Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 24
24
JÓLABLAÐ DAGS
MARGRÉT f LAUGASELI:
Máttur Dænarinnar
— REYNDU nú að manna þig upp,
vertu ekki þessi rola. Það vai' Jóhanna
á Borgum, sem mælti þessum orðum til
Péturs fóstursonar síns. Hann tók ró-
legur pípu sína og reykti þar til búið
var úr henni. — Að stundu liðinni
snarast hann út, lagði hnakk á Blesa
sinn, fór svo og rakaði sig og bjó sig í
betri fötin. Jóhanna fylgdi honum til
dyra.
— Vertu sæl, sagði hann um leið og
hann reið úr hlaði.
— Vertu sæll og Guð fylgi þér. Hún
horfði með ánægju og aðdáun á eftir
eftirlætinu sínu, er hann nú fór hina
mikilvægu för, og í huganum sendi hún
himnaföðumum heita bæn Pétri sínum
til styrktar. Hún og maður hennar
höfðu tekið hann að sér 8 ára gamlan,
er hann var búinn að missa báða for-
eldra sína með stuttu millibili. Þau
unnu honum eins . og þau ættu hann.
Sjálf höfðu þau ekki eignast börn. —
Nú var Pétur fulltíða maður, var að
byggja íbúðarhús og kaupa jörðina, sem
þau bjuggu á. Henni fannst mál til
komið að hann færi að gifta sig og
hafði gefið honum bendingu hvar hann
skyldi 'leita fyrir sér með kvonfangið.
En það hafði ævinlega verið sama sag-
an. Þá anzaði hann henni ekki. Nú var
hann þó farinn.
Jóhönnu rak í rogastanz, er Pétur var
kominn aftur eftir örskamma stund. En
hún spurði samt umsvifalaust:
— Hvernig gekk?
— Mennirnir koma á þriðjudaginn.
Ég fór út að Hrauni og fékk lánaðan
síma til þess að vita hvenær þeir ætl-
uðu að láta sjá sig hér. — Svo þú fórst
ekki ilengra?
— Það var verið að fræða mig á því
á Hrauni. .að Stína væri nýskeð búin að
ncita einum enn — og ég ætla ekki að
veita henni þá ánægju að neita mér.
Jóhönnu féllust hendur. En rankaði
fljótt við séi'. — Skelfileg rola geturðu
verið, drengur. Hvenær hefdui'ðu að þú
verðir að manni? Ég hef aldi’ei heyrt
meiri vesaldarskap en þann, að þora
ekki að bjóða stúlku fylgd sína gegn-
um lífið, annar eins maður og þú ert.
— Það er ekki það, að ég þori það ekki.
Ég vil bara ekki að hún og aðrir hafi
mig að athlægi, ef ég fengi neitun.
— Stína er ekki sú stúlka, að hún
segi frá, þótt eithver leiti ráðahags við
hana.
— Hvernig vitnast það þá, ef hún
segir það eiigum?
— Það hefur vitnazt á einhvern ann-
an hátt, ef það er þá ekki hrein lygi,
því það ei’U engin takmörk fyrir því,
sem logið er. Ég ráðlegg þér að fara
aftur og komast alla leið og vita hvern-
vig fer. — Ég fer ekki aftur. En ef þú
vilt fara með bréf til hennar, þætti mér
vænt um það. Það tekur þá enda þetta
jag í þér, hvert sem svarið verður. — Ég
skal fai'a hvert sem þú sendir mig, ef
það gæti stuðlað að gæfu þinni.
— Farðu þá að punta þig, á meðan
óg skrifa henni. Svo getur þú farið á
Blesa mínum, hann er með reiðtygjun-
um.
Að stundu liðinni fylgdust þau að út.
Pétur sótti Blesa og hjálpaði fóstru
sinni á bak. — Þú þarft ekki að flýta
þér heim. Ég skal sjá um kvöldvei'ðinn.
Það var liðið langt á kvöldið, þegar
Jóhanna kom aftur. Pétur hafði ekki
farið af fötum, en sat og las. Hann hafði
verið að mála um daginn, eina her-
bergið, sem búið var að ganga fi’á í
nýja húsinu. Að lokum sigraði svefn-
inn og þi'eytan. Þegar Jóhanna kom,
fann hún hann sitjandi í stól við boi’ð-
ið, steinsofandi með höfuðið hvílandi á
handlegg sínum fram á borðið. Hún
ýtti þýðlega við honum.
— Hverjum myndi detta í hug að þú
gætir sofið núna?
— Komstu með svarið? — Hún bað
mig hvoi’ki fyrir orð né línur. — Jæja,
þóttist of góð til að svara mér. Mér var
nær að vera ekki að þessu. — Hún
kom nú sjálf og stendur úti á hlaði, svo
hún þurfti ekki að biðja mig fyxir neitt.
Ég hugsa að þú megir vera ánægður
með það. En Pétur heyrði ekki nema
fyrstu orðin. Hann var horfinn áður en
Jóhanna leit við. — Jæja, sagði hún og
hló. — Nú var þó brugðið við
Að vörmu spori kom Pétur inn með
gestinn. Fór þá Jóhanna fram. Hún
ætlaði ekki að trufla samtal þeirra með
nærveru sinni.
Þegar hjónaleysin voru orðin ein
sagði Stína: — Þakka þér fyrir bréfið.
Þú baðst mig um að svara þér um hsel,
og ef það yrði Já, þá vildirðu að við
giftum okkur strax. Hér er ég komin.
Ég sagði foreldrum mínum að ég væri
að fara til þín fyrir fullt og allt, og er
það þá ekki nægilegt já?
— Jú, jú, og hjartans þökk, sagði
Pétur, og helzt hugsa ég að eitthvað af
kossum hafi fylgt með. Hjúskapar-
samningurinn var þegar gerður.
Þegar svo alllt var komið í kring um
ævilanga sambúð sagði Stína:
— Manstu eftir ballinu, sem við vor-
um á fyrir tveimiur árum? Hún til-
nefndi skemmtistaðinn. — Hvort ég
man, sagði Pétur. — Ég hefði nú x-eynd-
ar haldið það, því þá bað ég þín með
augum mínum, og reyndi að leggja í
það allan þann tilfinningahita, sem ólg-
a'ði í mér. Og mér fannst þú svara mér
á sömu bylgjulengd, með augum þín-
um. Ég fór glaður heim þá nótt, full-
viss um að ég ætti þig í vændum. En
seinna hefur stundum læðzt að mér
efi, var þetta kannski bara vinsemd frá
þinni hlið. Engin orð hafði ég frá þér
fyrir því að þetta væri eins og ég hefði
túlkað það. En ég hef reynt að hugga
mig við gamla máltækið, að ekki leyni
augu ef ann kona manni. Ég hef ekki
getað hugsað mér, að fals hafi verið í
augum þínum þá, og nú hef ég fengið