Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Síða 3
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1994
t i I b o ð
bókabúðu m
3
Fréttir
Landsliðið i handflökun (f.v.): Kristmundur Skarphéðinsson, Reykjavik, Þor-
valdur Rúnarsson, Hafnarfirði, Þórður Tómasson, Reykjavik, og Ámundi
Tómasson, Reykjavík. Gissur Pétursson, verkefnisstjóri Starfsfræðslunefnd-
ar fiskvinnslunnar, er fararstjóri.
Landsliðið í handf lök-
un heldur utan
Landslið íslands í handílökun hélt
til Bellingham í Washington-fylki í
Bandaríkjunum 1. júní sl. og tekur
þar þátt í heimsmeistaramótinu í
handilökun sem haldið verður nú
um helgina.
Liðið er skipað fjórum mönnum
völdum úr hópi 25 keppenda á ís-
landsmótinu sem fram fór í liðnum
aprílmánuði. Keppt verður í liða-
keppni íjögurra manna hða. Flakað-
ur verður karfi og dæmt eftir hraða,
nýtingu og gæðum líkt og gert var á
íslandsmótinu. Fimmtán Uð taka
þátt í mótinu, flest frá Bandaríkjun-
um og Kanada.
Erindasafn:
Tilraunin ísland í 50 ár
Listahátíð í Reykjavík hefur, í
samvinnu við Háskólann á Akur-
eyri, geflð út erindasafnið Tilraunin
ísland í 50 ár. Bókin kemur til með
að gilda sem aðgöngumiði að mál-
þingi listahátíðar með sama heiti
sem haldið verður í Háskólabíói
sunnudaginn 12. júní nk. frá kl. 16.00
-18.30.
í bókinni birtast hugleiðingar fjöl-
margra einstaklinga um tilraun ís-
lendinga síðasthðin 50 ár til að vera
sjálfstæð og lýðfrjáls þjóð. Þar fjallar
m.a. Gunnar Karlsson um reynsluna
af þessari tilraun í ljósi sögunnar,
Tryggvi Gíslason ritar um stöðu
tungunnar, Ólafur Þ. Harðarson
hugleiðir þátt stjómmálanna og
fleira mætti nefna. Erindi bókarinn-
ar verða reifuð á málþinginu.
Reynt var að velja einstaklinga sem
skapaö hefðu sér hlutgengi á ólíkum
þekkingarsviðum og ákveðið var að
reyna að einbeita sér að þeim málum
sem kannski síst fengju athygh í
fjölmiðlum, s.s. eins og aðbúð þjóðar-
innar, áferð mannlífs, fjölskyldu- og
menntamál o.s.frv.
Ritstjórar bókarinnar eru Kristján
Kristjánsson, lektor við Háskólann á
Akureyri, og Valgarður EgUsson,
formaður stjómar Lástahátíðar í
Reykjavík.
Unnið að viðgerð á bílnum á verkstæði en tjónið nemur tugum þúsunda
króna.
DV-mynd Sveinn
Bíll skemmdur við Hagamel
Rúður vom brotnar og hjólbaröar
eyðilagðir á nýjum bíl við Hagamel
í fyrrinótt. Eigandinn kom að bUnum
í gærmorgun án þess að hafa orðið
nokkurs var um nóttina. Biður hann
þá sem kunna að hafa orðið einhvers
varir að hafa samband við lögreglu.
Athygli vekur að skemmdir voru
unnar á bílnum þar sem honum var
lagt fyrir utan heimili nýkjörins
borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur.
Enginn hefur verið handtekinn
vegna málsins sem er í rannsókn.
Skjálftamir 1 Eyjafjallajökli:
Skjálftavirkni hélt áfram að mæl-
ast í EyjafjallajökU í gær en þar hafa
mælst fjórir til fimm skjálftar á dag
að meðaltaU frá því um síðustu helgi.
Upptökin eru í norðanverðum Eyja-
fjallajökU við Steinsholt.
„Þetta era UtUr skjálftar, undir 2
stigum á Richterskvarða og rétt yfir
2 stig, en það er meira um að vera
en venjulega. Það er þó engin ástæöa
til að búast við gosi,“ segir Gunnar
Guðmundsson, jarðeðUsfræðingur á
Veðurstofu Islands.
Að sögn Gunnars voru sett upp
nákvæm mælitæki fyrir nokkrum
árum í nágrenni jökulsins og því
auðveldara en áður að mæla minni
skjálfta. „Við höfum kannski ekki
svo mikla sögu í kringum skjálfta-
virkni í EyjafjallajökU í langan tíma.
Við vitum raunverulega ekki hvað
er eðlilegt ástand og hvað ekki. En
þetta er þó óvenjumikið oúna.“
RflK3f
fæst í næstu
bókabúö
Þingvellir eru í senn helgasti sögustaður íslensku
þjóðarinnar og sá staður landsins sem er hvað fjöl-
skrúðugastur og fegurstur að náttúrufari. í þessari
bók, sem nú er endurútgefin í tilefni lýðveldishátíðar,
leiðir Björn Th. Björnsson lesandann um Þingvelli og
freistar þess „að gera þjóðgarðinn á Þingvöllum enn
frekar en nú er að sannri eign íslensku þjóðarinnar".
Þingvellir eru þjóðinni „skuggsjá sög-
unnar, hraunin og gjárnar dulið töfraland,
sem hún á en þekkir ekki.“
Bókin geymir margháttaðan sögulegan fróðleik
um Þingvelli jafnframt því sem hún er leiðarvísir um
svæðið. Fjölmargar myndir og kort prýða þessa bók
eftir einn vinsælasta höfund íslendinga.
F' O R L /V G 1 Ð
M Á L O O IVI E IM IM 1 IM G j|§§|