Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ D AGS
23
einnig orðið að góðu liði í þessum efn-
um. En öllu þessu fólki er ég mjög
þa'kMátur og sendi því hinar beztu
kveðjur mínar og árnaðaróskir.
Hvar er bezt til fanga?
í sveitum og stafar það sennilega af
því, að fólkið blátt áfram týnist þegar
það t. d. er flutt í mannmergðina í
Reykjavík. Það er svo erfitt að hafa
upp á því. Helzt er það í sveitum, a'5
maður frétti um það fólk í Reykjavík,
sem ávinningur væri að hitta. Þess
vegna er stofnunin ákaflega þakklát
fyrir slíkar ábendingar, til að auðvelda
söfnunina. Sumir álíta, að þeir þurfi að
kunna svo mikið, til þess að ástæða sé
tii að segja frá, en það er mesli mis-
skilningur, enda er það smáa, sem kafl-
að er, stundum eins mikilvægt og það,
sem stærra er í sniðum.
Ert þú eini íslcnclingurinn, sem við
þessi störf fæst einvörðungu?
Já, síðan 1966, en fleiri hafa gripið
þar inn í tíma og tíma t. d. Jón Sam-
sonárson. Það má líka nefna, að Helga
Jóhannsdóttir, starfandi hjá Ríkisút-
varpinu, hefur safnað þulum og þjóð-
kvæðum, svo og iögum, enda er hún
tónfræðingur að menntun. Þetta er ekki
á vegum Handritastofnunarinnar, en
kemur engu að síður íslenzkum þjóð-
fræðum til góða. En miklu fleira fólk
þarf að vinna við þessa söfnun til þess
hún gangi vel og sem minnst glatist af
því sem enn er til.
En hvaða gildi hefur þessi þjóðfræða-
söfnun?
Oll munnmæli, hvort sem þau eru í
formi sögu eða kvæðis og öll þjóðlögin,
bæði sálmar, vöggukvæði og rímur,
hafa list að geyma, hvert á sinn hátt o'g
er listræn tjáning. Einnig er í þessu
fólginn mikill fróðleikur um hugsunar-
hátt og lifnaðarhætti forfeðranna í hinu
gamla bændasamfélagi, sem hér var
fyrrum, en nú er að hverfa í sinni fomu
mynd. Og það er full ástæða fyrir okk-
ur, sem nú erum uppi, að sýna þessu
fulia virðingu og ræktarsomi vegna
þess, að þarna er margt svo ágætlega
gert og hefur menningargildi, einkum
þegar lengra líður.
Hvernig er þessu varið í öðrum lönd-
um?
Þessi þjóðfræðasöfnun fer hvarvetna
fram í heiminum, m. a, hef ég frétt af
því, að verið væri að safna sögum og
sögnum í Afríku, en svo við lítum okk-
ur nær, má kannski fyrst og fremst
nefna írland. Þar hefur kappsamlega
verið unnið að þjóðfræðasöfnun. Til
marks um það má nefna, að talið er, að
þar sé nú saman komið efni, sem svari
til hálfrar annarrar milljón blaðsíðna
vélritaðra og það eru þó aðeins sögurn-
ar. Hjá nágrönnum okkar á Norður-
löndunum fer slík söfnun einnig fram
og stöndum við þeirn fyllilega á sporði,
hvað efni snertir. En menning þeirra
var að ýmsu leyti önnur en okkar
menning og hinn gamli fróðleikur því
annar hjá þeim.
Viltu segja niér eitthvert atvik úr
starfi þínu?
Stundum kemur eitt og annað fyrir,
sem frásagnarvert er. í augnablikinu
kemur mér í hug, að ég frétti snemma
á þessu ári um mann einn á Siglunesd
norður, austan Siglufjarðar, að hann
kynni að geta frætt mig um eitt og
annað. Fór ég þangað í sumar og flutti
sonur hans, búsettur á Siglufirði, mig
og okkur félaga yfir fjörðinn, en með
mér var danskur þjóðfræðingur. Bónd-
inn á Siglunesi, Jón Oddsson, aldraður
orðinn, tók okkur framúrskarndi vel
og kom ég þar ekki að tómum kofan-
um. Hann kvað fyrir mig af í’aust
Andrarímur, enda góður kvæðamaður.
Framhald af blaðsíðu 7.
kvarta yfir góðgerðunum, enda hafði
hann vel til þeirra unnið.
Eftir stundarkorn heilsaði ég upp á
sængurkonuna og barnið, sem var
drengur, síðar skírður Hjalti, og er góð-
bóndi á Ártúni í Eyjafirði. Sótti mig
nú svefn og hállaði ég mér út af stund-
arkorn en hólt þá heimleiðis á Molda,
en þá átti ég heima á Jökli, bæ, sem
nú er í eyði.
Auk þess að skila lánshestunum á
heimleiðinni, man ég að ég reið um
hlaðið á Hólakoti og hitti Guðmund
Gunnlaugsson bónda. Sagði ég honum
í fáum oiðum frá erindi mínu, en hann
brá við skjótt, sótti heypoka með ágætri
töðu en leiddi mig í bæinn. Ég ætlaði
alls ekki að tefja og sagði honum það.
Hann kvað það óþarfa því Anna sín
ætti heita mjólk, sem ég myndi hafa
Meðal annars góðgætis, sem hann gaf
ok'kur, var glerhákarl, gamall, dökkur
orðinn og ágætur. Sagði hann okkur, að
hann væri 12 ára og 13 ára þó. Rifjaðist
þá gamla tröllasagan upp fyrir mér um
manninn, sem tröll'konan seiddi tii sín
og hafði hjá sér um tíma. Maðurinn sá,
að hann slyppi aldrei og kastaði því á
sig sótt og þóttist vera veikur. Tröll-
konan spurði hann, hvað nú væri til
ráða, að hann mætti heill verða. Mað-
urinn sagðist þurfa «ð fá 12 ára gamlan
hákarl. En svo gamlan hákarl var
hvergi að finna nema norður á Siglu-
nesi og fór skessan þangað til fanga.
En á meðan hún var í burtu, flúði mað-
urinn úr helli tröllskessunnar og fór
eins hratt og hann framast komst. En
skessan var fljót í förum norður og
greip í tómt þegar hún kom heim. Sá
hún þá til ferða mannsins og kallaði á
eftir honum: Hér er nú kominn hákarl-
inn, Jón, 12 ára gamall og þrettán ára
þó. En Jón linnti ekki sprettinum og
komst tjl manna. Ég hafði alltaf álitið,
að sagan um 12 ára gamla hákarlinn
væri ýkjusaga. En þegar ég kemst að
hinu sanna í sumar og neytti hins
gamla og ágæta hákarls á Siglunesi,
jóikst trú mín á því, að fleira kynni að
vera sannara í þjóðsögum en ýmsir
menn vilja vera iáta, segir Hallfreður
Orn Eiríksson að lokum ok þakka ég
viðtallið. E. D.
gott af. Þetta var okkur Molda báðum
jafn kærkomið. Töfðum við stutt en
hresstumst vel.
Ég man enn í dag hvað gott var að
koma heim úr þessari ferð og hvílast.
En það er af okkur Steingrími Matt-
híassyni að segja, að fundum okkar bar
saman eftir tæpt ár. Þá tók hann úr
mér botnlangann og mátti það víst ekki
seinna vera. Þótti mér gott að vera
undir hans hendi og ég blessa minningu
hans. -7— Og hér lýkur frásögn Jóns
Vigfússonar á Arnarstöðum.
Sögumaður, þessi aldni bóndi, er
þrekinn um herðar, traustur maður í
sjón og raun. Frásögn hans lætur lítið
yfir sér, en í huga manns vekur hún
þó spurninguna um, hvort það voru
ekki ferðir sem þessar, er bezt þrosk-
uðu unga menn fyrir hálfri öld?
- Læknir sóttur íyrir . . .
j