Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 4
4
JÓLABLAÐ DAGS
ast við örðugleikana á því, að samræmavandaverk. Og hvað er að vera máttug-
trú og verk, hugsjón og siðgæði.
Starfshóparnir með siðgæðileg eða
fagurfræðileg úrlausnarefni — eru
margir: Yogar, guðspekisinnar, sértrú-
arflokkar, Frímúrarar, Oddfellofar,
klúbbar, reglur, stúkur, kórar of fl..
Sumir þessir starfshópar starfa með
leynd og því lítt um starfssvið þeirra
vitað. En ekki efast ég um, að allir hafi
þeir fögur markmið og að starf þeirra
leiði til mannbóta. — Sé alls þessa gætt,
er örðugt að gera sér grein fyrir hvað
nýtt er.
Starfshópar þeir, er þú spyrð um hafa
engin skrásett lög, ekki reglur né
ákvæði. Ti'lgangur þeirra er hins vegar,
að leiðrétta ýmislegt, sem miður fer í
samfélaginu. Leytast er við, að bæta úr
mangskonar böli, líkamlegu og andlegu
— losa menn við ýmiskonai' erfiðleika,
— og því afli einu einungis beitt, sem
andinn hefur yfir að ráða.
Hverjir hafa hrundið þessari starf-
semi af stað?
Áhugafólk um andleg málefni, sem
trúir á tilgangsríka framþróun mann-
lífsins, skilur lífið innri skilningi, vill
láta gott af sér leiða, og velur sér verk-
efni samkvæmt innri þörf. — Óþarft er
að nefna nöfn í þessu sambandi.
Hvernig eru starfshópamir valdir?
ur og góður? Við hvað eigum við að
miða það mat? Ef til vill eru algeng-
ustu og sjálfsögðustu verkin mestu
vandaverkin. Og óbrotnustu hiutir
hversdagsins mestu vandamálin, svo
sem það, að umgangast náungann. Ætii
nokkur kunni þá list til hlýtar? En
margir eru áberandi góðir. Ég þekki
margt fólk svo gott, að maður batnar
og stækkar við að kynnast því, og
starfa með því. Þetta er reynsla vaxin
upp í skjóli annarrar meiri reynslu —
að höfundur lífsins er góður, svo mátt-
ugur og góður, að hann getur notað
rétt og slétt alþýðufólk til þess, að gera
kraftaverk, þar á meðal takmarkaða
menn eins og mig. Guði hefur ekki far
ið aftur síðan Jesús þakkaði honum
fyrir verk smælingjanna sjötíu, er hann
sendi út um byggð og borgir til þess að
boða guðsríkið með því, að lækna sjúka
og gjöra önnur kraftaverk. — En auð-
vitað verða menn að kunna skil á viss-
um hilutum og fyrirbærum. Svo er það
einsætt á þessum starfsvangi sérstak-
lega, að ofmeta ekki sjálfan sig né láta
yfir sér. „Ætla eigi, að þú sért öðrum
betri, svo að þú verðir ekki minni fyrir
Guði.“ Sjáandinn taldi það ekki til
dygða að álíta sjálfan sig góðan, en
aðra vonda. Enda einkennist þetta um-
rædda áhugafók af hógværð og hjart-
ans lítillæti. Það er ekki „skriftlæi-t.“
forspár, framsýnir. Svo er miðilsgáfan.
Menn geta afhent öðrum efnislíkamann
til afnota og tala tungum, fjarskyggni
og hlutskyggni er einnig nokkuð al-
gengir hæfi'leikar. Ofar þessu öllu er
e. t. v. innsæið, sem er einn merkileg-
asti eðlisþáttur mannsins og lífsnauðsyn
er að þroska. En innsæi fellst í dýpri
skynjun á einingu álls lífs og innri úr-
kostum mannsandans.
Hvað viltu segja um orku manns-
andans?
Hún er ekki mjög mikið könnuð enn-
þá, en hún er eflaust miklu meiri en
mennina hefur nokkru sinni dreymt
um. Orkan er stórfurðuleg þegar menn
beita henni til góðs og heQzt nokkrir
saman. Þegar hugur margra manna
stefnir að því sama og ekkert er þar
að baki nema góðleikinn gerast furðu-
legir hlutir. Maðurinn er í eðli sínu
góður. Þegar hann leggur sig allramest
fram til að gera eitthvað gott, verður
orka hans mest. Maðurinn á rætur í
einhverri uppsprettu, óendanlegri og
göfugri, sem verður honum aflgjafi.
Margir einstaklingar hér á landi liafá
helgað sig því starfi, að beita andlegri
orku sinni til huglækninga?
Fleiri en almenningur veit um, en
um allmarga er kunnugt, þar sem um
þá hefur verið ritað. Máttugir menn í
andanum, hafa alltaf verið til og eru
ennþá. Eins og Biblían ber með sér,
voru hinir upphaflegu lærisveinar
Krist, menn með dulræna hæfileika og
þroskuðu þá undir handleiðslu hans,
enda gerðu þeir andleg kraftaverk,
miklu fleiri en postularnir tólf. Margir
eiga neistann án þess að þroska hann.
„Það dularfu’lia eitt er frjótt," hafa
gáfuðustu og menntuðustu menn látið
sér um munn fara.
Út frá liuglækningum einstakra
manna er nú hafin ný starfsemi?
Rétt er það, að nokkrir starfshópar
hafa verið skipulagðir, og verkefni val-
in eða ákveðin, bæði fyrir norðan og
sunnan fjöll. — Hvað er nýtt?, er hins
vegar alltaf spurning. Menn eru stöðugt
að bindast samtökum, stofna félög.
Varða veginn fram í tímann með fé-
lagslögum, stefnuskrám og allavega já-
kvæðum áformuim. Enginn þarf að efa,
að tilgangurinn er góður. Og vafalaust
er alltaf einhver árangur. En aUir kann-
Andlega skyldir taka höndum saman.
Þrír til sjö. Það er mismunandi eftir
aðstöðu hve oft þeir koma saman, og
einnig er mismunandi hvernig verk-
efni veljast og skiptast. Einn í hverjum
starfshópi er leiðandi.
En hverjir velja verkefnin?
Oft biðja vanheilir menn um hjálp,
stundum ættingjar eða vinir fyrir
þeirra hönd. Og stundum velja starfs-
hóparnir sjálfir úrfausnaiverkefnin
Eru þetta þá huglækningar, og getur
hver sem er stundað þær?
Já, lækningar eru hafðar og enn
önnur veiikefni. Ég fullyrði ekkert um,
að allir menn geti stundað huglækn-
ingar, en áreiðanlega fjölda margir,
með leiðbeiningu og þjá'lfun.
Eru huglækningar þá tiltölulega lítið
vandaverk?
Hvað er vandaverk og hvað er ekki
Þú talar um kraftaverk.
Já, alveg ófeiminn. Það er reynsla
fjölda manns, að þau gerast víðsvegar
um heim, og eigi síður hér á landi en
annarsstaðar, þótt rnargir berji höfðinu
við steininn.
Hvernig fara þessar lielgi- eða bæna-
stundir fram?
Oll andleg iðja finnur sér einhver
form. En form tilbeiðslunnar skipta
ekki máli, heldur kærleiksandinn að
ba'ki þeim. Þessi starfsemi er í fyrsta
lagi tilbeiðsla og einbeiting, sem fer
fram í þögn að mestu leyti, samkvæmt
fáum einföldum sálfræðilegum reglum,
sem allir viðstaddir tileinka sér. Stund-
in hefst með ákveðnum máttai-orðum
og henni er slitið með öðrum máttar-
orðum. Öll máttarorðin höfum við úr
Nýjatestamenntinu. — Ilugurinn fer
víða og er fljótur í ferðum. Fjarhrif enu
allkunn og vísindalega viðurkennd. Það
er góðvenk, að rétta bástöddum manni