekari tiskuljósmyndatökur. Merkið myndimar: Fordkeppnin, helgarblað DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. -ELA Fordkeppnin er í fullum gangi og myndir streyma inn. Eins og sagt var frá í síðasta helgarblaði hefur keppn- in breyst vegna aukinna krafna Ford Models í New York. Það er Disney- fyrirtækið sem kostar keppnina og sjónvarpsútsendinguna frá henni. Disney gerir kröfu um að einungis toppfyrirsætur taki þátt í keppninni Supermodel of the World þetta árið, stúlkur sem geta hafiö störf strax eftir keppnina. Keppnin hér heima mun einungis fara fram á síðum blaðsins enda eru það myndirnar sem skipta öllu máli þar sem eftir þeim verður vahð. Sú stúlka sem vahn verður sigurvegari þarf að vera mjög „photogenísk“, það er að segja myndast mjög vel. Eftir sigur hér heima fer hún til New York eða Parísar þar sem atvinnutísku- ljósmyndari mun taka myndir af henni. Þær myndir skera síðan úr um hvort íslenski sigurvegarinn fær að taka þátt í keppninni Supermodel of the World í Disney World á Flórída í sumar. Þannig að í raun þarf sigur- vegarinn að gangast undir inntöku- próf. Vegna þess mun keppnin verða miklu meira spennandi. Tvær utanlandsferðir Sú stúlka sem sigrar í Fordkeppn- inni gæti því átt tvær utanlandsferð- ir í vændum. Hins vegar verður hún að vera tilbúin að starfa á erlendum vettvangi sem fyrirsæta því ef hún kemst í keppnina fær hún mögulega einnig samning upp á vasann. Það má því segja að til mikils sé að vinna fyrir stúlkur sem áhuga hafa á fyrir- sætustörfum. Þó íslenski sigurvegarinn nái ekki að komast í Supermodel of the World keppnina á hann engu að síður myndamöppu tekna af góðum tísku- ljósmyndara sem gott getur verið að eiga þegar sótt er um fyrirsætustörf. Þar fyrir utan hefur Fordstúlkan þá fengið nasasjón af því hvemig þessi heimur er starfræktur þannig að hún mun verða reynslunni ríkari. Þátttakendum fjölgar Á undanfórnum árum hefur þátt- takendum í Supermodel of the World Sigurvegari keppninnar í fyrra, Ver- onica Blume, frá Spáni. keppninni fjölgað til mikiha muna. Stúlkur frá Asíu og Austur-Evrópu hafa bæst við hópinn. í fyrra voru hátt í fimmtíu stúlkur hvaöanæva að úr heiminum sem komu til Flórída. Bæði þótti keppnin of kostn- aðarsöm en einnig var of tímafrekt að undirbúa allar þessar stúlkur fyr- ir sjónvarpsútsendinguna. Þá er því ekki að neita aö sumar stúlkurnar áttu ekkert erindi í keppnina. Þess vegna hefur verið ákveðiö að breyta til og setja upp inntökupróf. Keppnin um súperfyrirsætuna fer fram í Disney-skemmtigarðinum á Flórdía í sumar. Stúlkumar sem þátt taka í keppninni munu búa á lúxus- hóteh þá daga sem dyalið verður og starfa með frægum tískuljósmyndur- um, fórðunarmeistumm og úrvals- sjónvarpsliði. Keppnin er send út um Bandaríkin, til Frakklands og Japan. Venjulega em þekktir kynnar á þessu kvöldi en í fyrra var það bandaríski sjónvarpsþáttaleikarinn Ert þú fyrirsæta ársins? Nafn Aldur............ Heimili.......... Símanúmer........ Póstnr. og staður Hð&íl ........................ Staða...................... Hefur þú starfað við fyrirsætustörf? Fyllið í réttan reit já □ nei □ Ef svarið er játandi þá hvar........ Myndirnar sendist til: Ford-keppnin, Helgarblað DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík Gleymið ekki að senda myndir með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.