Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ DAGS
5
efnislegar gjafir, og sýna honum samúS
i. orðum. En hitt getur reynzt enn
heilladrýgra að vitja bans í einrúmi, í
andanum einum og hafa yfir honum
undursa'mlegustu orð tungunnar og
umvefja hann ljósi, í djúpri þögn. Þessi
sjúlfboöavinna er sjálfskylduraun.
Þannig verða velviljaðir menn og víð-
sýnir, sem ástunda slíka góðgirni —
með tímanum góðir.
Afstaða almennings til slíkra mála?
Hún sýnir auðvitað ýmsar hliðar eins
og áður, en þó virðist andstaðan þverr-
andi, og margt ungt fólk hefur áhuga á
að kynna sér þessi mál.
Ég hygg að allir vitibornir menn, sem
ástunda andlega iðju, stefni að sama
marki. Og það ætti að vera öllum ijóst,
að sérhver, sem lætur sér koma til hug-
ar að ganga á fund Guðs síns — hlýtur
að leggja af stað, þar sem hann er
staddui-, en alls ekki frá einhverjum
öðrum stað, þar sem hann er ekki
staddur. Og þess vegna er útilokað að
allir fari sömu leiðina.
1 öðru lagi er það ekki sjálfsagt, að
allir velji sömu leið, þótt staddir séu á
sama stað. Þrír náunigar ættu að geta
verið allgóðir félagar, þótt þeir velji
ekki alíir sömu leiöina á ferð og flugi.
Einn fljúgi ti höfuðstaðarins, annar aki
vestur og suður um sveitir, og sá þriðji
fari fótgangandi suður yfir fjöll og
sanda. Allir ættu þeir að geta gist á
sama gistihúsi, þegar áfangastað er náð.
Þar sem mannlífið er takmarkalaust í
fjölbreytni sinni, væri það a’llra dular-
fyllsta fyrirbrigðið, ef allir menn gætu
klætt vitsmuni og tilfinningar í eitt og
sama form — félagslega, heimspekilcga
og trúarlega séð. Hvar væru skáldin og
listamennirnir þá?
Með einföldustu samtökum getum við
unnið stórvirki á ótoljandi sviðum, er
til siðbóta horfa, auk beinnar hjálpar
við einstaMinga.
Starfsenii þessi er byggð á krislileg
um grundvclli?
Kristindómur er meðal annars sú
bjargfasta sannfæring, að hægt sé að
yfirstíga alla vonsku með gæðum.
Sagan leggur áherzlu á, að grund-
völlur allra ríkja — allra mannfélaga,
sé í raun og veru skilningui- manna og
vilji, bresti þessi grundvöllur líði þjóð-
félög undir lok, verði öðrum sterkari
að bráð. En mikið vantar á, að þetta séu
grundvallar sannindi. Elskan er grund-
völlur allra rí'kja — allra mannfélaga,
að hálfu leyti og vel það. Án hennar
fær ekkert samfélag, ekkert mann-
fólag staðist sviftibylji mannlegra árs-
tíðna og hleypidóma, heimsku og hat-
urs. Elskan ein er máttugri en herlög
og hersveitir. Mestu máli skiptir ekki
hverju maðurinn trúir né hvað hann
boðar, heldur hver hann er.
Þú sagðir, að starfshóparnir liefðu
önnur verkefni með höndum en hug-
lækningar?
Við þekkjum svið hinum megin við
skarkala heimsins, þar geta venjulegir
menn mætt algæskunni og þegið gjafir
hennar, og jafnframt gefið sinn innsta
neista, sitt andans afl, sem við nefnum
gæði, góðleik, elsku eða kærleik. Orðin
skipta hér ekki máli, heldur hugblær-
inn, hjartaþelið. Tilgangurinn er góður,
tímanum er varið til þess, er vlð álítum
mikillvægast. Við gefum það afl, sem
við eigum bezt. Við getum nefnt það
góðleik. Við gefum það þeim, sem við
þekkjum beztan og þráum að elska
mest. Um deið og við tílbiðjum hann,
þiggjum við gjafir hans. Við leggjum
a'llt í hendur hins hæsta. Að vilji hans
verði, er fyrsta og síðasta tjáning
stundarinnar. Við vitum að himnesk
máttarvöld geta notað aljákvæða hug-
arorku manna til uppbyggingar hvar
sem vera skal.
„Nýtt boðorð gef ég yður, þér eigið
að elska hver annan, eins og ég hefi
elskað yður,“ sagði meistarinn við 'læri-
sveinana á kveðjustundinni. „Ef þér
elskið hver annan eins og ég hefi elsk-
að yður, þá eruð þér mínir lærisvein-
ar.“ Þá tálaði hann mest um hugtak
elskunnar. Hann nefndi nafnorðið
eilska og sögnina að elska tuttugu og
einu sinni á kveðjustundinni. Slíka
á'herzlu lagði frelsari allra manna á
þörf heimsins fyrir 'lifandi líf elskunn-
ar. Með öðrum orðum: Heimurinn
verður ekki frelsaður með neinu öðru
en — ríkjandi elsku Guðs og manna. —
„Guð er andi,“ sagði meistarinn, „og
þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja
hann í anda og sannleika.“ Og hann
sagði einnig: „Þegar þú biðst fyrir, þá
gakk inn í herbergi þitt og loka dyrum
þínum, .... Og faðirinn, sem er í
leyndum mun endurgjalda þér.“ — Við
vitum að vísu, að fullkomið mannlíf er
fegursta tilbeiðslan. En tilbeiðsla í anda
og sannleika, er athöfn og aðferð til
þess að bæta og fegra hið ófullkomna,
stríðandi líf. Það er greiðfærasti vegur-
inn.
Þú leggur mikið upp úr þögninni?
Ég get vel hugsað mér, að kristnasti
íslendingurinn í dag, sé karl eða kona,
sem aldrei hafa minnzt á Guð eða Krist
við nokkurn mann, ekki einu sinni
barnið sitt. Að vera fullkomlega krist-
inn, er að elska Guð og menn eins og
Jesús gerði. Menn tala og tála um þessi
mál, af margvíslegum ástæðum, og ég
er einn af þeim. En það sannar ekki
útaf fyrir sig kristni nokkurs manns .
— Sumir neyðast til að bera hönd fyrir
höfuð sér þegar þögnin lykur ekki
lengur um þá.
Þótt ég tali og skrifi, trúi ég á þögn.
Guð er þögn. Hann elskar og elskar —
Og bíður og bíður meðan allir tímar
líða — fagnandi eftir því, að fleiri og
fleiri bæti ráð sitt.
Hafa gerzt undur og stórmerki á
meðan bænir eru fluttar?
Undur og stórmerki eru sérlega
teygjanleg orð. Stóryrtar staðhæfingar
og vitnaleiðslur á þessum starfsvangi
hafa lítið gi'ldi. Hleypidómarnir hafa
enn furðu mikið að segja. En góðleik-
inn vinnur á, hægt og jafnt og stöðugt.
Árangurinn er í mörgum tilfellum
einnig furðulegur. Þess vegna gefumst
við ekki upp.
Nokkuð fleira að segja um eðlisþátt
innsæis?
í tilbeiðslu og hugleiðslu þagnarinn-
ar, skerpis innsæisgáfan. Huldar víddir
opnast og dulin svið blasa við: Eilífðar-
djúpin, vistarverurnar, tilverurökin og
örlagabrautirnar. Ný útsýn er jafnan
ný þekking. Athafnir þessara umræddu
starfshópa efla hinn innri skilning á
örlögum fólksins og glæða elsku til
lífs og starfs. Þær samræmast jafn-
framt þeim sannindum, að því einfald-
ara sem mannlífið er, því fegurra er
það, — göfugra og stórkostlegra. Við
þurfum um fram allt, að tileinka okkur
einfaldleikann í hugsun og verki.
Tækifærin til að skapa fegurra
mannlif og betri heim eru óteljandi og
við eigum að nota þau, segir Ólafur
Tryggvason að lokum.
Þakka ég svörin og þessar upplýs-
ingar um fagurt starf fólks með kær-
leik í hjarta.