Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 21

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ DAGS 21 milli bæjanna, en þar var gömul myUa. Stúlkan hvarf við lækinn og fór okkur að gruna, að ekki væri aBt með felldu um hana og gættum vandlega að, hvað af henni hefði orðið en sáum þó ekkert. Hún gat naumast hafa gengið okkur úr greipum og hygg óg helzt, að þetta hafi verið svipur. Varstu aldrei myrkfælinn? Nei, enda kom það sér vel í skugga- legum torfbæjum. Það var eitt sinn á meðan ég enn átti heima á Litlu-Há- mundarstöðum, að ég var nýlega 'kom- inn frá Akureyri og hafði keypt mér byssu. Átti ég( nú þrjár byssur. Rak ég nagla utan í baðstofubita og setti byss- urnar þar, tvær voru á sama bitanum en sú þriðja á öðrum. Eina nóttina brökk ég upp við byssuskot, að mér fannst, og þótti kynlegt. Pabbi vaknaði líka og kallaði til mín og ræddum við ögn um, hvað þetta gæti verið um há- nótt. Bað pabbi mig að líta eftir byss- unum og gerði ég það og voru þær á sínum stað, í öðru herbex-gi. Svo sofn- aði ég en allt fer á sömu leið og í þriðja sinni. Varð ég þá gramur og raúk fram úr, rúminu og aðgætti byssumar á ný og mannaferðir en varð einskis var. Um morguninn aðgættum við í nýföilnum snjó, hvort við sæjum spor eða önnur - HJÁSETAN — Framhald af blaðsíðu 12. því þar var mannráð nokkurt, og geldfé Gunnólfsvíkurbænda gekk nokkuð í fjöllunum og Fossdal. Tvíbýli var þá í Gunnólfsvík, og varð bændum þar ekki vel við fréttirnar, en töldu þó víst, að ræningjar þessir væru á brott, þar sem nú vom umliðnir tveir sólarhringar frá því Valgeir varð fyrir árásinni. Morg- uninn eftir fóru þeir þó 4 vaskir menn á bát út með fjaili, og hugðust rann- saka málið og vegsummerki, ef fyrir væm. Tóku þeir með sér haglabyssur tvær, því annað var ekki vopna. Man ég það, að mér var mjög órótt, er ég snemma morguns fór upp úr rúmi mínu út að glugga og sá föður minn ganga niður túnið með byssu á öxl. Gerði ég mér í hugarlund, að til bar- daga kæmi og einhverjir gætu faliið. Ég var þá farinn að heyra og lesa fs- lendingasögur og Riddara. Og glaður varð ég þegar þeir komu ailir heilir aftur seinni hluta dags. Lítil vegsum- merki um ferðir manna, en svo var ekki. En ekki var langt á daginn liðið þegar gestur kom á bæinn, kunningi okkar. Hafði hann heyrt um byssu- kaupin og bað að lofa sér að sjá. Ég lofaði honum að skoða byssumar mín- ar. Hann tók þær niður, hvei-ja fyrir sig og athugaði þær í krók og kring, allar þrjár. Þrjár byssur — þrjú skot — hugaði ég. Við tökum upp léttara hjal, á meðan við súpum úr síðasta kaffibol'lanum, er dóttir Jóns og þeirra hjóna, Svanhvít að nafni, sem enn býr með foreldrum sínum, ber fram. En Jón og Þórey kona hans, hin myndarlegasta húsmóðir, eiga tvær aðrar dætur, Sóleyju, búsetta á Akureyri og Rósu Guðrúnu, búsetta á Hjalteyri, og fimmtán bamaböm. Áður en ég kveð spyr ég Jón, hvort hann vilji eitthvað segja að lokum. Hann segir: Nú er ég farinn að eldast nokkuð og dagur senn að kveldi kom- inn. Maður er hættur að hugsa til þess með tilhlökkun, að á morgun verði sjó- veður gott og báti ýtt úr vör. f þess stað ornar maður sér við minningamar, og þegar ég hugleiði farinn veg, er ég þafcklátur bæði guði og mönnum, segir Jón að lokum og þakka ég honum við- ræðurnar. E. D. Gamall viðburðnr merki höfðu þeir séð, aðeins nokfcur spor í Arnarbrík, eftir stígvélafót og ræksni af færeyska blaðinu Dimma- letting. Annað var þar ekki að sjá um venju fram. Skammdalinn rannsökuðu þeir ekki, en líklegt er, úr því ræn- ingjarnir fóru með Valgeir upp í Sand- gil, að þeir hafi farið þaðan, yfir fjallið og niður í Sbammdalinn, um skriður þær í botni hans, sem áður er getið. Sú leið var þarna stytzt til sjávar suð- austan fjallanna. Valgeir Bjamason fluttist af Langa- nesi á þrítugsaldri, til Hornafjarðar, með séna Þórði Oddgeirssyni, er hann fékk Bjamarnes vorið 1913, að mig minnir. Hann fluttist þaðan að Höfn, kvæntist ágætri konu, og bjó þar síðan. Hann er látinn fyrir 2—3 árum. Hann á þar afkomendur. Valgeir þótti jafnan hinn röskvasti maður. Raufarhöfn, 20. nóvember 1969. - Konimgsgröfin að Kálfsskinni Framhald af blaðsíðu 15. þú svo til, að þú vitir víst að Hrærekur komi aldrei síðan lífs til Noregs, en ger það því aðeins, að þú sérð engin önnur föng á. Þegar á leið sumarið fór Þórarinn til íslands, en sigldi fyrir sunnan land og ætlaði til Grænlands. En fékk volk mikið og tók síðast land í Breiðafii'ði. Þorgils Arason kom þá fyrstur virð-* ingaimanna til þeirra, en Þórarinn seg- ir honum orðsendingu konungs og vin- áttu og biður hann taka Hrærek. Þor- gils gerði svo og gerði vel til Hræreks, sem þó undi illa hag sínum. Var Hrærekur þar um veturinn. Bað Hrærekur þá, að verða fluttur norður í Eyjafjörð, til Guðmundar á Möðm- völlum og var það gert. Tók Guðmund- ur vel á móti konungi en það fór á sömu leið, að konungur undi þar ekki og vildi ekki vera þar lengi og var hann þá fluttur á vist á litlum bæ, er heitir Kálfsskinn og var þar fátt hjóna. Þar var Hrærekur hinn þriðja vetur, og sagði hann svo, að hann hefði þar verið svo, að honum hefði bezt þótt, því þar var hann af öllum mest metinn. Eftir um sumarið fékk Hrærekur sótt, er leiddi hann til bana. Svo er sagt, að sá einn konungur hvílir á íslandi. Hrærekur dó á Kálfskinni sumarið 1022 og sér enn fyrir haugi hans á litl- um hól milli Stærra-Árskógar og Kálfsskinnsbæja, ekki langt frá þjóð- veginum. Konungdómur og barátta Hræreks virðist ekki hafa haft nein áhrif á sögu okkar þjóðar, enda kom hann hingað, sem fátækur, valda'laus og blindur útlagi. Engu að síður er saga hans áhrifamikil og á margan hátt merkileg. Hún varð þjóðskáldinu frá Fagraskógi yrkisefni, svo sem kunnugt er, og kom hann oft að gröf Hræreks blinda og reisti honum í bundnu máli' verðugt minnismerki. En sá hkitur liggur þó enn eftir, að girða hólinn hans, setja minnismerki á gröf hans og vegvísi þangað frá þjóðvegi. Fer vel á, að í þeirri sveit sé minnismerki' hans, sem hann undi bezt hér á landi og var vel metinn af öllum, og á þeim stað, er hann hvílir, einn manna með konungs- nafnbót í íslenzkri moldu. E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.