Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 31

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ D AGS 31 góðan þurnk, allir voru því önnum kafriir, það er því erfitt að kalki menn frá slíku vei’ki. Nú er samt svo mikið í 'húfi að ég hika ekki við áð biðja um hjálp, enda verð ég ekki fyrir von- brigðum. Þegar ég hefi borið upp bón mína við unga bóndann í Byrgi, Sigur- geir ísaksson, og óðar leggur hann frá sér þau tæki sem honum sjálfum reið þó á að halda áfram með af fullum krafti. Hann segir mér óðara hvernig við skulum haga leit ökkar, einnig hverja hann telji líklega til að geta kornið tafarlaust og hjálpað. Klukkan er að verða hálf níu þegar við rennum í hlað á Meiðavöllum, en þar eru ungir menn líklegir’til hjálpar. Við erum lílið búnir að stoppa á Meiða- völlum, þegar síminn hringir frá Ás- tjörn með l>ær góðu fréttir að dreng- imir séu komnir heim heilu og höldnu. En það var það sem ég bað ráðskon- una um að láta ckkur vita strax ef drengirnir kæmu heim af sjálfsdáðum. Við þessar góðu fréttir var sem þungu fargi af öllum létti, en nú þurfti ein- hvern veginn að nálgast þá sem voru að leita. Sigurgeir bóndi býður mér hjálp við þessa lieit sem ég þigg með þöklkum. Þegar inn á heiðina er komið verður það af ráði að ég bíði í bílnum en Sig- urgeir fær flautuna og er horfinn úr augsýn um leið. Innan stundar var hann kominn með leitarfólkið að bíln- um. Allir eru orðnir þreyttir en þó glaðir yfir að hinir týndu voru fundnir. Frá Asljörn. (Ljósm. Li. L).) Nú var ef til vill mesta vandaverkið eftir, það að áminna drengina. Bæði er það, að þessi börn á maður ekki sjálfur, Eldur í hver ju spori í LAXÁRDAL hafa fyrrum eldsumbrot orðið og hraun runnið. í dalnum öllum er hraun og ná þau niður í Aðaldal og út undir sjó. Er talið, að þau eigi fremur upptök sín í dalnum, en þau iiafi runnið frá Mývatnssveit. En í Lax- árdal eru raðir af eldborgum og gjall- hrúgum, víða með mjög fögrum rauð- um og brúnum lit. Það er í munnmælum haft, segir Þor- valdur Thoroddsen, sem þarna var á ferð upp úr 1880 og var þá kennari á Möðruvöllum, að fyrir eldgosin ha.fi Laxá ei runnið eftir dalnum, en þar hafi verið eintómar seftjarnir, en þessu mótmælir önnur munnmælasaga. Þegar Garðar landnámismaður kom hér að landi þótti honum Laxá furðu mikil á og þó bergvatn. Sendi hann þá þræl sinn einn til að grennslast eftir upp- tökum ái'innar. Þrællinn gekk upp dal- inn og síðan kringum Mývatn allt og kom svo aftur. Garðari þótti þrællinn ei hafa verið lengi burtu, hélt að svo mikil á hefði meiri aðdraganda og að þrællinn hefði svikizt um og skrökvað að séi'. Þrællinn varð þá svo reiður, að hann lagði á, að eldur skyldi sprettia upp í hverju spori. Varð það að áhrínsorðum, og brann þá við Mývatn og í Laxárdal. og svo hitt, að í svo stórum hóp verða allir að hlýta sömu reglum. Viðræður mínar við drengina leiddu í ljós að þeir höfðu fyigt Jökulsá alla ieið, þ. e. a. s. að þeir gengu á giibaiimi langleiðis að Ástjörn, og voru því í hættu allan tímann, því slík ganga er ekki fyrir unga drengi og það aleina. Eftir að hafa áminnt þá var ákveðið að refsing þeirra yrði sú, að þeir yi'ðu að li'ggja í rúminu í 3 daga, og einnig skyldu þeir fara í viku bátabann, þ. e. þeir fengu ekki að róa eða fara á vatnið í eina vi'ku. Þegar þessir drengir höfðu lokið sinni rúmlegu, áttum við tal saman, og kom þá í Ijós að báðir sáu að þeir höfðu gert rangt í að óblýðnast, og báðu fyrir- gefningar á hegðun sinni, sem auðvitað var fúslega veitt af öllum aðilum, og fannst mér þessir d-rengir leggja sig fram þáð sem eftir var tímans að reyna að vera góðir drengir. Og má að lok- um segja að allt er gott, þá endirinn allra beztur verður. B. P.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.