Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ DAGS
15
Konungsgröfin aö
í ÞANN tíma voru margir Upplend-
ingakonungar, þeir er fyrir fylkjum
réðu og voru þeir flestir komnir af œtt
Haralds hins hárfagra. Fyrir Heiðmörk
réðu tveir bræður, Hrærekur og Hring_
ur Dagssynir, segir í Heimskringlu. En
á þeim tíma var Ólafur Haraldsson
digri að leggja Noreg undir sig og héldu
fylkiskonungar ráðstefnu um, hvaða
afstöðu þeir ættu að taka til hans. Flutti
Hrærekur ræðu eina snjalla við það
tækifæri, þar sem hann varar við ein-
Veldi konungs. Hann minntist þess, að
Ólafur Tryggvason hafði verið tekinn
með miklum fögnuði til konungs í
landinu, en síðan hefði hann orðið svo
ráðríkur, að fyrir honum mátti enginn
vera sjálfráður. Niðurstaða ráðstefn-
unnar varð þó sú, að fylgja Ólafi Har-
aldssyni að málum. En ekki leið á löngu
áður en þeir komust á aðra skoðun Og
vildu nú hafna einvaldskonungi, en þá
var konungur farinn að boða kristna
trú af miklu kappi. Marga þeirra, er
ekki vildu játast undir hina nýju trú,
rak hann úr landi, aðra lét hann hand-
ai-höggva eða fóthöggva, hálshöggva
eða hengja og má af því sjá, að ekki
var boðskapur Frelsarans ómengaður.
Héldu nú Upplendingakonungar og
fleiri fylkiskon-ungar aðra ráðstefnu og
komu saman fimm konungarnir. Minnti
Hrærekur þá á, að nú væri fram kom-
ið, það sem hann hefði áður spáð, en
nú væri orðið verra um vik og því
þyrfti varlega að fara. Niðurstaða
þeirra varð þó sú, að þeir skyldu safna
lfði gegn Ólafi Haraldssyni og freista
þess að sigra hann. En aldrei * komst
þessi ráðagerð í framkvæmd, því Ólafi
konungi barst njósn um fyrirætlun
fylkiskonunganna og varð sjálfur fyrri
til. Hann kom með fjölmennu liði, þar
sem ráðstefna fylkiskonunganna hafði
staðið og voru smákonungarnir gengnir
til náða er her Ólafs kom að þeim óvör-
um. Vafð lítið um varnir og voru þeir
allir teknir höndum.
Ólafur Haraldsson digri fór þannið
með fanga sína, að úr einum lét hann
skera tunguna, þrjá rnk hann í útlegð,
en bæði augun lét hann stinga úr
Hræreki Dagssyni, svo hann var blind-
ur síðan, en hafði hann svo með sér, af
því sá Uppl'endingakonungurinn var
mikilhæfastur og því hættulegasti and-
stæðingurinn, bæði vitur maður, slægur
og harðfengur, jafnvel eftir að hann
var blindaður og dvaldi með konungi,
og gerði Ólafi konungi margan óieik og
reyndi að ráða hann af dögum með
eigin hendi.
Margir urðu til þcss að eggja Ólaf á
að iáta drepa Hrærek. Ekki vildi hann
gera það, en lét mcnn sína gæta hans
dag og nótt og hélt hann allvel í mat
og drykk og fékk menn til að þjóna
honum, og gekk svo um hríð.
Atvikin höguðu því svo, að Hrærekur
þessi var fluttur til íslands þótt hvergi
sé þess getið í kennslubókum íslenzkra
skóla, nema nú loks fyrir tveim árum
í bókinni „Eitt er landið“ eftir Stefán
Jónsson, sem Ríkisútgáfa námsbóka
hefur gefið út, en í þeirri bók er laus-
lega rakin þessi saga og er það vel. En
ástæðan fyrir því, að á þetta er sér-
staklega minnt hér, og raunar ekki í
fyi'sta sinn, er sú, að þessi ógæfusami
konungur hraktist til Norðurlands og
hvíla bein hans í litlum hól við Eyja-
fjörð og hefur þessari einu konungs-
gröf á íslandi ekki verið sýndur sá
sómi, sem vert er.
íslendingur einn, sem Þórarinn
Nefjólfsson hét, var við hirð Ólafs.
Hann var farmaður mikill og oft í för-
um milli landa.
Þórarinn var manna ljótastur, og bar
það mest frá, hversu illa hann var
limaður. Hann hafði hendur miklar og
Ijótar, en fæturnir voru þó miklu ljót-
ari. Hann var staddur í Túnsbergi, er
þessi tíðindi urðu. Hann var málkunn-
ugur Ólafi konungi og bauð konungur
honum til sín nokkra daga, en Þórarinn
var manna vitrastur og orðspakur og
djaifmæltur við tigna menn. Hann svaf
í herbergi konungs. Morgun einn vakn-
aði konungur, en aðrir menn sváfu í
herberginu. Konungur sá, að Þórarinn
hafði rétt annan fótinn undan klæðum
og horfði á um hríð. Þá vöknuðu menn
í herberginu. Þá mælti konungur:
Vákað hef ég um hríð og hef séð þá
sýn, er mér þýkir mikils um vert, en
það er mannsfótur sá, er ég hygg, að
engin skal hér í kaupstaðnum ljótari
vera, og bað menn að hyggja að, hvort
þeim sýndist svo. En allir, er á horfðu,
samþykktu að svo væri.
Þórarinn heyrði hvað mselt var og
svaraði:
Fátt er svo einn hluta, að örvænt sé,
að hitti annan slíkan, og er það lík-
legast, að hér sé enn svo.
Konungur áleit, að enginn mannsfót-
ur muni ljótari finnast og vildi veðja
um það. Þórarinn játti því og kvaðst
mundu finna í kaupstaðnum ljótari fót.
Konungur mælti: Þá skal sá okkar
kjósa bæn af öðrum, er sannara hefur.
Svo skal vera, mælti Þórarinn og brá
þá hinum fætinum undan klæðunum
og var sá engu fegurri og vantaði á
stórutána. Taldi Þórarinn sig hafa unn-
ið veðmálið. En konungur sagði, að
heili fóturinn væri því ófegri, að á
honum væru fimm tær ferlegar en ekki
nema fjórar á hinum og væri hann því
ekki jafn ljótur og hlaut hann að ráða.
Dýrt er drottins orðið, eða hverja
bæn viítu af mér þiggja, sagði Þórar-
inn, en konungur mælti:
Þá, að þú flytjir Hrærek konung til
Grænlands og færir hann Leifi Eiríks-
syni.
Þórarinn svarar: Ég hef aldrei til
Grænlands komið.
Konungur segir; Farmaður slíkur,
sem þú ert, þá er þér nú mál að fara
til Grænlands, ef þú hefur ekki komið
þar áður.
Ekki vildi Þórarinn Nefjólfsson skor-
ast undan að flytja Hrærek úr Noregi
en bað konung hins vegar að taka sig
í hirðina og gerði konungur það.
Nokkru síðar bjó Þórarinn skip sitt
og þegar því var lokið, sagði konungur:
Ef þú kemur til fslands skaltu selja
Hrærek í hendur Guðmundi Eyjólfs-
syni eða Skapta lögsögumanni eða öðr-
trm höfðingja, er hafa vill vináttu mína
og jartegn. En ef þig ber að öðrum
löndum, þeim er hér eru nær, þá haga
Framhald á blaðsíðu 21.