Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 18

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 18
18 JÓIABLAÐ DAGS unum nema nokkra faðma niður. Já, maður hefur oft lent í góðum fiski og aflað vel, en fiskveiðarnar geta líka brugðist, svo sem annar veiðiskapur. Þckktirðu vel Sæmund skipstjóra í Stærra-Árskógi? Já, við áttum meira að segja bát í félagi, sem Sæfari hét, um þrjú tonn á stærð. Vélin var aldrei í lagi og gramd- ist mér það mjög. Verst að hún stöðv- ðist alldrei aiveg. Þegar ég byrjaði róðra á bátnum, var ágætur fiskur, en vólin í stöðugu óilagi. í þriðja róðrinum fór ég fram á Vesturkantinn, en ætlaði svo aldrei að hafa mig í land með aflann. Vólin hitaði sig og missti kraft. Búið var að fara með bátinn til viðgreðiar en hún skánaði ekkert. Síðar var Sæfari seldur til Flateyjar og þá var vélin tekin upp og síðan gekk hún eins og klukka. Síðar frétti ég, að þegar vélin var upphafllega sett í bátinn, hefði öxul'l og vól verið þvingað saman með vog- stöng. Von að vélin hitaði sig! Jú, ég þekkti Sæmund skipstjóra vel og þarf ég ekiki að lýsa honum, þa'ð hefur verið gert rækilegaj m. a. í bókum og því geymist nafn hans vel. Einu sinni varstu formaður hjá Ás- geiri Péturssyni á Siglufirði? Ég var með 17 smálesta bát hans eitt sumar og gekk það sæmilega. Svo var ég eitt sumar við veiðar í Þistilfirði á 20—30 tonna báti, og var með doríur, þ. e. tvo litla báta með tveggja m'anna áhöfn, sem veiddu á línu. Við áttum að afla síld til beitu, en þetta sumar gekk lítil síld í Þistilfjörð og þess vegna urðum við fyrir nokkru<m vonbrigðum, en þorskur virtist allmikili þegar við höfðum beitu. Eitt sumar var ég með skip í förum mil'li Siglufjarðar og Ak- ureyrar fyrir Einar í Gránu. Þá var ég tvö ár á Sjöstjörnunni, sem fór á vetr- arvertíð fyrir sunnan. Þá var aflað á handfæri. Stundum voru tveir í félagi eða höfðu félagsdrátt. Þú varst talinn veiðinn á handfæri? Maður heyrði það, Jú, mér 'gekk ailtaf vel að draga. Það var eitthvað verið að gaspra um félagsdrátt, en ég hafði ekki sérstakan áhuga á því. Eink- um var það Gunnlaugur, kal'laður dun- ur, sem var að minnast á þetta við mig og gefa það m. a. í skyn, að óvíst væri að Hannes frá Viðarholti, síðar í Báru- felli, mikill þrek- og aflamaður, vildi hafa við mig félagsdrátt. En það hafði heldur ekkert komið til tals. Þetta var fyrir sunnan. Svo þegar við vorum komnir á miðin fyrsta daginn, stóð svo á, að Hannes var farinn að draga þegar ég kom upp og merkti sína fiska. En þá hafði hver maður sitt merki. Sá ég, að Hannes merkti sína fiska, eins og ég var vanur að merkja eða marka mína. Þurfti ég því að breyta til. Sagði ég Hannesi það og talaðist þá svo til að við notuðum sama maikið, hamarskorið, og hefðum félagsdrátt. Okkur gekk held- ur vel, má ég segja, því við tveir dró- um 48 skippund af 150 skippundum en það voru alls 18 manns á skipinu. Þetta var víst dálítið umtalað. Stundum dró Hannes meira en ég og stundum veitti mér betur, en lílclega hefur ekki haM- ast teljandi á hjá okkur og kvartaði hvorugur. Við vorum á góðum aldri og vanir. Það var gaman að hafa fullt þrek og úthald. Síðar varð Hannes fyrir slysi við uppskipun og þótti mér leitt að frétta það. Það var haft á orði að þú værir sterk- ur vel? O-nei, jæja. Líklega hef ég verið sæmilega að manni nokkurn hluta ævinnar. Fyrstu æfingarnar fékk ég heima á Litlu-Hámundarstöðum, en þá glímdum við bræður mikið og höfðum gott af því. Eftir að ég fór verulega til sjós, voru strákar stundum að reyna sig í átökum, eins og gengur. Ég tók stundum þátt í því En ég vann mér ekkert til frægðar held ég, á því sviði. Þó var gott að vita það, svona með sjálfum sér, að maður þurfti venjulega ekki að láta á sig balla þegar eitthvað lá við. Sagt var, afð Sigurður á Brattavöllum og Sæmundur skipstjóri hafi verið mestu kraftajötnar á ÁrskógsstrÖnd í þá daga? Já, þeir voru sannarlega vel að manni báðir. Sigurður á Brattavöllum var h'eljarmenni að burðum. Við vonim oft saman á sjó. Hann var líka góður sjó- maður og hinn liðtækasti til allra verka, auk þess að vera þetta mikla kanl- menni. Ég man fyrst eftir Sigurði þegar hann kom í Litlu-Húmundarstaði og glímdi við okkur. Við vorum á svipuð- um aildri. Hann var mi'klu sterkari, en ekki vanur glímu þá. Ég naut þess að vera glímunni vanur en hann naut kmfta sinna. Við rérum eitt sinn sem oftar á báti fx-á Hellu, sem Þorvaldur heitinn átti og vorum hásetar. En for- maður var Jónatan Magnússon og sótti fast, enda duglegur maður. Hann var eitt sinn eitthvað við ská’l, hafði veðui- af 'kröftum Sigurðar og fór að glettast við hann. Þessu lauk svo, að Sigurður kastaði honum frá sér á þann veg, að adllr undruðust og varð ekki meina af glettingum. Sigurður var maður lund- góður, óáleitinn við menn og eyddi jafnan tah, ef það barst að kröftum hans. Sagði hann þá, að Sveinn bróðir sinn væri vel knár, miklu sterkari en hann sjálfur. í róðri einum bar það til, að Sigurður átti að draga línuna og Hafði hann orð á því, að hún væri þung. Sagði þá einhver, að líklega joyrfti að hjálpa honum og var hlegið! Sigurður þagði við og hélt áfram að draga. En allt í einu komu tveir hákarlar upp að bátshliðinnii, fastir á lfnunni, annar feikna stór, en báðir sprélllifandi. Sig- urður færði gogg í þann stóra og bað mig að halda við hann á meðan hann tæki þann litla. En skepnan braust um og reif gogginn úr höndum mér. Þegar minni hákarlinn hafði verið innbyrtur, þreif Sigurður gogg og færði í þann stóra á ný og hélt honum og væri synd að segja, að hánn væri loppinn. Ekki var að furtja þótt línan væri þung! Eitt sinn í brimlendingu tók út formanninn, þar sem Sigurður var háseti, á stónim árabáti. Sigurður gerði þá tvennt í senn. Hann náði til mannsins annarri hendi og kippti honum upp í bátinn, en greip hinni hendi um stýrið og var slík barfmennska lengi höfð á orði. Sigurð- ur var einu sinni formaður á báti, sem Höfðlabi'æður áttu. Olía var flutt í jám- f ötum. Eitt sinn átti að taka fat um borð með ta'líu. Sigurður kom þar að og sagði þess þyrfti ekki. Fór hann niður í bátinn og seildist til og greip jám- fatið í fangið og lét það é þilfarið þar sem hann vildi hafa það. Það sagði mér maður, að hann hefði aldrei séð slík handtök hjá nokkrum manni, sem hjá Sigurði og sýndist hann þó aldrei taka mikið á. Hann var rólyndur maður og stundum hætti honum til að sofna, þar sem hann sat. Ekki vil ég dæma um afl þeirra Sigurðar á Brattavöllum og Sæ- mundar skipstjóra, en það heyrði ég, að einu sinni hefðu þeir verið að 'leika sér að því að lyfta olíutunnum á Litla- Árskógssandi og hefði verið gaman að sjá til þeirra. Það fylgdi sögunni, að Sigurði hefði veitzt betur og má af því og öðru ráða, að þar var fíle'Ifdur mað- ur þótt sjálíur léti hann lítið yfir. Einu sinni var ég stýrimaður á Hjaiteyiinni og voru þeir báðir með mér feðgar, Sigurður Sigurðsson á Brattavöllum og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.