Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Iþróttir Guðmundur Gíslason Guðmundur Gíslason var fyrsti sundmaöurinn sem kjörjnn var íþróttamaður ársins, árið 1962, og rauf þá einokun frjálsíþrótta- manna á titlinum. Guðmundur var kjörinn aftur 1969 og er einn fárra sem hafa hreppt nafnbótina tvisvar. Guðmundur var um árabil fremstur íslenskra sundmanna og keppti fjórum sinnum á ólympíuleikum, í Róm 1960, Tokyo 1964, Mexíkó 1968 og í Miinchen 1972, og það hefur að- eins Bjarni Friðriksson júdómað- ur leikið eftir. Hann var mjög fjöl- hæfur og setti met í mörgum greinum, en hann keppti til dæm- is í skriðsundi, ílugsundi og fjór- sundi í Mexíkó. Guðmundur, sem er 53 ára gamall og starfar sem aðstoðar- bankastjóri í Búnaðarbankanum, æfði frjálsar íþróttir frá 10 til 13 ára aldurs en byrjaði þá í sundinu af fullum krafti. Sitt fyrsta ís- landsmet í flokki fullorðinna setti hann tæplega 17 ára gamall, og metin urðu alls 157. Keppnisferl- inum lauk Guðmundur árið 1974, þá 33 ára, en þjálfaöi síðan í 7 ár, auk þess að sitja í landsliðsnefnd og sinna dómarastörfum. „Þegar ég lít til baka lifa ólymp- íuleikarnir fernir í minningunni og þeir voru allir sérstakir, hveij- ir á sinn hátt. í Tokyo var sér- staklega gaman, í Mexíkó er minnisstætt hve þunna loftið fór illa með margar stjörnurnar, en í Munchen upplifði maður hins vegar þann hryllilega atburð þeg- ar ísraelsmennirnir voru drepn- ir,“ sagði Guömundur við DV. Síðan sundferlinum lauk hefur Guðmundur stundað langhlaup af miklum krafti ásamt félögum sínum og oft tekið þátt í mótum. „Þetta átti að vera biðstaða á meðan við vorum að leita okkur að heppilegri grein, en síðan ílentumst við í hlaupunum. Það má segja að maður hafi sinnt sundinu alltof lítið í seinni tíð. En ég fylgist grannt með keppnis- fólkinu í sundi, þekki það reynd- ar ekki en veit hvaöa tíma það nær, og ég hef líka fylgst mikið með í gegnum dætur mínar sem hafa keppt og þjálfað í sundi um árabil," sagði Guömundur Gísla- son. -VS PLÚS Plús vikunnar fær frjáls- íþróttafólkið sem kemur vel undan vetri og er þegar byrjað að setja íslandsmet og ná lág- mörkum fyrir Evrópumeist- aramót. Það er útlit fyrir líf- legt tímabil framundan á þessu sviði. MÍNUS Mínus vikunnar fá þeir aðilar innan skíðahreyfmgarinnar sem vildu ekki virða gildandi lágmörk fyrir vetrarólympíu- leikana. Þeir fimm sem náöu lágmörkum voru sendir, farið var eftir settum reglum og ef menn ætla að breyta þeim eft- ir á er betra að hafa engar reglur! Vetrarólympíuleikamir settir í Liilehammer í dag: Vinsældir Ulvangs á við Ibsen og Grieg - standa norsku gulldrengimir undir væntingum þegar á hólminn er komið? Klukkan þrjú í dag rennur stóra stundin upp hjá Norðmönnum. Þá hefst setningarathöfn 17. vetrar- ólympíuleikanna sem haldnir eru í Lillehammer og standa yfir til 27. febrúar. Leikanna hefur verið beöið með mikilli eftirvæntingu í Noregi, að minnsta kosti hjá hluta þjóðarinn- ar, og Lillehammer verður mið- punktur íþróttaheimsins næstu tvær vikurnar. Reyndar verða leikarnir hafnir áð- ur en þeir eru formlega settir því klukkan 11 byija íshokkímenn sína keppni með leik Finna og Tékka í Hákonarhöllinni og leik Rússa og Norðmanna í „hellinum" stórbrotna í Gjovík. Fyrsta stóra greinin er síðan á dag- skrá á morgun, sunnudag, þegar bestu brunkappar heims í karla- flokki reyna með sér, og síðan rúllar hver greinin á eftir annarri. Loka- daginn, 27. febrúar, er keppt í svigi karla og 50 kílómetra göngu karla, og þá fer fram úrslitaleikurinn í ís- knattleik. Norðmenn gera sér vonir um aö skíðagöngumenn þeirra, með Vegard Ulvang og Björn Dæhlie í farar- broddi, sópi að sér gullverðlaunum, eins og þeir gerðu á leikunum í Al- bertville fyrir tveimur árum. Þá stóðu norskir göngumenn fimm sinnum á efsta þrepi verðlaunapalls- ins og sannkallað gullæði gekk yfir Noreg. Vinsældir Ulvangs eru shkar í.landinu aö einungis skáldið Ibsen og tónskáldið Grieg hafa notið slíkr- ar hylh Norðmanna. Önnur ~hetja er Kjetil-Andre Ámodt, einn fremsti alpagreinamað- ur heims, og hann gæti hugsanlega krækt í nokkur verðlaun, þvi að hann hefur sigrað í öllum fimm alpa- greinunum á heimsbikarmótum síö- ustu misserin. En Norðmenn fá skæða keppi- nauta. Vladimir Smimov frá Kaz- akhstan gæti stungið þá alla af í göngunni eins og hann hefur gert hvað eftir annað í vetur, og reyndir kappar á borð við Marc Girardelli og Alberto Tomba munu fórna öllu til að komast í efsta þrepið í alpa- greinunum. Fimm íslendingar keppa í Lille- hammer og fyrstir af stað verða göngumennirnir Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson. Þeir keppa í 30 kílómetra göngu á mánu- daginn. -VS Ein ferö eins og í bruni og nokkurs konar blanda af oruni og stórsvigi. Brautin þó styttri en í bruninu. Bóndabýli Fyrst var keppt í alpagreinum á ólympíuleikunum 1936, í bruni, svigi og stórsvigi, en 1988 var risa- stórsvigi og tvíkeppni bætt viö. Ein ferð á beinni braut. Hraðinn er gífurlegur, allt að 130 km á klukkustund. Tvær ferðir, sín á hvorri braut; og tímar lagðir saman. Stutt á milli hliða og því mikið um beygjur. STÓRSVIG Qbrun SVIG RISASTORSVIG Keppt sérstaklega í svigi (2 ' feroir) og bruni (1 ferð) og árangurinn lagður saman. Lestarstöö UIVIHVERFISVERND Jarðrask og skogarhögg í lágmarki við lagningu brautanna. Snjóplógar eru lagværir og sparneytnir. Strengir og lagnir alls staðar neðanjarðar á svæðinu. Tvær feröir og tímar lagöir saman. Lengri braut en í svigi og lengra miíli hliða og því meiri hraði. Pétur Guðmundsson - náöi fimmta besta árangri ársins í heiminum í kúluvarpi Pétur Guðmundsson byrjar vel með nýja stílinn. Pétur Guðmundsson náði um síðustu helgi fimmta besta árangri í heiminum í kúluvarpi innanhúss á þessu ári þegar hann kastaði 20,15 metra á opnu móti KR-inga í Reiö- höllinni í Reykjavík. Þetta kast kom á góðum tíma því það tryggði honum þátttökurétt á Evrópu- meistaramótinu innanhúss sem fram fer í París eftir einn mánuð. Pétur hefur verið fremsti kúlu- varpari íslands um árabil og litla keppni fengið á mótum hér heima. Hann á íslandsmetin, bæði utan- húss og innanhúss, og bæði setti hann árið 1990. Þá kastaði hann 21,26 metra utanhúss og 20,66 metra innanhúss. „Það má segja að þetta kast hafi verið á undan áætlun og það kom mér virkilega á óvart. Ég er í þung- um æfingum þessa dagana, æfi undir miklu álagi, og kem síðan til með að létta mig þegar nær dregur Evrópumeistaramótinu," sagði Pétur við DV. Hann hefur breytt um kaststíl í vetur, lagði gamla stihnn til hliðar eftir heimsmeistaramótið síðasta haust, og óhætt er aö segja að hann fari vel af stað með þeim nýja. „SnúningsstíMinn sem ég notaði var þannig að hann bauð upp á eitt og eitt mjög gott kast, en hann gekk ekki upp hjá mér, þannig að ég gafst upp á honum. í staðinn tók ég upp stíl sem kenndur er við Bandaríkjamann, O’Brian, en 70-80 prósent af bestu kösturum heims nota hann nuna. Hann býður upp á jafnari köst og virðist henta mér vel. Núna stefni ég að því aö ná sem bestum árangri á Evrópumeistara- mótinu. Eftir að Svisslendingurinn Gunthör hætti má segja að Evrópa sé opin í kúluvarpinu, enginn er áberandi bestúr, þannig að með góðu kasti gæti ég komist ofar- lega,“ sagði Pétur Guðmundsson. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.