Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 28
28
JÓLABLAÐ DAGS
liauðgreni í skjólbelti við gróðrarstuðina í Kjarnaskógi. Gróðursett 1949. (Lm. E. D.)
Framan af stefndi félagiS fyrst og
fremst að verndun skógleifa héraðsins
og fyrsta girðingin í því skyni var reist
að Garðsá árið 1932. Fyrsta land ti’l ný-
skógar, girti félagið árið 1937 í Vaðla-
heiði, í landi jarðanna Syðri- og Ytri-
Varðgjár, Veigastaða og Ha'llands. Land
þetta fékkst fyrir forgöngu Ólafs Thor-
arensen bankastjóra og velvild eigenda
og ábúenda jarðanna. Engan óraði fyr-
ir á þeim árum að búskaparhættir yrðu
slíkir, að jarðir gætu orðið landlitlar,
eins og raunin hefur orðið á þessum
bæjum, en þótt bændumir verði ekki
aðnjótandi þess arðs sem í var látið
skína við afhendingu landsins, verður
að vona, að þeir geti notið þeirrar
ánægju sem skógar einir bjóða upp á,
og að það bæti þeim að nokkru land-
missinn.
Þótt Eyjafjörður sé það hérað norð-
anlands, sem beztan árangur hefir sýnt
í himinsækni erlendra trjátegunda, er
langt í land með að þar rísi timbur-
skógar í raunverulegri merkingu þess
orðs. Möguleikar á ræktun timburskóga
í sýslunni eru engum vandkvæðum
bundnir ræktunarlega séð, en í hérað-
inu er þörf fyrir nær allt land, í hæfi-
legri hæð yfir sjó, til búskapar og nægi-
lega stórt og samfellt land fyrir timbur-
skóg fæst varla í fyrirsjáanlegri fram-
tíð. Ýmsar nytjar aðrar en timbur má
þó fá úr smáskógunum, svo sem smíða-
og reykingavið, girðingarstaura, jóla-
tré, og efni til spónaplötugerðar, en í
þær má nota nær allan við, sem til
fellur.
Skógar og kjarr seiðir fólk til sín.
Um það vitnar sívaxandi straumur
ferðfólks í Skóga Skógræktar ríkisins
og eftirspurn eftir skóglendi til sumar-
bústaðabygginga. I sívaxandi mæli
sækja Eyfirðingar í skógreiti sýslunn-
ar og njóta þar ánægjulegra frístunda.
Fæi'i vel, ef fólk minntist þess, að skóg-
arnir eru uppskera af starfi áhuga-
manna og öllum er opin leið að efla
frekari starfsemi með því að gerast
virkir meðlimir skógræktarfólaganna.
Þegar á fyrsta starfsári Skógræktar-
fólags Eyfirðinga var rætt um uppöldis-
stöð fyrir trjáplöntur, en plöntuskortur
stóð skóggræðslunni mjög fyrir þrifum
um mörg ár. Nokkrum sinnum fór fé-
lagið þess á leit við Ræktunarfélag
Norðurlands að fá Gróðrarstöðina til
plöntuuppeldis, en var ætíð synjað. Um
hríð var örlítið uppeldi í Klauf í Ong-
uilsstaðahreppi, en árið 1945 gat félagið
valið um tvo staði fyrir gróðrarstöð,
á Garðsá í Öngulsstaðahreppi og í
Kjarnanýrækt sunnan Akureyrar. Var
Kjarni valinn og Jandið brotið 1946.
Fyrsta fræinu var sáð 1947 og plönt-
urnar afhentar 1949.
Gróðrarstöðinni í Kjarna var komið
upp af miklum dugnaði Ármanns Dal-
mannssonar fyrrv. skógarvarðar og þar
hafa verið ræktuð hundruð þúsunda
plantna síðustu tvo áratugi. Á árunum
1953—1965 hafði félagið og nokkuð
uppdldi í Gróðrarstöð Rf. Nl. af sér-
stökum ástæðum.
Næstu ár mun félagið stefna að auk-
inni umhirðu og ræktun þeirra skóg-
reita, sem fyrir eru, eflingu plöntuupp-
éldis ef tök eru á og frekari aðstoð við
skóg- og trjárækt sýslubúa.
Hlutverk Skógræ'ktar rí'kisins í sýsl-
unni verður að rækta timburskóg hór-
aðsins, ef land fæst. Nú þegar bíður þó
stórt verkefni þessarar stofnunar, en
það er skipulögð ræktun skjólbelta í
héraðinu, í svipuðu formi og skóg-
græðsla með búskap í Fljótsdal eystra.
Margir aðilar hafa stutt skógrækt í
Eyjafirði á liðnum árum. Má þar nefna
Rikissjóð, Landgræðslusjóð, Bæjarsjóð
Akureyrar, sem hefir veitt 'Skógrækt-
arfólaginu verulega aðstoð og gert því
kleift að hafa vísi að unglingavinnu,
Kaupfélag Eyfirðinga, sem styrkti
stofnun gróðrarstöðvarinnar í Kjarna
og veitti síðar fé til skjólbelta, Sýslu-
sjóð, Búnaðarsamband Eyjafjarðar o. £1.
Þessurn pistli skal svo lokið með vísu
úr Aldamótaljóðum Hannesar Hafstein:
„Sú kernur tíð, er sárin földar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrra skóga.“
Gunnar Finnbogason.