Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 6

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 6
6 JÖLABLAÐ DAGS JÓN VIGFÚSSON, bóndi, Arnarstöðum: Læknir sóttur fyrir hálfri ölcl JÓN bóndi Vigfússon á ArnarstöSum í S'aurbæjarhreppi, er þar hefur lengi búið og býr enn, 73 ána, segir eftirfiar- andi sögu. Minnir hún m. a. á sam- göngur fyrr og nú og vill svo til, að sagan er nú hálfrar aldar og fer vel á því að rifja hana upp: Það var einn fyrstu dagana í apríl 1919, orðið áliðið kvölds og ég háttaður, að gest bar að garði heima á Jökli í Saurbæjarhreppi. Það var Finnur Kristjánsson þá í TorfufeBi og átti hann við mig erindi. Indíana Sigurðar- dóttir kona hans hafði tekið lettasóttina að fyrsta barni þeirra hjóna. En Sigur- lína Einarsdóttir ljósmóðir í Hólum taildi hana vart eða ekki geta fætt án læknisaðstoðar og var erindi Finns ]>að, að biðja mig að sækja lækni til Akur- eyrar. Ekki var ég alveg frískur, var farinn að finna til sjúkleika, er síðar reyndist botnlangabólga. Ég spurði Finn strax, hvað hann hafi af hestum til fararinn- ar, en hann svarar því til, að hann eigi von á, að einir þrír hestar eða svo, fáist á bæjum í leiðinni og svo biður hann mig um Molda, reiðhest, sem ég átti. Var hítnn þegar búinn að skrifa nokkur bréf til manna, er ég átti að skila á bæjum, og var í beim beðið um hesta mér til handa í þessa för til Akureyrar. Ég klæddist hið bráðasta í hlý föt og voru þau ullarföt að mestu og fékk mér einhvern bita. Var ég þá tilbúinn og fór út í hesthús. Þar stóð Moldi við stall, skaflajárnaður og vel á sig kom- inn. Treysti ég honum vel, enda var óg búinn að eiga hann fimm ár, tamdi hann sjálfur og þekkti hann því vel. Hann var ættaður úr Skagafh-ði, en ég keypti hann 1914 og höfðum við átt margar góðar stundir saman. Hann var erfiður framan af og tamningin gekk heldur seint, en á honum sannaðist, að oft verður góður heslur úr göldum fola. Það var bæði þoka og logndrífa. Mik- ill snjór og hestfæri illt, auk þess mjög blindað og nú hálf rökkvað. Ég lagði hnakk minn á hestinn og steig á bak. Fann ég strax, að Moldi var tilbúinn að taka sprettinn og vildi byrja á því, að taka úr sér hrollinn. En það fékk bann ekki að þessu sinni. Það var 'löng leið fyrir höndum, eða um 80 kíló— metrar, fram og til ba'ka og varð því að haga ferðinni eins skynsamleiga og kostur var og fara gætilega fyrst í stað. Hesturinn óð snjóinn í hné og fékk ekki að fara nema liðlega fót fyrir fót og við tókum stefnuna norður, austan Eyja- fjarðarár. Hríðin jókst, lognið hélzt og þetta gráa myrkur umukti okkur og lagðist að okkur á alla vegu. Þegar komið var út á Hólagrundirnar fann ég, að ekki veitti af að hafa sig allan við til að rata. Fyrsti bærinn, sem ég gerði vart við mig á, var Æsustaðagerði, nú Græna- hlíð, og barði ég þar að dyrum. Ut kom Kristinn Jónsson, sá er einu sinni lenti í vil'lu og gekk suður yfir hálendið og komst til byggða eftir 15 dægur. Hann dvaldi þá í Æsustaðagerði, var heilsu- veill orðinn og andaðist tveim árum síðar. Bað ég hann um hest og sagði erindi mitt til Akureyrar og fékk hann mér rauðan hest úr búinu, mjög góðan og traustan reiðhest, sem alJtaf var eins, á hverju sem gekk. Eftir skamma stund gerði ég vart við mig á Æsustöðum, en þar stóð svo á, að hestur var ekki tiltækur, mig minnir hann væri haltur sá hestur, sem annars kom til greina og varð svo að vera. Hélt svo för minni áfram með tvo ti'l reiðar. Er skemmst af því að segja, að þá fór ég villur vegar og kom aftur að Æsustaðagerði, fór hálfan hring. Sá ég nú, að ekki dugði þetta og einbeitti ég nú huga mínum að stefnunni og eftir æði langa stund sá ég móta fyrir N úpuf ellsbænum. Fór ég nú að hugsa til vegarins vest- an ár, sem kominn var að Saurbæ, en á veginum myndi snjór minni og færi betra. Á Núpufellstúni yzt og neðst, var hesthús. Fór ég þar af bcki, teymdi ég svo hestana og reyndi að taka stefn- una á svokallaðan Disk, sem er melur, vestan ár, suður og fram af Saurbæ. Ég vissi um illa frosna kíla og sýki og ótt- aðist að missa hestana þar niður. En alllt gekk vel og varð ég ekki þeirra var og ekki heldur árinnar, svo þykkur ís var enn á henni. Krókstaf hafði ég í hendi og var öðru hverju að pjakka honum niður og var hvarvetna harðfenni undir hinum mjúka snjó, sem stöðugt þykknaði. Ég hélt áfram og hafði ekkert til að styðj ast við um stefnuna, teymandi báða hestana. Eftir æðilangan tima fannst mér harðspori undir fæti og athuga betur. Var ég þá kominn á brautina hjá Diskmel og varð fenginn. Fór ég nú á bak þeim moldótta og lét skokka því þarna var grynnri snjór og greið- færara og gekk nú ferðin sæmilega. Kom ég snöggvast við á Grund og bað um, að þar biði mín hestur í baka- leiðinni, en þar átti Finnur hest. Næst kom ég að Litlahóli og guðaði á glugg- ann. Bað ég um hest og svaraði Ingimar bóndi því til, að það væri guðvelkomið og gæti ég sjálfur tekið Skjóna sinn, og var þar ekki í kot vísað því Skjóni var ágætis reiðhestur, bæði traustur, vilj- ugur og þolinn, einn bezti hestur, sem ég hef kynnzt og jafna ég honum við Molda. Tók ég Skjóna en Molda lét ég í hesthúsið í staðinn og hugði gott til að hafa hann á heimleiðinni, er ég kæmi til baka með lækninn. Veður var mjög kólnandi og farið að hvessa af norðri, en snjórinn var mun minni og sæmi'lega greiðfært og var nú sprett úr spori eins og ég framast þorði, áleiðis til Akureyrar. Sat ég fyrst á Skjóna og lét hann að mestu ráða ferð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.