Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 17

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ DAGS 17 landið hefur tekið miklum stakkaskipt- um og jarðfræðingar geta lesið nokkra glögga þætti jarðsögu fyrri tíma. Lík- legt er að Þorvaldsdalsá hafi fyrrum átt sér aðrar leiðir til sjávar, en hún á nú, og líklega margar. En ein leiðin mun hafa verið rétt austan við Hellu- bæinn, og er árfarvegurinn glöggur, sennilega till orðinn seint á ísöld. Fyrir svo sem 10 árþúsundum, þegar ísöld var að ljúka, var landið að mótast, hæð- ir og hólar urðu til, ennfremur stöðu- vötn. Líklegt er, að fyrrum hafi verið alstórt stöðuvatn austan Kálfsskinns- bæjanna. Skeð getur, að þangað hafi Þorvaldsdalsá runnið um skeið og þá myndað Selárgil. En víst má telja, að sú á hafi á árþúsundum myndað það land, sem kallað er LitlaÁrskógsmóar, en síðan hafi hún grafið sér núverandi leið til sjávar. En svipaða mynd og enn gleggri má sjá við Hálsá, litlu norðar. En hvað sem um þetta er, og hversu sem jarðfræðingar lesa sögurúnir sjálfrar náttúrunnar, áttu þær ekki að vera umræðuefnið, heldur aldursfor- setinn á Árskógsströnd, sem gamall er að vísu, sem á grönum má sjá, en eng- inn fornaldarmaður. Jón Kristjánsson ólst upp á Litlu- Hámiundarstöðum og dvaldi þar með foreldrum sínum þar til 1914, er fjöl— skyldan flutti að Helu í sömu sveit. Bræður hans eru: Kristján Eldjárn, fyrrum hreppstjóri á Hellu, Vigfús, smiður og bóndi á Grund og síðan tll dauðadags í Litla-Árskógi, Jóhann, byggingameistari í Reykjavík, dáinn fyrir allmörgum árum, og Stefán, nú búsettur vestan hafs. Al'lir voru bræð- ur þessir hinir vöskustu menn og vel vitibornir. Vel man ég Jón Kristjánsson er hann enn var á bezta aldri en ég að alast upp í nágrenninu. Hann var riflega meðal- maður á hæð, en þrekinn og herða- breiður, manna léttastur á fæti og snar í hreyfingum, talinn hraust nenni, mik- ill, aflasæll sjómaður og ágæt skytta. Jafnan var hann glaður í viðmóti, öfga- laus í orðum, traustur í verki, myndar- legur og karlmannlegur í senn og átti sér enga óvfldarmenn. Einu sinni man ég, að heima komu gastir, er börðu þrjú högg á dyr, luku erindi á hlaði en vildu ekki tefja. Norð- an stórhríð var á. Einn þessara gesta var Jón Kristjánsson og vai' hann í svörtum klæðisfrakka, er fór honum vel, með svartan hátt á höfði og ullar- trefil um hálsinn. Ekki var honum kalt og hann hló þegar minnzt var á veður- vonskyna, sagði, að hann væri farinn að kula ögn á norðan! Eitt sinn sem oftar vorum við skóla- krakkar að horfa á hlaðinn árabát í lendingu á Litla-Árskógssandi, en skólahúsið var þar, gamalt sjóhús Norðmanna. Norðan stormur var og dálítil kvika við sandinn. Lags var beð- ið nokkra stund en síðan var róið kná- lega í land. Þar var Hellu-Jón á ferð- inni með þurrkaðan saltfisk, sem ekki mátti blotna og því vandaði hann lend- inguna sérstaklega. Einhver hefði nú fengið skvettu, 'sagði eldri maður við þann næsta, og það var mikil viður- kenning í hans munni. Vorkvöld eitt var ég sendur að Hellu, einhverra erinda. Þegar ég kom í hlað- ið, varð mér starsýnl á þrjá seli, er þar lágu hlið við hlið. Tveir þeirra voru ógnarstórir blöðruselir en sá þriðji nökkru minni. Slíkar skepnur hafði ég ekki fyrr séð og var ég nærri búinn að gleyma erindinu. Þetta og margt fleira rifjaði ég upp á leiðinni til Jóns Krist- jánssonar í Skógarnes á Árskógsströnd. Og enn er Jón hinn hressilegasti og léttur á fæti, en sjóndapur orðinn hin síðustu ár og getur ekki lengur farið einn á sjó. Fyrir nokknum dögum hafði hann skotizt á handfæri og dregið fimmtíu fiska út-austur í álnum, og þeirra á meðal nokkra ágæta málsfiska. Þú hefur alltaf átt hehna í þessari sveit, Jón? O-já, færði mig aðeins um set í tvö skipti. Við vorum fyrst á Litlu-Há- mundarstöðum en fluttum að Helilu 1914 og svo flutti ég hingað þegar ég gifti mig og stofnaði eigið heimili, og byggði þá þetta hús. Þú rasaðir ekki um ráð fram í því efni og kvæntist seint? Maður var alltaf á sjónum í þá daga. Ég var kominn hátt á fimmtugsaldur þegai' ég festi ráð mitt og kvæntist. Þú byrjaðir hins vegar sjómennskuna snemma? Ætli maður hafi ekki verið að gutla við sjó fram undir áttatíu ár, fyrst á árabátum og siðan á mótorum og kútt- erum. Það yrði víst nokkuð mi'kil upp- talning að segja frá þeim bátum og skipum, sem ég hef verið á. Skipstjóm- arréttindi fékk ég hjá Sigui'ði Sumar- liðasyni og hann bauð mér þá p'láss hjá sér á Súlunni og var ég þar stýrimað- ur. Svo var ég stýrimaöur hjá þeim Tryggva Jóhannssyni og Benedikt Steingrímssyni, síðar hafnarverði, bæði á Stellu og Samson, sem var þá stærsti kútterinn hér, 80—90 smálestir. En fyrsti vélbáturinn, sem ég var á, var Jörundur, sem Oddur Sigurðsson í Hrísey átti. Jörundur var með gufuvél. Ég mun þá hafa verið fjórtán ára eða svo og með okkur var líka Trausti Jó- hannesson, sem síðar átti lengi heima á Hauganesi, en við vorum á svipuðum aldri. Einu sinni var ég stýrimaöur hjá Sæmundi í Stærri-Ánskógi. Varstu ckki einhverntíma á Talis- mann? Jú, ég var þar þrjú ár með Mikael heitnum Guðmundssyni skipstjóra. Hann vildi hafa mig lengur, en ég hafði ótrú á skipinu og hætti. Það var sett í það stærri vel, vél úr Rigmor, sem strandaði á sínum tíma við Hclluhöfð- ann. Þessi vél var of stór og kraftmikil í Talismann og mér fannst ekki ráðlegt að fara á Suðurlandsvertíð á honum, því hann var af sér genginn. Einkum kom þetta, fannst mér, vel í ljós, þegar mikið var siglt. En góður var Ta'llsmann að krusa á honum en hann var slæmur á lensi. Ég man við vorum einu sinni hætt komnir fyrir vestan seinni h'luta vetrar. Við fiskuðum á handfæri út af Vestfjörðum, því þar gekk fiskurinn ailltaf miklu fyrr á miðin og vorum í algóðum fiski þegar hann fór að hvessa og gera sjó. Það var náttúrlega vont að fara úr góðum fiski, en mér sýndist ekki ráðlegt að vera lengur og ég átti stýrimannsvaktina. Skipstjóri vildi hins vegar fiska meðan hægt væri, en veðurguðirnii' skáru fljótlega úr þessu og var þá haldið til lands. Við höfðum stefnuna og vissum nákvæmlega hvar við vorum, en brátt kom blindbylur, svo að naumast sást út úr augum og haugasjór. Við tókum Önundarfjörð, en vegna dimmviðris urðum við að leggj- ast á firðinum, þótt ekki væri það á'lit- legt. Fiskinum skolaði fyrir borð og svo ætlaði skipsjullan sömu leði. Við náð- um henni á því augnabliki, sem hún var á borðstokknum. Þið fiskuðuð stundum vel á Talis- mann? Já, líklega hef ég komizt i mestan færafisk einu sinni á meðan ég var á honum. Við vorum þá norður af Gríms- ey og lentum í vitlausum fiski og full- hlóðum á skömmum tíma. Fiskurinn var allsstaðar, ekki síður langt upp í sjó og þurftum við ekki að renna fær-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.