Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 12

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ DAGS brjóst. Þegar hann reyndi að leggjast niður, og láta þá draga sig, spörkuðu þeir í hann, með stígvélatám og hælum. Dasaðist drengurinn mjög við þessa meðferð, og urðu ránsmennirnir að draga hann á milli sín, eins mikið og hann bar fyrir sig fætur, en þeir börðu hann og spörkuðu, ti'l að fá hann til að ganga, á milli þeirra. Þeir voru af og til að reyna að tala við hann, og hann taldi sig hafa skilið ögn af því, sem eldri maðurinn sagði og taldi að upp úr honum hefði hrokkið eitt og eitt íslenzkt orð, en þegar þeir töluðy. saman, skildi hann ekkert. Þeim sóttist seint ferðin, því bæði áttu þeir á bratt- ann að sækja, og drengurinn tafði þá mjög, með mótþróa sínu, og þreytti. Þeir stefndu sunnan við Hlíðólfsfjall, á Sandgil. Sól var runnin í haf, og skuggi komin í birtu, er þeir náðu með Valgeir upp í sandgil. Hann var þá orð- inn illa til reika, af misþyrmingum, al- blóðugur um andlit, af blóðnösum, og ekki með fullri meðvitund, enda báru mennirnir hann á milli sín síðast. Þreyttust þeir nú á þessu, og fleygðu honum loks í laut eða lítinn hvamm, við ána í Sandgilinu. Bærði hann þá ekki á sér, en þeir spörkuðu í hann nokkrum sinnum með fótunum, en drengur reyndi að stilla sig um að gefa frá sér hljóð. Honum skildist á eldri manninum, að þeir teldu hann að dauða kominn, og skildist helzt, að til umræðu væri, að gera út af við hann, og fleygja honum í ána, en honum fannst að eldri maðurinn mundi því mótfaLlinn. Taldi þó Valgeir þetta ekki örugga skynjan sína, þar sem hann skildi svo lítið af máli kvalara sinna. Valgeir lá nú kyrr, og hreyfði hvorki legg né lið. Hann taildi að á sig hefði aftur runnið ómegin, eða horfið meðvitund, því þegar hann veit næst af sér, er allt hljótt, nema hann heyrir til fugla. Áræðir hann þá að hreyfa sig og líta upp. Sér hann þá engan mann, og minni skuggi er í birt- unni, en er hann vissi síðast af sér. Farið að elda aftur. Reis hann nú á fætur, en var mjög stirður og þrekaður og með kuldahrolli. Dró hann sig nú að ánni og laugaði andlit sitt og fannst hressing í. Hann litaðist nú vel um, tif allra átta, en sá engan mann. Kvalarar hans voru með öllu horfnir. Bjartur dagur var nú aftur að koma, og dreng- ur hugðist snúa heimleiðis, en hann var stirður til gangs og kenndi til í lærum og hnjám og einnig í höfði. Skólaus var hann orðinn á öðrum fæti, skórinn far- ið einhversstaðar á leiðinni upp í fjöll- in. Smalahundurinn var heldur ekki hjá honum, enda hafði drengur, eftir að lagt var af stað reynt að skipa hon- um heim, en vissi ekki hvort hann hefði hlýtt, en ekki var tóm til að hyggja að slíku á leiðinni. Og fyrst hundurinn var horfinn, hafði hann ekkert annað farið en heim, og þá hlaut heimilisfólkið að skynja, að eitthvað óvenjulegt hefði fyrir sig komið, og leit verða hafin. Vailgeir vildi nú reyna að draga sig í áttina heim að Grund, og gerði ráð fyr- ir að geta þá mætt leitarmðnnum. Hann klæddi sig úr sokknum á skólausa fæt- inum, þótt hann væri raunar orðinn lé- legur, og haltraði af stað, berfættur á öðrum fæti. Nú víkur sögunni að Grund. Heimil- isfólk þar var þá amma mín, Sigur- björg, en hún var þá, er þetta gerðist, stödd í Gunnólfsvík, hjá móður minni, sem nýlega hafði alið barn, synir henn- ar tveir og ein dóttir og kona eldra bróðurins, þau þá nýlega gift, og Val- geir. Þegar smalinn kom ekki með ærnar, á venjulegum mjaltatíma, fór heimilis- fólkið að undrast um drenginn, því hann var ekki vanur að koma of seint, frekar of snemma, einkum ef þoka var eða þykkviðri, svo ekki sá til sólar. Hundur hans var líka heim kominn, síðari hluta dags. Þetta þótti allt dálítið dularfullt, og heimiiisfólkinu nokkurt undrunarefni, enda um það rætt. Það var verið að keppast við að taka saman hey á túninu á Grund, og því síðar en ella farið að grennslast um smalann og ærnar. Nokkru fyrir miðnætti var þó yngri bróðirinn, piltur rétt innan við tvítugt, sendur af stað, að hyggja hvort ekki sæist til smalans_. Hann hafði ekki langt farið, er hann fór að rekast á nokkuð af kvíaánum, á dreif beggja vegna við Lónsána, þar sem sumar þeirra voru farnar að draga sig heim- undir. Kom hann því, af ánum, sem fyrir honum varð til kvía, en nú varð ljóst, að ekki var einleikið með smal- ann, og datt fólkinu helzt í hug að hann hefði dottið svo illa að hann hefði fót- brotnað, og lægi þannig ósjálfbjarga uppi í landi. Hestur var heima við, og tóku bræðurnir hann og höfðu með sér, svo og smalahundinn, og væntu að hann mundi helzt finna smalann. Þeir fóru nú á það svæði, sem þeir hugðu að smalinn hefði haldið ánum. Þeir leituðu svæðið og kölluðu af og til, en fyrir ekki kom, og hundurinn vildi ekkert frá þeim fara. Þeir töldu nú næstum víst, að drengurinn væri ekki lengur lí'fs, og mundi hafa orðið bráðkvaddur, því sagnir voru til um að slíkt hefði átt sér stað, um svo ungan mann, þótt mjög sjaldan hefði skeð. Þeir voru nú að snúast þarna um svæðið neðan við og uppundir Hvannstaði, um og fram yfir lágnættið, án árangurs. Þegar albjart var orðið vom þeir staddir fram af Hvannstöðum, og kölluðu enn, við og við. Tóku þeir þá eftir að hundurinn fór að sperra eyrun og horfði mjög til fjallanna og virtist óróast. Stönsuðu þeir þá og kölluðu enn. Heyrðu þeir þá sem óm af kalli, í stefnu á suðurenda Hlíðólfsfjalls, upp af svonefndum Kvosum. Héldu þeir á hljóðið, og er þeir nálguðust, varð þeim ljóst að þar mundi Valgeir vera, og á lífi. Þegar þeir komu til móts við hann leizt þeim sannarlega ekki á hvernig hann var til reika, með opið sár á augabrún, og far- inn að bólgna um nef og munn, með sár á öðru hné, sem blætt hafði úr, og mjög máttfarinn, en þó hvergi beinbrotinn. Síðar komu fram marblettir víða á líkama hans, bæði á útlimum og bol. Bræður settu drenginn nú upp á hest- inn, sem þeir höfðu meðferðis, og teymdu undir honum heim að Grund. Þar var honum komið í rúm sitt og hjúkrað eftir föngum. Hresstist hann furðu fljótt, var ekki í rúminu nema 2 eða 3 daga, minnir mig, en stirður og sár var hann til hreyfinga no'kkra daga á eftir. Ekki sat Valgeir ærnar framar það sumar, því þegar hann varð gang- fær, fór hann að smala þeim kvölds og morgna, og þær hafðar mest vestan Lónsár, lengra frá fjöllunum. Sagan barst fljótt út. Sent vai> strax til hreppstjórans, sem þá var Sæmund- ur Sæmundsson bóndi á Heiði, en hiann taldi þýðingarlaust að gera út leiðang- ur til að leita þessarra útlendinga, aust- an fjalla, sem vafalaust hefðu verið af veiðlskipi, sem þá væri horfið til hafs. Næsta dag fréttist frá Fagranesi, sem stendur við sjóinn austan fjaÍIanna, að þar hefði sézt fljóta með landi innvols úr kind. Reyndist það vömb með ristli og tilheyrandi. Einnig að smalinn á Fagranesi sem sat ær í framlandinu, í SeJfjallinu, hefði séð skip liggja grunnt undan Fossdalnum. Sent var til Gunn- ólfsvíkur með þessar fréttir, frá Grund, Framhiald á blaðsíðu 21.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.