Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 9

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ DAGS 9 beðinn á réttan hátt. Menn voru líka a'll'betur æfðir í þeirri list. Kristlákur náði sér aftur úr þessum hugleiðingum. Hann átti eftir að vatna skepnunum. Án drykkjarvatns þreifist ekkert líf. Hann skrúfaði frá kranan- um og lét renna í dollu, sem hann bar vatnið í í stampa. Streymandi vatns- bunan seiddi fram minningar og ímyndanir. Það var svo þægilegt og hugljúft að láta hugann hvílast við skvettubljóð vatnsins, horfa í það tært og gegnsætt, þar sem það hækkaði án afláts með sígandi þunga í dollunni. Var ekki vatnið eitthvert ein'kennileg- asta og dularfyllsta efnið á þessari jörð? Hvaðan kom það og hvert fór það? Það var líkt með það og sálina. Var hún ekki eins og dropi á leið frá hafi til hafs hinnar miklu eilífðar? Líf einstaklingsins var sem dropi úr hinni miklu sameind alheimssálarinnar. Og þó hafði hver dropi sitt hlutverk, hver sál sína þýðingu. Mitt í þessum hugleiðingum sá Krist- lákur glitta í eitthvað óþekkt, sem hann kannaðist ekki við út í einu horninu. Öll athygli hans beindist að þessu tor- kennilega fyi'irbæri. Hann gekk ákveðnum skrefum í áttina til þess. Þetta var þriggjapela flaska, hulin að mestu í rusli, sem sópað hafði verið upp að henni. Kristlákur tók ekki strax upp flöskuna, heldur horfði á hana um stund ísmeygilegum og torti-yggnum rannsóknaraugum. Það leit út fyrir að honum dytti í hug, að hér gæti falizt hætta. Loks herti hann upp hugann og tók varlega um flöskuhálsinn og dró pitluna úr felustaðnum. Hún var næst- f HÁVAMÁLUM segir, hve-mig skyn- sarnur víkingur eigi að hegða sér í dag- legu lífi: „Þveginn og mettur, ríði m-aður þingi að“, vertu vinur vin-ar þins, en aldrei vinar vinur óvinar þíns. Segð-u sannleikann en lausung skaltu gjalda við lýgi. Þegar þú kemur sem gestur, skaltu segja fréttir, en jafn- framt hlusta hæverskur á það, sem gestgjafi þinn hefur að segja. Þar sem gest ber að garði, er rétt að hafa í huga, að honum ber að sýna hæversku og fá honum mat og klæði og vísa honum til sætis við eldinn, svo að hann megi orna sér. Ver a-ldrei gráðugur. Drýkkja er leyfileg, en óleyfilegt að verða drukk- inn. Mannvitið er öðrum eignum betra, en þá er sólarsýnin bezt og heilyndi. um axlarfull með miða og stimpli frá Áfengisverzlun ríkisins. Hann bar hana u-pp að glugganum, hallaði henni á ýmsa vegu og sá innihaldið gutlast til sitt á hvað. Hann skoðaði miðann vand- lega, en varð einskis vísari. Tók hann þá tappann úr stútnum og þefaði. Það var sterkur, ilmandi áfengisþefur eins og miðinn sagði til um á glerinu. Krist- lákur setti tappann í aftur og settist á kassaskrifli, sem þar var inni. Hann var full'komlega ráðvilltur og undrandi frá toppi til táa-r. Hvernig var þessu varið? Hvernig hafði flaskan borizt þangað inn? Á síðasta sólai’hring hafði henni verið komið fyrir og það með fullkom- inni leynd. En í hvaða tilgangi hafði hún verið sett þarna? Var það vinur eða óvinur, sem átti í hlut? Átti þetta að vera gamansamur hrekkur til að næra hlæilegan söguburð? Og átti hann svo að verða fórnardýr slíkrar skemmt- unar? Já, þess háttar hrekkjabusar voru því miður til í nágrenninu. Kannske var einn þeirra í felum ein- hvers staðar þarna inni. Kristlákur næi’ri spratt upp, en nýrri hugsun laust niður í heila karlsins. Nei, hér hlaut gamansamur vinur að eiga í hlut, sem ekki fór venjulegar leiðir til að gleðja raunamædda einstæðinga á -gama'ls a-ldri. Hon-um datt Jón í Koti í hu-g. Hann var alltaf jafnsmellinn í gaman- semi sinni. Þetta var honum líkast. Blessaður karlinn og blessuð flaskan. Nú var gátan ráðin, tappinn losaður og sopið úr stút. Þetta voru sannkallaðar himneskar guð-aveigar. Kristlákur saup aftur og aftur, rumdi og stundi og tók um bi-jóstið. Það fór sælukenndur straumur um hann allan. Þetta gat þó kalllast hressing og tilbreyting í ömur- leik einstæðingsskaparins. Og Krist- lákur -sötraði enn og aftur með litlum hvíldum, en lítið í einu. Augun í hon- um voru f-arin að standa, raiuð og vot. Hann skimaði í kringum sig eins og hann ætti von á einhverjum i nálægð, innan veggja. Hann heyrði hann jafn- vel anda öðru hvoru. Það var eins o-g hann héldi niðri í sér hæðnishláti'i, sem kæmi svo í kæfðum blástursgusum. Hann vissi e-kki, hvaðan þetta kom. Stundum virti-st það v-era upp í rjáfrinu eða þá í veggjunum. Auðvitað var það ímyndun. Kristlákur stóð upp af kass- anum. Hann var valtur á fótum og sjónin d'auf. Var ekki haegt að leita h-ann uppi þennan dularfui-la hre-kkja- lóm og ganga úr skug.ga um það, hvort þetta voru du-ttlungar í hans eigin höfði. Kristlákur bograðist fálmandi af stað, datt út af og sofnaði. Þarna lá hann nokkuð lengi, þar til hann rank- aði við sér aftur, reis á fætur og tæmdi flöskuna. Hann var þi-eifandi fullur og nú varð hann að komast í bæli sitt. Eftir nokkra leit rambaði hann á dyi'n- ar. Og meðan hann var að bisa við þær, bölvuðu kýrn-ar á nautavísu og æmar tóku undir á sínu einhlið kindamáli. Þær sáu að eitthvað óvenjulegt og Ijótt var á seiði. Loks opnuðust dyi'nar og hríðarstrokuna lagði inn í fjósið. Það var komin þreifandi stórhríð, svo að ekki glóraði í -láreista bæinn, þótt stutt væri leiðin. Kristlákur bai'ðist við hurðina og komist út. „Skárri voi'u það bölvuð lætin og umskiptin í veðrinu“. Hann kom hui'ðinni aftur að stöfum, hespaði öi-ugglega og drap snjó með- fram. Svo blés hann út í loftið og skii'pti frá -sér eins og hann væri að se-gja veðr- ■inu stríð á hendur. Andai'tak stóð hann við fjósvegginn og datt í hug að hypja si-g aftur inn til vina sinna, en það var hrópleg niðui’læging, jafnvel skömm að því að láta sér detta slfkt í hug, þó að enginn sæi ti-1. Hann ætlaði að hendast af stað, en skriðið var lítið og líkaminn lét ekki að stjói'n. Viljinn var sterkur, en holdið veikt. Það var engin slóð og ekkert upprof. Hann barst undan stoimi oog skreið í sköflunum. Harður snjóbylur lamdi hann utan og jós snjónum umhverfis hann, svo að ekk- ert sást. Þannig mjakaðist hann áfram lang-a stund, en það var engan bæ að finna og ekkert afdrep. Það var eins og hann væri kominn upp á auðnir reginfjalla. Það var því öll von úti að ná bænum. Kvíði og angist læstust um sál hans. Átti þessu ævintýri þá að ljúka svon-a? Það var ek-kert að geria, aðeins bíða þess se-m ko-ma vildi. Með veikum burðum og harmi lostinn yfir sínum eigin afdrifum, gróf hann sig í einn -skaflinn og lét fenna yfii’ si-g. Mjállarlínið v-ar kalt og líkaminn mátt- va-na. Hann bað Guð fyrir sér aftur og aft-ur ón aflát-s og hann sofnaði út fi'á því þess fullviss, að Guð heyrði and- vörp sín ög fyrii’gæfi sér hið mikla glapræði. H-ann vaknaði ekki aftur. Frostið signdi snjógrafið líkið og vindui'inn lé-k soi'gar- og kveðjuljóð við hinztu burt- för -gamals einstæðings. En tóm flaska á flórstétt staðfesti dánai'orsök. Ármar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.