Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 16

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 16
16 JÓLABLAÐ DAGS Jón Kristjánsson. (Ljósm. E. D.) Aldursforsetinn r a Arskógsströnd Jón Kristj ánsson í Skógarnesi lieimsóttur FYRIR 90 árum streymdu íslendingar þúsundum saman til Vesturheims og námu þar land. Þeir voru að flýja fátækt og hungur þeirra harðindaára, sem þá gengu yfir landið, og þurfti þó kjark til, ekki síður en að takast ber- hentur á við erfiðleikana í eigin landi. Þá var lokið giftumikilli starfsævi Jóns Sigurðssonar forseta, en barátta hans og annarra ágætra samtíðarmanna var þegar farin að bera ávöxt í almennri vakningu, þótt hart væri í ári. Þá tók Möðruvallaskóli til starfa, nánar tiltekið 1. október 1880 og fynsti búnaðarskólinn var stofnaður í Olafs- dal, strandferðir hófust, bygging Al- þingishúss að hefjast og stofnun fyrsta kaupfélags landsins í undirbúningi í Þingeyjarsýslu. Þá fæddust börn eins og nú, en mörg dóu. Frumburður hjónanna á Litlu-Há- mundarstöðum á Árskógsströnd, Krist- jáns Jónssonar og Guðrúnar Vigfús- dóttur, fæddist inn í harðindin, 29. ágúst árið 1880, var vatni ausinn og nefndur því óskáldlega algenga nafni Jón, og hann lifir enn, nær níræður. að aldri, er elzti maður sveitar sinnar. Til aðgreiningar frá öðrum Jónum, var hann oft nefndur Jón á Heilu eða Hellu-Jón, því þar átti hann lengi heima, en byggði sér hús á Litla-Ár- ökógssandi er hann hafði fest ráð sitt, á fimmtugsaldrinum, nefndi Skógames og hefur búið þar síðan með Þóreyju Einarsdóttur konu sinni oj* er heimili þeirra hið hlýlegasta. Þaðan er skammt fram á sjávarbakkann og heyrist vel öldugjálfrið við sandinn og mun Jón kunna því vel, því hann hefur verið sjómaður alla ævi og þykir enn fiskinn á handfæri, þótt aldraður sé og sjón- dapur orðinn. Það má segja, að á langri ævi hafi Jón aðeins tvisvar fært sig um set og í hvorugt skiptið langt. Hann fæddist á Litlu-Hámundarstöðum og flutti að Hellu 1914, sem er örskammt frá og bæimir eiga lönd saman. Og litlu lengra flutti hann í síðara skiptið, eða aðeins austur yfir Helluhöfðann. En þessir staðir alllir eru þar sem Árskógs- strönd er breiðust og undirlendi rými- legt. Helluhöfðinn rís upp af mikiHi flatneskju. Nyrzt í höfðanum eru klett- ar nökkrir við sjó og þaðan er skemmst til Hríseyjar. Sjávargata Jóns frá Hellu var eftir 'lág einni gegn um höfðann, en fyrrum var róið úr Naustavík, austan hans. En

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.