Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 26

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 26
26 JÓLABLAÐ DAGS GUNNAR FíNNBOGASON, skógarvörður: Pættir úr sögu skógræktar Gunnar Finnbogason. (Ljósm. E. I).) Á NÆSTA ÁRI eru liðin 40 ár frá stofnun Skógrsóktarfélags íslands og Skóigræktarfélags Eyfirðinga. Þá eru og liðin 70 ár frá gróðursetningu trjáreits- ins við Grund í Eyjafirði, en hann var fyrsta tilraunin til skógræktar á Norð- urlandi. Þessara tímamóta verður minnzt síð- ar, en hér skal reynt að gefa lesendum Jólablaðs Dags nokkra innsýn í sögu skógræktarinn'ar. UPPHAF SKÓGRÆKTAR. Upphaf skógræktar á fslandi, í þeirri mynd sem samtíðin þekkir hana, má rekj a til dansks Skipstjóra, Carl Ryder að nafni, sem sigldi einu af skipum Sameinaða Gufuskipafélagsins milli Danmerkur og íslands á árunum fyrir og um aldamótin síðustu. Ryder þessi fékk slíkar áhyggjur af högum íslendinga og þá sérstaklega skógleysi þeirra, eldiviðar- og timbur- Skorti, að árið 1898 sótti hann um styrk til danska Landbúnaðarfélagsins, til að koma á fót litlum tilraunatrjáreit á ís- landi. Félagið veitti Ryder nokkra fjár- hæð, en hann leitaði síðan aðstoðar C. V. Prytz, prófessors við skógfræðadeild danska Búnaðarháskólans, um frekari framgang málsins. Samvinna þessara manna leiddu fyrst til gróðursetningar hins síðar fræga og umdeilda furulundar á Þingvöllum árið 1899. Sama ár tókst Ryder að fá fjár- veitingu frá Alþingi til áframhaldandi tilrauna, auk framlaga frá ýmsum aðil- u-m og réðu þeir félagar, Ryder og Prytz, þá ungan skógfræðing, Cristian E. Flensborg, til að sjá um fram- kvæmdir. Flensborg ferðaðist um landið sumr- in 1900—1906, gróðursetti tilraunareiti, athugaði staðhætti og blés áhuga fyrir skóggræðslu í brjóst margra íslendinga. Meðal verka Flensborgs, beint og óbeint, eru reiturinn við Grund í Eyja- firði frá árinu 1900; stofnun Skógrækt- arfólags Reykjavíkur hins eldra, en það var hlutafélag með því markmiði að gróðursetja trjáreit og reka gróðrar- stöð við Rauðavatn hjá Reykjavík; byrjun á gróðrarstöð í Hallormsstaða- skógi árið 1902 og kaup ríkisins og frið- un á jörðunum Hallomisstað og Vögl- um, auk skóglendis jarðarinnar Háls í Fnjóskadal, árið 1904. Flensborg ritaði ítarlega um störf sín hér á landi í tímaritinu „Tidskrift for Skovvæsen“ árin 1901—1907 og er þar að finna mikinn fróðleik um þessar fyrstu tilraunir í skógrækt, birkiskóga okkar, ýmsa búskaparhætti þein’a tíma; og ekki sízt hugleiðingar um framtíð íslenzkra skóga og skógræktar, sem um margt hafa rætzt furðu vel. Frá árinu 1902 hafði Flensborg starf- að hér á sumrin í orlofi frá danska Heiðafélaginu og kom að því að hann varð að velja urn húsbændur. Þrátt fyrir mikið og fórnfúst starf Flensborgs og það, að lög um ökógrækt voi*u á döf- inni, voru honum ekki boðin þau kjör hér, að hann gæti við unað og var þá annar maður, Agnar F. Kofoed-Hansen, fenginn til starfans. Þeir Fiensborg og Kofoed-Hansen ferðuðust saman um landið sumarið 1906, en 1907 voru fyrstu skógræktarlögin staðfest og Kofoed-Hansen settur skógræktar- stjóri 1908. Þess má geta að Flensbofg varð síðar forstjóri danska Heiðafélagsins og miik- ilsvirtur miaður í sínu heimalandi, sem og hér. Hann 'lézt fyrir nokkrum árum í hárri elli. Fram til ársins 1914 voru skógrækt og sandgræðsla undir sömu stjórn, en þá var sandgræðslan gerð að sérstakri stofnun, sem nú nefnist Landgræðsla rikisins. Á skógræktarstjóraárum Kofoed- Hansen, var aðaláherzlan lögð á friðun skóglenda og ræktun íslenzka birkisins til eldiviðar og girðingarstaura. Þá voru m. a. friðuð Þórsmönk og Ásbyrgi, en staðreynd er, að Skógrækt ríkisins viar fyrsti og um mörg ár eini aðilinn sem sinnti náttúruvernd. Kofoed-Hansen starfaði við bág kjör og lítinn áhuga ráðamanna fyrir skóg-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.