Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 13

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ DAGS 13 FYRIR hálfum fjórða áratug dvaldi ég árlangt í Fljótshlíð. Þar er undur faig- urt á glöðum sumardegi. Byggðin, sem er þétt, er á talsvert hallandi landi í ■suðurhlíð heiðar, er rís upp af hinu mikla og flata undii’lendi Landeyjanna, sem í suðri blasa við en Vestmanna- eyjar í nokkrum bláma, og Eyjafjöllin í austri með Markarfljót við fjallsræt- urnar. Ur Markarfljóti rann ailstór á, Þverá til vesturs, meðfram endilangri Fljótshlíð og hamdist ekki í farvegi sinum en göslaðist um hið mikla undir_ lendi sitt á hvað og eycfdi gróðri, svo ber sandurinn var eftir, þúsundir hekt- arar lands, er stundum voru huldir sandroki. En Þverá braut á hverju ári nokkra sneið af sjálfri Fljótshlíðinni og var mjög ágeng við mjúkan jarðveginn. Það hittist svo á, að ég fór með mörgu fólki, ríðandi úr Fljótshilíð suðaustur til Marka if lj ótsbrúar sumarið 1934, er hún var vígð að viðstöddum geysilegum mannfjöilda. Fórum við yfir Þverá, óbrúaða, og var sandbleyta þar sem við fórum, á örlitlum parti og sukku þar sumir hestar en aðrir isluppu. Síðan var riðið beint af augum og farið hratt yfir þetta flata, mikla og gróðuiiitla land, er allt var sundurskorið af þurrum ár- farvegum. Á þeim árum sá ég oft Sigurð bónda á Barkarstöðum, kempulegan mann og myndarlegan og höfum við þekkzt síð- an. Hann Skarst ekki úr leik þegar sungið var og dansað. Og hann skarst ekki heldur úr lcik, þegar honum voru falin vandasöm störf fyrir sveit sína og hérað. Þegar ég heyrði í fyrrahaust viðtal SIGURÐUR TÓMASSON, bóndi, Barkarstöðum: Markarfljóti settar skoráur Jóns R. Hjálmarssonar skólastjóra við hann í útvarpi, langaði mig til að fá það til birtingar og fékk leyfi beggja tii þess. Viðtail þetta var lítt eða ekki und- irbúið. Skólastjórinn leiddi viðtalið, en frásögn Sigurðar er svo heilleg, að ég tek mér það bessaleyfi að sleppa spum- ingunum úr þessum þætti og bið þá velvirðingar, ef þeim þykir miður og hef breytt orðalagi á stöiku stað, sam- kvæmt leyfi Sigurðar. Sendi ég þeim svo þakklátar kveðjur mínar og vona, að hið mikla mannvirki við Markar- fljót, sem hér á eftir segir frá, megi um ókomin ár verja hina fögru Fljótshlíð og Landeyjar ágangi vatna og annarra eyðingarafla. En nú gefum við Sigurði orðið og er hann heima hjá sér, er hann segir frá og þessi þáttur var hljóðrit- aður. — E. D. Suður frá Fljótshlíð 'liggja Markar- fljótsaurar, gróðurlitlar og berir og að litlu gagni fyrir sveitina. Ekki hefur það alltaf verið svo í þessum fagra dal, milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla. Þær sagnir, sem ég hef af eyðingu gróðuiiendis hérna, eru frá ofanverðri 19. öld. Þá fór Þverá fyrir alvöru að renna úr Markarfljóti og renna út (þ. e. vestur) melð Iilíðinni og gerði ])á vitan- lega stór landsspjölil. Það fyrsta sem ég veit um, að gert hafi verið til varnar þessum ágangi vatns, er það, að Vigfús Thorarensen, sýslumaður á Hlíðarenda, sem dó 1819, safnaði tveim árum fyrir dauða sinn, saman mönnum til að reyna að grafa fram Markarfljót. Þetta var góðra gjalda vert þótt erindi væri e'kki sem erfiði, sem ðkld var heldur að bú- ast við. Og við heyrum það á syni hans, Bjarna skáldi Thorarensen, að hann hefur verið mjög uggandi um Fljóts- hlíð ög Hlíðarenda, vegna ágangs Þver- ár, svo sem lesa má í kvæðurn hans. Og sannar sagnir hef ég af því, að veitan fyrir neðan Hlíðarenda, sem nú er ekki lengur ti-1, var þá, 1817, fimm hundruð hesta veita (engi). En Þverá braut land alla tíð þar til hafizt var handa um stokkun vatnanna 1929. En til þess að gera langa sögu stutta, vil ég geta þess að dálítið var þó hugsað um þessi mál í byrjun þessarar áldar. Til dæmis var Geir vegamálastjóri lát- inn mæla fyrir garði út frá Þórólfsvelli 1917 og var meiningin, að taka grjót í garðinn hér uppi á heiðum og þá átti að leggja járnbraut niður hlíðamar til að flytja grjótið. Þetta var náttúrlega illframkvæmanlegt með þeim tækjum, sem þá voru til, og ekki varð heldur neitt úr framkvæmdunum. En í þessu sambandi vil ég minna á það, að þjóð- skáldið Einar Benediktsson bjó hér á Stórahofi á Rangárvöllum frá 1906— 1908 og 1907 ' yrkir hann hið fræga kvæði sitt um hýllingar í Landeyjum og segir þar meðal annars: Fljótshlíðin glampar í glitblómakrans til Gunnarshólma hún lítur-------. Og maðurinn, til að brjóta þá hlekfci, sem um getur í kvæðinu, kom. Síðari hluta september 1928 boðaði þjóðskör- ungurinn Jónas Jónsson frá Hriflu til almenns fundar með íbúum Rangár- valliasýslu í þinghúsi Fljótshlfðar við Grjótá. Jónas var þá landskjörinn þing-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.