Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 21 Eru Andrew og Fergie að taka saman aftur? - ýmislegt þykir benda til þess að svo geti orðið á næstunni Sviðsljos Ýmislegt þykir benda til þess að þau geti lagfært hjónaband sitt. Breska konungsfiölskyldan hefur veriö mikið til umfjöllunar í fjöl- miðlum um alian heim og virðist ekkert lát þar á. Einkum eru það tengdadætumar tvær, þær Díana og Fergie, sem athyglin hefur beinst að. Og enn bíða menn með öndina í hálsinum því nú hefur sá orðrómur fengið byr undir báða vængi aö Andrew, hertogi af York, og Fergie séu aö taka saman aftur. Þetta byrjaöi þegar skip það sem Andrew er yfirmaður á lagðist að bryggju í Bretlandi á dögunum. Fyrst manna um borð var Elísabet drottning sem heilsaði syninum hlýlega. Hertogaynjan af York kom svo ein síns hðs síðar um kvöldið. Var haft eftir einum úr áhöfninni að Andrew hefði beðið óþreyjufullur uppi á þilfari og skyggnst í sífellu eftir bíl hennar. Þegar honum fór að leiðast biöin náði hann sam- bandi við Fergie í bílasíma og varð heldur feginn þegar hann heyrði að hún hefði aðeins tafist. Þau mættu síðan í kokkteil en héldu síðan til kvöldverðar í nætur- klúbbi. Var sérstaklega tekið eftir því hve glaðlegur prinsinn var og hve Fergie virtist hamingjusöm i návist hans um kvöldið. Varð þetta til þess að glæða vonir breskra um að þeim takist að bjarga hjóna- bandinu þrátt fyrir allt það sem á hefur dunið síðustu misserin. Það er einnig talin vísbending í þessa átt að nýlega fóru þau saman með litlu dæturnar, Beatrice og Eugenie, á hina árlegu Windsor- Elísabet drottnig heilsar syni sín- um um borð í herskipinu. Margir þóttust merkja að Andrew, hertogi af York, væri óþreyjufullur meðan hann beið eftir fyrrverandi eiginkonu sinni. Fergie og Andrew yfirgáfu nætur- klúbbinn saman eftir að hafa snætt þar kvöldverð. hestasýningu. Síðar það sama kvöld tóku þau þátt í grillveislu, sem haldin var fyrir starfsfólkið. Engan þrýsting En þótt Bretar leyfi sér nú að vonast til að þau Fergie og Andrew nái saman aftur heyrast margar svartsýnisraddir. Þær benda til dæmis á að kvöldverðurinn í næt- urklúbbnum hafi ekki litið út eins og rómantísk kvöldstund elskenda. Þarna hafi verið mættir með þeim nokkrir vinir og kunningjar sem hafi tekið þátt í ýmiss konar góð- gerðarstörfum með hertogaynj- unni í gegnum tíðina. Þá er það haft eftir Fergie að því meiri þrýst- ing sem fólk setji á þau til að end- urnýja hjónabandið þeim mun minni líkur séu á að úr því verði. En hvað sem því líður þá þykja Andrew og Fergie leggja sig fram um að láta skilnaöinn bitna sem minnst á dætrunum. Þá hefur Fergie unnið sleitulaust að góð- gerðarmálum þau tvö ár sem nú eru hðin frá skilnaðinum. Hún hef- ur verið á ferö og flugi í þeim til- gangi og þótt standa sig afar vel. Nú bíða Bretar eftir þvi að sjá hvort hún sé tilbúin að fórna frelsinu í annað sinn fyrir hjónaband innan bresku krúnunnar meö öllu því sem því fylgir. Nú ferðumst við innan- lands í sumar á frjálsan og þægilegan hátt Draumaferðin byrjar á sýningunni okkar í Bíldshöfðanum um helgina PARADISO FELLIHÝSi Verð frá kr. 495.000,- og allt að 75.000 kr. í ókeypis aukahlutum þegar þú kaupir Paradiso. Bestu kaupin í dag? Örugglega. HOBBV HJÓLHVSl Verð aðeins frá kr. 1.072.600,- fyrir nýtt glæsilegt Hobby hjólhýsi Sama verð og í fyrra! cawip-lettjaldvagnar Yfir 20 ára reynsla á íslandi skipar Camp-let í öndvegi meðal tjaldvagna. Traustur, stór og ákaflega þægilegur í meðförum. Opið lau. 10-16 og sunnud. 13-16. GíSU JÓNSSON HF Bíldshöfða 14, 112 Reykavík, s. 686644. Umboðsmenn: BSA, Akureyri; Bílasalan Fell, Egilstöðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.