Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 25

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ D AGS 25 vissuna fyrir því, að ég hafði rétt fyrir mér. — Þú getur nærri, að ég hef engu gleymt frá þessu kvöldi. Ég gat lesið bæn þína úr augum þínum og svip. Ég var alveg viss um að þarna var ósvikin ást, sem óg átti, og ég reyndi að svara þér á sama hátt og þú spurðir, og það hefur tekizt. Síðan hef ég verið þín trúa unnusta, og neitað fleirum en einum, sem leitað hfa ráðahags við mig. — Guð blessi þig fyrir það, sagði Pétur. — En ég hef líka sannarlega verið þér trúr unnusti. Og það svo, að fóstra mín heldur að mig vanti eitthvað, sem aðrir menn hafa. Henni finnst ekki einleikið, að ég skuli ekki líta við neinni stúlku. Ég hugsa að hún biðji Guð daglega að gera kraftaverk á mér svo að ég verði ekki einstæðingur, þegar hún fellur frá. Og hver veit hve mikinn þátt bænirnar hennar eiga í sameiningu okkar. Ég trúi því, að hann sé einhver. Það er kannski ekkert undur þótt hún haldi, að eitthvað sé bogið við mig. Ég hef ekki farið á ball síðan þetta umrædda kvöld. Fyrst voru það veikindi og frá- fall fóstra míns, sem snertu mig svo djúpt, og svo að byggja þetta blessað hús, sem ekki er nærri fullbúið. Og svo varst þú ek-ki heima í vetur, og til hvers var þá að fara á ball? — Heldurðu að fóstra þín verði ánægð með mig sem konu þína? — Áreiðanlega, því það hefur verið fyrst og fremst þú, sem ég átti að höndla. — Það er ágætt, ég skal sann- arlega ver-a henni góð. — Ég á von á mönnum á þriðjudag- inn til að vinna við húsið, svo það fer nú að ganga. Þess vegna vildi ég fá þig strax, svo þú gætir haft hönd í bagga með alla tilhögun, ef ég á annað.borð fengi þig. Veiztu annars, að það er af- mælið mitt í dag. Nei, það vissi hún eklki. — Ég er 26 ára í dag, og þú gef-ur mér sjálfa þig í afmælisgjöf Hann fékk vel útilátinn afmæliskossinn, og hún fór ekki varhluta af þakklæti fyrir gjöfina. — En skyldi nokkur stúlka hafa fengið annað eins bónorðsbréf eins og ég fékk frá þér. Hún tók sendibréf upp úr veski sínu, fletti sundur blaði úr skrifblokk og las: Góða ungfrú! Ég sendi þór þessar línur og spyr þig: Viltu verða konan mín? Ég get bætt því við, að þú ert eina konan, sem mig hef- ur langað til að eiga. Ef þú játast mér, vil ég að við giftum okkur strax. Ég óska að fá svar um hæl. Vinsamlegast, Pétur Guðmundsson. — Svo möi'g eru þau orð, ekki eitt orð um ást. Pétur brosti. — Þú móðg- aðist samt ekki, sagði hann. — Nei, ég er búin að bíða svo lengi eftir að heyra frá þér, svo skildi ég þig. Þú treystir á að óg vissi betur, en orðin sögðu til um. Svo fann ég líka fleira. Stoltur og ærukær, hugsaði ég. En nú kom Jóhanna inn. — Ætli ekki sé nú mál að drekka aímæliskaffið? — Jú, áreiðanlega, -sagði Pétur. — Og nú máttu óska mér til hamingju, því Stina ætlar að verða konan mín. Það var glöð manneskja og Guði þakklát, sem stóð við gluggann á Borg- um og horfði á eftir hjónaefnunum, sem riðu úr hlaði til að gifta sig, morgunin eftir. — Það var þó aldeilis viðbragð, sem hún tók, blessuð stúlkan, þegar hún hafði lesið bréfið, sagði Jóhanna við sjálfa sig, og hún hló svo hún táraðist. Enda hefur það ekki verið neitt rusl. Hann kann nú að koma fyrir sig orði, blessaður drengurinn. — Ástin okka-r er ekki orðin gatslitin af atlotum áður en presturinn sameinar okkur að lög- um, hafði hann -sagt við Stínu í morg- un. Það var orð að sönnu, það fannst Jóhönnu spá góðu um framhaldið. & I- & I I I I I i I i I- í I s I- i I i t i t. I t: i t FIMMTI OKTOBER: bmákvæöi Birtain frá himinsins blikandi djúpi, blómkrónur ýmsum í lit, samofnar verijldum hækkandi hljóma, hlýjuðu daganna glit. • Vorblærinn ómaði — englar á flugi — öldublak fagnaðar söng veturinn brottu; osr vonirnar glaðar vakti mér sólnóttin lcing. Ylurinn, líkn hinna lifandi róta, luktist um gróandi jiirð. Sóldægra för milli blaða og blóma í blikinu skugglaus var gjörð. Verða mér aldrei á firnindum fjarri fagnaðarstundirnar þar sem lýsigull árroðans ljómaði fegurst og lífsins Paradís var. Koma nú ár, eftir langdegið liðið þótt Ijóminn frá vori sé nær. Öldunnar reisir á eilífðarboða ókunnur tímanna sær. Blánandi stjörnunótt blikar í ómum sem berast frá klukknanna stól. En-glar í hljómunum umhverfis svífa, — enn eru bjiirt þeirra jól. I f f I f I | f í l I í f ? ! I f f f 1 ! f <?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.