Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. JÚNl 1994 Sjómannadagurinn er á morgun: - segir Reynir Traustason sjómaður sem gafst upp á heimabæ sínum, Flateyri, og flutti til Þorlákshafnar „Ég hef verið búsettur á Flateyri í 35 ár og hefði verið þar áfram ef hægt væri. Það var ekkert annað fyrir mig og fjölskyldu mína að gera nú en yfirgefa húsið og flytja burt,“ segir Reynir Traustason, út- gerðarmaður á Flateyri, sem nú hefur rifið sig upp frá æskustöðv- unum og flutt til Þorlákshafnar. Ástæða þess er ástandið á Vest- fjörðum. „Ég er búinn að vera á sjó frá því ég var tólf ára gamall, er núna fertugur, og er enn að furða mig á af hverju ég valdi mér þetta lífsstarf. Þegar maður var kominn á sjóinn lá beinast við að læra eitt- hvað í því fagi og ná sér í hærri hlut. Ég fór ekki af hugsjón í Stýri- mannaskólann heldur af hag- kvæmnissjónarmiðum," segir Reynir sem mun halda upp á sjó- mannadaginn á morgun á nýju heimili í Þorlákshöfn þar sem hann nú gerir út bát sinn á humar. „Eg man þegar ég fór túr með Gylli frá Flateyri í einu fríi meðan ég var í námi og við fengum 100 tonn af þorski á sjö klukkutímum. Núna þykir gott að fá 100 tonn á viku. Maður var farinn að fmna rækilega fyrir þessari niðurtaln- ingu endalaust. Ég hætti á togara fyrir einu og hálfu ári og ástæða þess var sú að ævintýrin voru úti. Þessi mok sem við þekktum hér áður fyrr voru úr sögunni. Manni leiddist þetta orðið,“ segir Reynir og riijar upp rosalegt fiskirí sem þekktist á togurunum hér áður fyrr. „Þá sváfu menn ekki heilu sólarhringana vegna þess hversu mikið var að gera. Gósentíðin er búin,“ segir hann. Togararnirfamir „Skip sem veiddu á Vestfjörðum voru með um fimm þúsund tonna afla á ári en eru í dag með í mesta lagi eitt þúsund tonna kvóta. Þaö segir sig sjálft að þetta getur ekki gengið. Vestfirðingar hafa heldur ekki sótt í utankvótategundir vegna þess að þeir eiga ekki nógu stór skip. Vestan Djúps eru allir ísfisktogarar farnir - ekki einn ein- asti eftir. Hér áður skiluöu vest- firskir sjósóknarar hámarks af- rakstri. Þetta voru annálaðir fiski- menn sem voru á þessum skipum en fyrirtækin náðu því miður ekki að nýta sér þessa gósentíð til mögru áranna. Þegar illa árár, eins og t.d. hjá Hjálmi á Flateyri er togarinn seldur. Skip sem var búið að bera að landi 30-A0 þúsund tonn. Sjó- menn um borð heyrðu það í útvarp- inu þegar þeir voru á leiö í land aö það væri búið að selja togarann. Þeir höfðu ekki hugmynd um að þeir væru orðnir atvinnulausir. í því tilfelh var verið að hengja bak- ara fyrir smið. Það er hroðalegt fyrir Vestfiröinga að vera meö toppsjómenn en síðan er það eitt- hvað í landi sem klikkar. Það hefur enginn áhuga á aö fjárfesta í frysti- húsi á Flateyri - áhuginn snýst um skip og veiðiheimildir. Það varð hrun á Flateyri á tveimur árum, fyrst var togarinn seldur en sex mánuðum síðan töldu menn að allt væri komið í jafnvægi og búið að minnka skuldir. Mönnum var talin trú um að allt væri í lagi. Síðan gerð- ist það átta mánuðum síðar að gefln var út tilkynning um að Hjálmur væri hættur fiskvinnslu. Fólkið varð miög undrandi á þeim fréttum. Ann- Reynir Traustason hefur verið sjómaður frá því hann var tólf ára gamall og nær alla tíð búið á Flateyri. Nú hefur hann gefist upp á þeim landsfjórðungi og er fluttur með fjölskylduna til Þorlákshafnar. DV-mynd Brynjar Gauti að fyrirtæki á staðnum yfirtók þá reksturinn en íbúar á Flateyri voru mjög undrandi á öllu þessu. Ákall um peninga Staðan í dag er í rauninni sú að hluti Vestfirðinga gerir út á opin- bera aðstoð. Það er hringt í Byggða- stofnum og beðið um pening og það er sífellt ákall um peninga. Allir þekkja 300 milljón króna Vest- fjarðaaðstoðina sem skipti engu máli til eða frá. Ég get fullyrt að hinn almenni íbúi á Vestfjörðum hefur óbeit á þessu. Ég segi og margir taka undir það; þetta er ekki Vestfirðingum samboðið. Vitaskuld er mikið að og kvótakerf- iö hefur vissulega unnið gegn þess- um landsfjórðungi. Ákveðinn hóp- ur á Vestfjörðum hefur talað fyrir því að það verði tekinn upp auð- lindaskattur og þá sitja allir við sama borð. Þá munu sægreifarnir veiða á sömu forsendum og hver annar. Ef tekinn yrði upp auðlinda- skattur þá kostar bara ákveðna upphæð að sækja hvert kíló úr sjó og þeir peningar renna til samfé- lagsins. Þessu hafa ákveðin öfl hafnað. Sérstaklega menn í sjávar- útveginum sem eiga kvóta og geta selt hann og leigt og grætt á því. Að mínu mati er auðlindaskattur það langskásta á eftir sóknarstýr- ingu því þá eru allir jafnir." Reynir segist hafa greitt milljón í auðlindaskatt fyrstu tvo mánuði ársins. „Máliö er að þessi milljón rann ekki í ríkiskassann heldur til einhverra sem eru handhafar auð- lindarinnar. Það eru einhverjir sem aka um á dýrum bílum og hafa nóg fyrir sig og sína. Þeir þéna vel á að selja veiðiheimildir sem þeir fengu kannski í arf frá feðrum sínum sem voru staddir á góðum punkti þegar kvótanum var úthlut- aö árið 1983.“ Sportveiói á þorski Reynir segir að sjómenn fái 71 krónu fyrir kíló af þorski úr sjó. „Þá eru sjómenn búnir að leggja fram vinnuna, bátinn og mann- skap, ohu og fleira. Þaö eru dæmi um það núna að veiðileyfi séu seld á 78 krónur kílóið af þorski eða sjö krónum meira en útgerðarmaður- inn fær fyrir hann. Ég hef ekki efni á þessu og á lítinn kvóta. Mér finnst því betra að hætta þorskveiðum og snúa mér að öðru. Eg get alveg eins staðið við hliðina á Sverri Her- mannssyni í laxveiöiá og eytt pen- ingum í það eins og að stunda sportveiðimennsku á þorski," segir Reynir. „Þá er ég búinn að skýra út hvers vegna ég hætti fyrir vestan og flutti í Þorlákshöfn," bætir hann við. „Við höfðum ekki vinnu nema einn og hálfan mánuð á ári í frjálsum veiðum, steinbít. Þorskveiðar eru út úr myndinni og það þýðir að ég var verkefnalaus. Þess vegna hefur fjölskyldan tekið sig upp og flutt," segir hann. „Tækifærin eru miklu meiri í Þorlákshöfn fyrir bát af minni stærð eins og í humri og rækju." Reynir er kvæntur Halldóru Jónsdóttur og eiga þau íjögur börn. Hann segir að öll íjölskyldan hafi verið sátt við flutninginn enda séu fleiri möguleikar varöandi skóla- nám bamanna á suðvesturhorn- inu. Einbýlishús upp á rúma 250 fermetra sem Reynir byggði á góðæristímunum var skilið eftir með skuldunum einum enda er það óseljanlegt. „Viö reyndum að selja húsið en það var hlegiö að okkur. Okkur voru boðnar sex milljónir fyrir húsið sem myndi kosta um tuttugu milljónir ef það væri í Reykjavík. Þær sex milljónir hefðu ekki einu sinni dugað fyrir skuld- um,“ segir Reynir og bætir við í lokin: „Viö gengum út úr þessu húsi með fullri reisn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.