Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ DAGS
7
Jún Vigfússon á Molda sínutn.
inni og þurfti ekki að hafa áhyggjur af
veginum, þótt dimmt væri. Hraðaði ég
för sem ég mátti alla leið að húsi Stein-
gríms læknis Matthíassonar á Akur-
eyri og kvaddi dyra.
Eftir andartak var ljós kveikt inni og
Steingrímur kom sjálfur út og heilsaði
ég honum og sagðist vera kominn að
sækja hann, en fékk honum jafnframt
bréf frá ljósmóðurinni, þar sem hún
mun hafa gefið upplýsingar um ástand-
ið frammi í Torfufelli.
Steingrímur fór inn með bréfið. kom
aftur óg sagði skýrt og stutt: Ég fer
ekki. Barnið fæðist.
Það varð stundar þögn og ég velti því
fyrir mér, hvað ég ætti nú að segja og
gera og hugurinn hvarflaði fram í
Torfufell. Loks spurði ég hann, hvort
hann væri ekki héraðslæknirinn. Hann
jánkaði því. Spyi' ég hann þá hvar hægt
sé að komast í síma til að ná til Reykja-
víkur. En klukkan var þá að ganga sex
að morgni.
Hvað ætlar þú að gera með að síma
til Reykjavíkur? spyr Steingrímur.
Tala við landlækni, segi ég, og láta
hann vita að þú neitir að koma. Stein-
grímur segir eftir örlitla umhugsun: Þú
bíður mín í 20 mínútur og þá verð ég
ferðbúinn.
Fór ég þá að hugsa um hestana. Nag-
aði ég mig í handarbökin fyrir þá
gleymsku mína, að hafa ekki tekið með
mér heytuggu í tösku eða heypoka, svo
sem ég var vanur að gera í fjárleitum
á öræfum og kom sér oft vel. Rölti ég
með hestana í taumi, svo síður setti að
þeim og kom svo á tilteknum tíma að
læknishúsinu. Steingrímur var ferð-
búinn. Áður en við stigum á bak sagði
Steingrímur:
Ég held í hestana á meðan þú gengur
inn og drekkur kaffisopa. Ég gerði það
og var það góð hressing og tók ekki
langan tíma. Síðan stigum við á bak.
Það var dálítill renningur og hríðar-
hraglandi, en nú fórum við undan
veðri. Hestarnir voru hættir að mæð-
ast þótt greitt væri farið. Lítið spjöll-
uðum við saman og slitrótt fyrst í stað.
Þetta lagaðist þó smám saman og varð
Steingrímur fyrri til að breiða yfir það,
sem á milli hafði borið og varð hinn.
skemmtilegasti. Þéringar voru þá al
mennt notaðar þótt hér séu niður felld-
ar.
Þegar komið var fram hjá Litlahóli,
sagði; ég Steingrími, að hér Jiyifti ég
að skila hesti og taka minn hest, sem
þar væri í húsi. Það er ágætt, sagði
Steingrímur. Ég sé að það er fai'ið að
rjúka hjá Sigurbjörgu minni. Ég hleyp
í bæinn á meðan þú hefur hestaskipti
og ætla mér að vita, hvort hún er búin
að hella á könnuna.
Ég fór í besthúsið, skilaði Skjóna og
tók Moida og lagði á hann. En naumast
hafði ég lokið því er Steingrímur kem-
ur og segir, að kaffið sé ekki til og að-
eins búið að kveikja eldinn.
Demdum við þá suður fyrir ofan
Grund og þar var þá maður með hest
í taurni og beið okkar. Tók ég við hest-
inum ón þess að nema staðar svo heitið
gæti og enn hertum við reiðina.
Þegar kom fram í Saurbæjarhagann
segi ég: Nú skulum við skipta á hest-
um. Steingrímur segist ætla að hlaupa
til að liðka sig á meðan og hélt hann
áfram ferðinni, en ég náði honum brátt.
Litlu síðar sjáum við tvo menn með
þrjá hesta og vék ég ögn úr leið til að
hitta þá. Okkur er þá sagt, að læknir-
inn þurfi ekki lengra því barnið sé fætt
og maðurinn, sem þessa gleðifrétt færði
okkur, sagði jafnframt, að hann ætlaði
að fylgja lækninum til Akureyrar.
Þetta var nú það bezta, sem við gátum
fregnað úti á víðavangi. En ekki er því
að leyna, að nú varð ég smeykur um,
að ég fengi ádrepu hjá Steingi'ími
lækni. Það varð þó ekki og lét hann
ok'ki á sér skilja hina minnstu óánægju
og varð ég því fenginn. Læknirinn tók
nú tösku sína og upp úr henni meðöl
nokkur, sem hann bað mig að koma í
hendur ljósmóðurinni eins fljótt og ég
gæti. Svo kvaddi hann mig með þéttu
handtaki, þakkaði mér fyrir samfylgd-
ina og síðan skildu leiðir.
Moldi minn vai' heimfús í bezta lagi
og þótt færðin þyngdist eftir því sem
framar dró, gekk ferðin greiðlega. I
Torfufell kom ég eftir ca. 12 klukku-
stunda ferðalag og var farinn að þreyt-
ast nokkuð. Þar var borinn fyrir mig
liinn ágætasti matur og gerði ég honurn
góð skil og Moldi þurfti heldur ekki að
Framhald á bls. 13