Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 32

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 32
32 JÓLABLAÐ DAGS FRÁ því sögur voru skráðar hér á landi og fram á tuttugustu öld voru hestar aðal samgöngutæki á landi, enda er þeirra víða gteið. Landnámsmennirnir fluttu hestana með sér frá Noregi og þetta hrossakyn hefur síðan lifað í landinu, óblandað og aðlagaðist því í meira en þúsund ár. Hörðu árin eyddu því veikbyggða úr stofninum og hefur svo verið fram á ökkar daga. íslenzki hrossastofninn er einkiar hraustur og kvillalaus, getur lifað allt árið á úti- gangi, ef til jarðar næst, og folöldun- um verður jafnvel ekki meint af því, að fæðast í snjó. Mikill hluti stofnsins hefur nánast lifað sem villt eða a. m. k. hálf villt dýr, er tekin hafa verjð og tamin eftir þörf- um, seld til útlanda, stundum í all stór- um stíl, eða á innlendan kjötmarkað. Góð hross voru gefin höfðingjum, og svo er raunar enn, voru einnig vinar- gjafir löngum og ennfremur voru góð- hestar seldir manna í milli, háu verði Folöldin, járra daga götnul, hafa átrúlegt þol. (Ljósm. E. D.) þótt ungur væri Gekk yfir fiál endið og svo er enn. Þá voru hestaöt skemmtiatriði, eins og kappreiðar nú og fyrr og síðar hiafa hestar verið átrúnaður margra manna. Hestar báru menn og flutning milli landshluta, yfir fjöll og heiðar, stundum í svörtum hríð- arbyljum og ævinlega á vegleysum, allt fram á þessa öld. Þeir þurftu að kafa snjó, lifa á litlu svo dögum s-kipti, synda yfir óbrúuð vatnsföll með menn eða annan flutning á baki og bjarga sér svo á útigangi á vetrum. Sleða drógu þeir einnig, síðar um stutt skeið vagna og vinnuvélar landbúnaðarins, en vél- væðingin gerði flesta hesta á íslandi óþarfa á nokkrum áratugum, sem vinnuhesta. Síðan er hlutverk hestanna þríþætt. Þeir svara eftirspurn kjötverzlana og þeir eru í vaxandi mæli notaðir, sem sporthestar þéttbýlisfólks og útflutn- ingur lífhrossa er vaxandi á ný. Hæfileikar íslenzka hestsins eru ótrúlega rniklir, og hef ég fengið mang- at' sannanir fyrir því, allt frá þeim tíma er Halldór skólastjóri á Hvanneyri sagði okkur nemendum frá orkumæl- ingu, er þar var gerð á dráttarhestum, er flutt var heim hey af engjum. En samkvæmt þeim, voru kraftar og þol dráttarhestanna samanliagt miklu meira en hjá erlendum hestum, er sambæri- legir voru að stærð. Þoli íslenzkra ferðahesta er við brugðið og þolraunir skráðar í sögu og ljóði. Hestar landpóstanna sýndu ótrú- legt þrek og ratvísi. Vatnahestar voru reglulegir íþróttagarpar. Sem sporthestar eru íslenzku hest- arnir öðrum fremri hvað fótfimi og fjölhæfni í gangi snertir, og auk þess eru þeir fóðurléttar. En naumast þekkja menn hestinn sinn eða vita hvað í hon- um býr, nema ferðast langar leiðir, dag eftir dag á misjöfnum vegum og veg- leysum, enda koma þá eiginleikar hans bezt í ljós, og þroskast í slíkum ferðum. Hesturinn okkar, sem á villta og fót- fi'áa sléttuhesta að forfeðrum, er i eðli sínu mikið hlaupadýr og því er hann auðræktaður í þá átt og auðtaminn til mikilla hlaupa. Og svo vel er hann gerður frá náttúrunnar hendi, að fol- öldin, aðeins fárra daga, geta fylgt mæSrum sínum miklar vegalengdir. Magnús Hólm Árnason, kunnur Ey- firðingur, segir frá því í ritgerð fyrir nokkrum árum, er afi hans, séra Jakob Björnsson, flutti til Eyjafjarðar frá Torfastöðum í Biskupstungum og fór Kjalveg til Skiagafjarðar. Fjögurra vetra hryssa, rauð að lit, er prestur átti, var með í för. En hún eignaðist folald 14 dögum áður en lagt var af stað og var folaldið áhyggjuefni og töldu menn ráðlegast að lóga því eða skilja hryss- una eftir öðrum kosti. Tómas Jónsson hét vinnumaður prests og aftók hann með öllu að slátra folaldinu eða að slíkt yrði gert, sagði nógu snemmt að gera það, þegar það gæti ekki gengið lengra. Folaldið gekk alla leið norður og að Saurbæ í Eyjafirði. Það varð vænn hestur, rauðstjörnóttur og nefndur Kvíði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.