Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 11

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐDAGS 11 smalia kvíaám, var smali, svo sem það var kallað á þeim árum, sem var al- gengt starf barna og unglinga, meðan fráfærur og nytjun sauðamjólkur var ein megin uppistaðan í búskaparhátt- um og fæðuöflun íslenzks sveitabú- skapar. Grund á Langanesi var og er fremur landlítil jörð, og til að bæta úr því, hafði afi minn, Sigvaldi Þorsteinsson, um áratug fyrir aldamót, tekið á leigu nokkuð slói’a og engjagóða jörð, sem hafði land'amerki að Grundarlandi á parti, og lá til fjalla þeirra, er liggja frá Gunnólfsvíkurfjalli og út á Langanesið. Þessi jörð heitir Hvannstaðir, og var þá nýlega yfirgefin og i eyði komin. Verð- ur landsháttum þar siðar að nolckru lýst, þar sem það er nauðsynilegt, vegna eftirfarandi atburðar. En kvífé frá Grund var að mestu haldið til beitar í Hvannstaðalandi á hjásetutímanum, sökum meira landrýmis þar og góðra landikost'a. Landslagi er svo háttað þarna á Mið- Nesinu, sem kallað er, að grösugt lág- lendi er á því vestanverðu, sem dregst saman og mjókkar, norður að Heiðar- fjalli, þar sem nú er radarstöð og nofck- urt setullið Bandaríkjanna, en breikkar suðureftir, og eru þar lágir ásar og hæðir og alliangur dalur á milli þeirra, (Vatnadalur), sem liggur suður að Finnafirði, Gunnólfsvík, sunnan hreppa og sýslumarka Norður-Þingeyjar- og Norður-Múlasýslna. Breiðast er þetta láglendi sunnantil við sýslumörk, og liggur Hvannstaðaland að þeirn, við fjallarætur, sem eru austarlega á þessu svæði. Frá Gunnólfsvíkurfjalíi, sem allt er í Norður-Múlasýslu og um 719 rri. hátt, liggur lægri fjallarani til norðurs á austanverðu Nesinu, sem skerst sund- ur af Eiðisskarði, sunnan Heiðarfjalls. Er það lágt dalverpi, um 7.5 km. milli sjávarstranda, vestah og austan Ness- ins. Austan við Gunnólfsvíkurfjallið er fremur þröngur dalur, Fossdalur, sem liggur frá sjónum fyrst til norðUrs, en beygir svo hækkandi til vesturs norðan við fjallið. Fremur lágt bjiarg, en ókleift, er milli sjávarfjörunnar og dalsmynnis- ins, að sunnan, en þó mjótt einstigi á einum stað, upp úr fjörunni, sem kall- ast Arnarbrík. Austan dalsins er all- hátt fjall, sem heitir Skammdalshöfði, og austan hans Skammdalur, sem er raunar grunn kvos inn í fjöllin, en upp úr honum er gengt, um brattar skriður, og austan við hann hátt fjall, Selfjall, í Fagraneslandi. Norðan við Fössdalinn, þar sem hann liggur til vesturs, er á fjallgarðinum toppmyndaður hnjúkur, sem heitir Sandhaugur, og eru við hann sýslumöi'k. Þar norður af er hátt fjall, sem Hlíðólfsfjall nefnist, þó nokkuð lægra en Gunnólfsvíkurfjall, og mun vera um 660-—670 m. yfir sjó. Miili þessa fjalls og fjallranans sem Sand- haugur stendur á, er þröng og grunn dalskora, sem Sandgil nefnist. Þar á upptök sín úr lindum frá fjöllunum Lónsá, sem rennur norður og vestur um Mið-Nesið, og til sjávar milli jarð- anna prestsetursins Sauðaness og Ytra- Lóns. Norðaustan Hlíðólfsfjalls, er svo nær óslitinn fjallarani, að Eiðisskarði, sem áður er sagt. Nokkru eftir fráfærurnar, eða ein- hvern af síðustu dögum júlímánaðar 1903, sat smalinn frá Grund, Valgeir Bjarnason, yfir ám sínum, sér eignar smalinn féð, austan við Lónsá, í landi Hvannstaða, og lét þær dreifa sér um ljósalikjuflóa, sem er norðvestur frá bæjartóftunum á Hvannstöðum, en sjálfur sat smalinn á steini, á smá hæð vestan við flóann, sem kölluð er Kalda- kinn, til að hafa sem bezta útsýn yfir fjárhópinn. Sér hann þá tvo menn koma gangandi, í stefnu frá Hlíðólfs- fjalli nokkuð sunnan við Hvannstaði, eða úr svonefndum Kvosum, sem er graslendi vestur af Hlíðólfsfjalli sunn- anverðu. Þeir stefna að fjárhópnum í flóanum, og fara fremur hægt yfir. Þykir smalanum þetta undarlegt, þar sem hann átti sízt manna von, úr þess- arri átt. Blítt veður og sólskin hafði verið um daginn, og túnasláttur stóð yfi-r. Hann vissi að fólkið í sveitinni mundi vera heima við, að sinna um túninu og töðuna. Rúningi sauðfjár var fyrir nokkru lokið, og búið að þvo ull óg flytja í kaupstað. Þó datt honum helzt í hug, að þetta væru einhverjir fjárleitarmenn, sem hefðu verið að leita í fjölllunum, að einhverjum kindum, sem vantað hefðu til rúnings, og þótti það þó næsta undarlegt og með ólík- indum, svo sem háttað var. Valgeir hélt þó til móts við komumenn, og sunnan við fjárhópinn í flóanum. Þegar komu- menn komu auga á drenginn, komu þeir í átt til hans. Sá þá drengurinn að þetta voru honum með öllu ókunnir menn, og ekki þar úr sveit. Þessir menn voru um það bil meðalmenn á vöxt, og annar þó örlítið hæná, en báðir þrek- vaxnir, og virtust á miðjum aldi-i, fimmtugsaldrinum, þó gat sá lægri ver- ið rétt innan við fertugt. Búningur þeiria var líkur því að þeir væru sjó- menn. Þeir voru báðir í leðurstígvélum hnéháum, eða tæplega það, og sá, sem virtist yngri, var í blálitaðri peysu, sem líktist peysum, sem Færeyingar voru oft í og kölluðu enskar, en sá eldri var í vaðmálsjafeka snjáðum. Menn þessir ávörpuðu drenginn, og virtust vilja taka hann tali, en hann skildi ekki mál þeirra því hann kunni efeki og skildi ekki annað mál en móðurmálið. Menn- irnir reyndu að gera sig skiljanlega með bendingum og handapati, og bentu mikið á ærhópinn. Drengnum fannst þó hann skilja eitt og eitt orð, sem eldri maðurinn sagði, svo sem kind, og benti þá á ærnar og upp í sig. Datt drengnum þá í hug, að þeir hefðu í hyggju, að stela ánum, eða einhverju af þeim. Vildi hann þá snúa frá þeim, og sýndi á sér fararsnið. Þrifu þá mennirnir til hans og héldu föstum, tóku af honum nestispinkil, sem hann hafði meðferðis, og tóku að gæða sér á nestisleifunum, annar í einu, en hinn hélt drengnum föstum, sem nú var orðinn hræddur, því tök þeirra á honum voru ekki þyrmileg. Hann gerði það hann gat, til að losa sig, því hann treysti fráleik sín- um, ef hann gæti það, en hann mátti ekki við ofureflinu. Hann vissi að ekki þýddi neitt að kalla á hjálp, þar sem hann var svo langt frá bæ og mönnum, að ekki gæti til hans heyrzt. Þegar hann hafði ofurlítið jafnað sig, eftir fyrstu sviftingarnar, tók hann það ráð, að siga hundi, sem fýlgdi honum, á ær- hópinn, því hann bjóst við, þar sem liðið var nær miðaftni, mundu ærnar, við styggðina, leita í áttina heim, enda var hann staddur sunnan við þær, en áttin heim til norðiu’s, og þá væri erfið- ara fyrir ræningja þessa, sem hann hugði þá vera, að ná nokkru af þeim. Hundurinn hlýddi, og ærnar tóku á sprett og hurfu sjónum, niður og norð- ur fyrir Köldukinn, í átt heimleiðis, en yngri maðurinn greiddi drengnum þá fyrsta höfuðhöggið, en fleiri fylgdu á eftir, og virtist svo sem þeim væri þetta tiltæki móti skapi. Mennirnir töluðu þá mikið saman, en drengur skildi ekki neitt af því. Bráðléga lögðu þeir af stað, og drógu drenginn með sér, á leið til fjallanna. Drengurinn streittist við, sem hann gat, en mennirnir neyttu afls- munar og börðu hann miskunnarlaust, til hlýðni, í andlit, höfuð, herðar og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.